Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Glögg, gleggri, gleggst

Ég er ómannglögg. Ég man aldrei nöfn. Hinsvegar er ég talnaglögg, svona svo þetta sé nú ekki tóm neikvæðni...... Wink Ég man símanúmer og kennitölur út í eitt.

Einu sinni, á árum mínum sem skvísa í Reykjavík, mætti ég konu í Austurstræti sem mér þótti eitthvað svo kunnugleg, konan var og er á aldur við mömmu, þannig að ég ákvað að ég hefði örugglega hitt hana hjá henni sometimes, somewhere......

Af því að það var - og er - alltaf verið að skamma mig fyrir að heilsa ekki fólki og vera merkileg með mig, hleypti ég í mig hörku, brosti mínu blíðasta og heilsaði henni með virktum. Þetta var alveg svona KOMDU SÆÆÆÆÆL og BLESSUÐ heilsa Tounge

Gekk ég svo mína leið og tautaði í barm mér: "Hah! skammiði mig svo fyrir að heilsa aldrei!........" Það var ekki fyrr en ég gekk inn í tollinn að ég uppgötvaði að konan var Vigdís Finnbogadóttir. vigdís

snjomadurAnnars er það helst af mér að frétta að ég sá ekki snjómanninn ógurlega og heldur ekki prakkarann í dag.

PS - vissuð þið að ef maður gúgglar "ómannglögg" kemur vélstýran upp? Haa! vissuð þið það?

hehe


ó mæ dog

Sá stafsetningarvillu í blogginu hér að neðan. Spurning hvort ég næ að sofa í nótt......

bonusFór í búðina áðan hitti þar frænku mína með fjölskyldu sína, hér í sveitinni er Bónus nokkursskonar félagsmiðstöð þar sem fólk hittist með kerrurnar sínar og spjallar saman um daginn og veginn og teppir alla umferð um búðina í leiðinni Tounge ég er engin undantekning, stend með mína innkaupakerru og spjalla við fólk sem ég hitti. Þessi frænka mín var þreytt á ungum syni sínum sem vildi stjórna fullmiklu að hennar mati. Hún spurði hann hvort ég mætti eiga hann!!!! Minnug skelfingar minnar í æsku þegar þessari sömu spurningu var skellt á mig, reyndi ég að fullvissa drenginn um að ég vildi eeeeekkkkkkert eiga hann, ég hefði ekki einu sinni gaman af börnum. Hitti þau svo á kassanum aftur og þegar ég kvaddi þau, sagði stubburinn til að fullvissa sig: "ég fer ekkert heim með þér?"born

Jamm þarna var sáð fræjum skelfingar.....

 

 


Góður göngutúr

Var löt í mörgun og nennti ekki á fætur......

Labbaði áðan niður með á alla leið út á flugvöll, meðfram nýju byggðinni hjá ánni í sérdeilis frábæru veðri.

ölfusa

Hundurinn spretti úr sporum í sandinum á meðan félagi hans öslaði í ánni af hjartans lyst. Aldeilis í essinu sínu þar. Hvíldum okkur svo smástund í víkinni og dáðumst að fjölskrúðugu fuglalífi, þarna voru mávar, endur, kríur og álftir, snérum svo til baka í jafngóða ferð heim - en ég ætla sko ekki að segja af hverju fuglalífið var svona fjölbreytt á þessum stað......mafar1

Góða helgi.


Villur

Fór í höfuðborgina í gær, þurfti aðeins að erindast á Kebblavíkurflugvöll líka, var svo aaaaalveg að sofna á leiðinni til baka, keyrði of lengi í hringtorginu og VILLTIST - jamm ég get verið hrikalega utan við mig - það gera nördagenin sem enginn vill þó kannast við að hafa gefið mér Tounge Enívei -  sem ég var þarna keyrandi á veginum  fór ég að litast um og spá í hvar ég eiginlega væri, mundi ekki eftir að hafa nokkurntíma séð þetta umhverfi áður..... endaði í Garðinum, keyrði einn rúnt úr því að ég var nú komin á svæðið á annað borð og vott a krummaskuð!!!!

