Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Var Nói klassískur?

Vaknaði fersk og falleg, af seinni blundinum, klukkan tíu.

Fór að velta ýmsu fyrir mér, m.a. hvort Nói hefði kannski bara verið einn af þessum sígildu eymingjum!! Hvað rigndi lengi hjá Nóa? Fjörtíu daga og fjörtíu nætur? Og kallinn rokinn í að smíða örk!! Það er ábyggilega búið að rigna mikið lengur hjá mér.... skal að vísu ekki neita því að ég er ööörlítið farin að líta í kringum mig eftir sprekum í bát - en það er bara vegna þess að ég hef svo gaman af að róa, eða eins og unglingarnir sögðu hér forðum daga á Þingvallavatni: "Hvar eru róuarnar? Ég pant ára" W00t

Velti líka fyrir mér orðinu sporgöngumaður. Er það maður sem gengur í spor annarra eða maður sem býr til spor? Enívonn??

Skaust með pabba í bæinn í hádeginu. Skítaveður í skítafærð! Pabbi var að fá niðurstöður úr myndatöku síðan í gær. Lungun orðin hrein!! Jibbýý!! Síðasti geislinn að baki. Duglegur kall pabbi minn - stendur þetta af sér eins og klettur.

Spóluðum síðan heim aftur í verra veðri ef eitthvað var.


Jæja...

...þá er ég búin að fara út með hundinn, í okkar venjubundnu morgungöngu og í leikfimi!! Hrikalega erfiður tími hjá Betu í dag. Beztu tímarnir eru þegar ég nötra á leiðinni út í pott. Það var næstum þannig tími í dag. Í sárabætur lofaði hún okkur blaki í næsta tíma. Ætli hún lesi bloggið mitt? Whistling

Sundblak er verulega skemmtilegt blak og ég mæli með því að allir prufi. Garga á hinar stelpurnar í liðinu að reyna að FÓRNA sér þegar þær reyna að forðast að skella í bakkann í vanmáttugum tilraunum við að blaka boltanum yfir netið.  Annars er ég svo mikil keppnismanneskja að hinar kellingarnar fara oft grenjandi upp úr eftir blakið Devil Ójá það liggja víða vælukjóarnir.................

Núna ætla ég hins vegar að leggja mig, úti snjóar og þá er gott að kúra undir rúmi W00t Bezt að nýta þessu fáu daga sem eftir eru þar til ég byrja að vinna af einhverri alvöru!

Vekið mig klukkan tíu InLove


Álftirnar görguðu geðvonskulega....

.....þegar ég arkaði, með Stubbaling í snjónum, upp með á. Þar sem ég skundaði meðfram árbakkanum í tunglsljósinu og lét geðvonskuna í álftunum sem vind um eyrun þjóta, fékk ég þá flugu í höfuðið að mig langar að æfa blak. Það eru bara engar blakæfingar í minni sveit. Eða tennis, langar líka að æfa tennis.........

Er að spá í að stofna tennis- og/eða blakfélag. Þá vantar mig nafn, dettur í hug..........Blak- og tennisfélag miðaldra húsmæðra í Árborg og nágrenni - eitthvað svona þjált og þægilegt Wink félagsliti...... rautt er alltaf góður litur, svona í stíl við andlit iðkenda...... og einhverja til að æfa með. Þurfa ekki endilega að vera bara stelpur. Strákar velkomnir - strákar eru alltaf velkomnir Cool Vantar líka æfingasal............

Kíkti á heimasíðu umfs. Þar er hvorki blak né tennisdeild!! Furða mig svolítið á því. Í sveitarfélagi af þessari stærðargráðu hljóta einhverjir að vera að æfa annaðhvort. Getur verið að það hafi bara gleymst að láta mig vita af því? Æ vonder.......

Stelpur og strákar, ef ykkur langar til að æfa blak eða tennis, eða ef þið eruð nú þegar að æfa og langar að fá mig í ykkar lið, böt ver afreid tú ask, hikið þá ekki við að hafa samband. 

læfisgúd InLove

 


Næturleikfimi...

Skokkaði út á Golfvöll áðan með Ljónshjartað, eða það er að segja út að rimlahliðinu, þar tiplaði ég mjög varlega yfir bæði vegna þess að ég er logandi hrædd um að falla niður á milli og svo er bara 35 km. hámarkshraði þar Tounge Tók brekkuna tvisvar í staðinn á leiðinni heim.

Nú er ég búin að mála tvö herbergi og ganginn á milli þeirra. Þarf að forfæra eitthvað af húsgögnum. Held ég láti þetta duga af innanhússframkvæmdum í bili. Mundi aldrei nenna að vera málari.............. Ætli ég snúi mér ekki af fullum krafti að nýju vinnuni í staðinn. Mér sýnist ekki vanþörf á einhverri skipulagningu þar og alltaf kem ég sterk inn ef einhversstaðar er skortur á ákveðni LoL

Jarðskjálftarnir virðast vera í rénum, kom nú samt einn ansi hryssingslegur í gær þegar ég var að klára að mála ganginn og svo annar í gærkvöldi, en það er eins og áður, það þykir ekki fréttnæmt þótt ég skjálfi hér á beinum ef enginn titrar í Reykjavík Devil

Góða helgi InLove


Fréttir frá Suðurlandi!!

Vaknaði ríflega þrjú í nótt við miklar drunur, titring og þyt........ Stökk strax í jarðskjálftaham og sofnaði aftur út frá hugleiðingum um hvort það væru batterý í vasaljósinu eða útvarpinu..... Kíkti svo á netið í morgun og þar var ekki stafur um jarðskjálfta á Suðurlandi. Enda fannst hann víst ekki til Reykjavíkur Whistling Hins vegar skókst jörð í Súmötru við Indónesíu. Ég ákvað að ég væri bara svona næm. Ég hefði fundið þann skjálfta W00t

Jörð skalf svo öðru hvoru í allan morgun og ég var sannfærð um að það væru eftirskjálftar frá Sumötru! Enda ekki eitt orð um það í fréttum að einhver titringur væri annarsstaðar. Skaust svo í bæinn í hádeginu. Þegar ég kom heim aftur sá ég að myndir höfðu fallið af veggjum, styttur oltið um koll og Stubbalingur var viti sínu fjær af skelfingu.

Ef það heyrist ekkert meira frá mér, sit ég í rústunum af því sem eitt sinn var húsið mitt. En hafið engar áhyggjur af mér. Ég er að lesa góða bók - eftir myndarlegan mann!!!!

Farin að kaupa batterý..........


Var að mála í dag.....

....og þá hefur maður svo góðan tíma til að hugsa. Ég hef verið að spá í það undanfarið að fara í nám. Stéttarfélagið borgar helming á móti mér í námi upp að ákveðnu marki. Veit samt ekki alveg hvað mig langar að verða þegar ég verð stór! Og þó.......

Hef skoðað ýmislegt og velt öðru upp og ýtt því svo frá mér aftur. Það sem ég furða mig mest á er hvað boðið er upp á mikið nám í tölvufræðum og þá er ég ekki að tala um kerfisfræði heldur svona almennt tölvunám, word, exel og power point, hvarflaði ekki að mér að það væri þörf fyrir svona mikið nám í þessum dúr. Datt í hug að skrá mig í tölvunám á háum hælum, en það byrjar ekki fyrr en eftir áramót W00t

Langar í nám í kerfisfræði. Finnst svo flott að vera kerfisfræðingur! Mannauðsstjórnun heillar mig líka - en það kemur nú líklega bara til af því að ég hef svo gaman af að ráðskast...... Arkitektúr hefur alltaf verið freistandi, hvort sem það eru byggingar eða skrúðgarðar. Hins vegar nenni ég