03Fór svo í Smáralindina á heimleiðinni, því ekki getur nú ein kona keyrt svona langar leiðir í einum rykk, fór á kaffihús með Eygló - hún vildi endilega sitja í reykingahluta svæðisins, sem kom mér nú svosem ekkert svakalega á óvart þar sem hún hefur reykt í mörg ár - en nú komum við að rúsínunni........

.....sem við sátum þarna og töluðum saman um afar praktisk atriði  Tounge eins og skó, karlmenn og prakkarinn_118063aðra nytjahluti, missti ég heldur betur þráðinn og féll í trans því ég held ég hafi séð Prakkarann!!!! Og eins og aðrar fínni frír hér á blogginu er ég heldur betur hugfangin af honum Cool

Kunni samt ekki við að standa upp og spyrja hann hvort hann gegndi nafninu prakkari, því maður verður alltaf að halda kúlinu, þannig að ég tel bara sjálfri mér trú um að þetta hafi verið hann.

Ég er allt önnur kona

Kissing


Mataræði....

PURE QUALITY!!!!! X 

A Shopping StoryI have 2 dogs & I was buying a large bag of  Winalot in Tesco and was standing in the queue at the till.

A woman behind me asked if I had a dog.

On impulse, I told her that no, I was starting The Winalot Diet again, although I probably shouldn't because I'd ended up in the hospital last time, but that I'd lost 50 pounds before I awakened in an intensive care ward with tubes coming out of most of my orifices and IVs in both arms.

I told her that it was essentially a perfect diet and the way that it works is to load your trouser pockets with Winalot nuggets and simply eat one or two every time you feel hungry & that the food is nutritionally complete so I was going to try it again.

I have to mention here that practically everyone in the queue was by now enthralled with my story, particularly a guy who was behind her.

Horrified, she asked if I'd ended up in the hospital in that condition because I had been poisoned.

I  told her no, it was because I'd been sitting in the road licking my balls and a car hit me.

I thought one guy was going to have a heart attack he was laughing so hard as he staggered out the door.

.........why else would I buy dog food?? 02

Sauðfjárbúskapur.....

A new farmer buys several sheep, hoping to breed them for wool.

After several weeks, he notices that none of the sheep are getting pregnant, and phones a vet for help.
 The vet tells him that he should try artificial insemination.

Being new to farming he doesn't have the slightest idea what this means but, not wanting to display his ignorance, only asks the vet how he will know when the sheep are pregnant. The vet tells him that they will stop standing around and instead will lie down and wallow in grass when they are pregnant.

The man hangs up and gives it some thought.  He comes to the conclusion that artificial insemination means he has to impregnate the sheep himself.

So, he loads the sheep into his Land Rover, drives them out into the woods, has sex with them all, brings them back, and goes to bed.

Next morning, he wakes and looks out at the sheep. Seeing that they are all still standing around, he deduces that the first try didn't take, and loads them in the Land Rover again. He drives them out to the woods, bangs each sheep twice for good measure, brings them back, and goes to bed exhausted.

Next morning, he wakes to find the sheep still just standing round.

"Try again." he tells himself, and proceeds to load them up, and drive them out to the woods.  He spends all day shagging the sheep and upon returning home, falls knackered into bed.

The next morning, he cannot even raise himself from the bed to look out of the window. He asks his wife to look, and tell him if the sheep are lying in the grass.

"No," she says, "they're all in the Land Rover, and one of them is beeping the horn."1

ég er nokkuð sátt.....

......við vikuna. Fann uppáhaldsþáttinn minn - í tvíriti -

Viðurkenni það hér og nú að ég er svona íslenzkunörd eða njörður eins og ég mundi segja á ástkæra, ylhýra..... og það vill svo skemmtilega til að umsjónarmaðurinn með öðrum þættinum er Njörður P. með greinarnar sínar í Fréttablaðinu um hljóðfæri hugans, hreint frábærir pistlar hjá honum!isl

Ég var einlægur aðdáandi þáttanna íslenzkt mál sem voru í útvarpinu fyrir ekki svo löngu síðan og saknaði þeirra mikið þegar þeir hættu. Mér hreinlega hlýnaði um hjartarætur þegar umsjónarmaðurinn sem ég man ekki lengur hvað heitir sagði: "þættinum hefur borist bréf frá hlustanda........." Svo datt ég niður á þátt á rás eitt um daginn - já ég hlusta á rás eitt, það er þroskamerki - sem heitir vítt og breitt og er eiginlega sami þáttur. Algjörlega sniðinn til að gera konu hamingjusama.

Nú annars vona ég bara að fólk minnist mín í gegnum tíðina fyrir kynþokka minn og fegurð manroeen ekki fyrir kunnáttu mína í íslenzku

Tounge

 

 


sunnudagur

tiltektBúin með tiltekt, er svo stálheppin að ég á vél í kjallaranum sem sér um þvottinn fyrir mig, ég sé bara um að stjórna því hvað fer í hana og við hvaða hitastig.....þvotturblankalogn og rigning, ætla út að labba með litla kút - sem vill enn og aftur koma því á framfæri að hann sé hvorki lítill né kútur....LoL

Ætla svo að horfa á video í dag, flakka um netið og njóta þess að gera ekki neitt - sama hvað Intrum segir Kissing

Vona að þið eigið jafn dásamlegan dag framundan Heart


Frábær dagur

Rölti Laugarveginn í dag með Möggu - þennan auðvelda - kíktum í búðir, sá alveg ótrúlega flott pils, allt í tjulli og blúndum það hreinlega hrópaði á mig að það langaði svo að búa með með mér Wink Ég lét það eftir því að máta það og það hvíslaði að mér að það væri algjörlega ég........ Fór fram í búðina og snéri mér í hring, Magga var alveg sammála, eina vandamálið var að það var aðeins of vítt...... ég sagði að það væri kannski ekkert roooooosalega alvarlegt vandamál, það væri ekkert mál að fitna bara aðeins í það..... Það mátti heyra saumnál detta í búðinni og ég áttaði mig á því að þetta var ekki alveg viðmiðið hjá Reykjavíkurdömunum Tounge Þannig að ég flissaði aðeins til að milda það og hélt áfram að snúa mér í hringi fyrir framan spegilinn og dást að sjálfri mér. Tók svo, bara fyrir vísindin, mynd af Möggu í ótrúlega rauðum kjól sem var óhuggulega flottur á henni!

Sáum þá að næst á dagskrá var að borða svo við féllum ekki úr hor a naestu grosum og ég myndi hugsanlega passa einhverntíma í einhver föt - einhversstaðar.......

Röltum svo upp Skólavörðustíginn, fórum á Mokka mokkaog drukkum kaffi eins og hefðarmeyjar, skoðuðum myndasýningu eins og þeir menningarvitar sem við erum og brunuðum svo heim í sveitina eins og þær sem við erum og áttuðum okkur á því að við hefðum gleymt aðaltilgangi ferðarinna!!!!! Að taka út skemmdir eftir brunann í Austurstræti!!!! Ég kenndi ónefndri konu um í ónefndri búð sem selur sokkabuxur í stræti bankanna og ég tek það fram að Magga var algjörlega sammála mér og þegar við nálguðumst Heiðmörk vorum við algjörlega búnar að sannfæra okkur um að við værum sko aldeilis ekki að verða gleymnar og gamlar (þarna var ég næstum búin að segja galnar..... )

Góður dagur - takk aftur Magga fyrir frábæran dag

Heart


Loksins....

.....komin í netsamband aftur heima hjá mér. Allir eins þessir tölvukallar. Segja bara: "þetta er ekkert mál þú bara.............." aha, uhummmmm segi ég þá alltaf voða gáfuleg en svo kostar þetta 3ja tíma streð, tvo bjóra, svita og tár

tölvur bjor bjor1

Annars var ég að lesa athugasemd frá Dúu þar sem hún stakk upp á að við hættum að tala um Húsa og færðum okkur yfir í Jericho. Ég er til í það!!! Þar eru sko sætir strákar. Ég man eftir þremur bara algjörlega án þess að hugsa mig um. Hver er ykkar dr. House þar?

LoL


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband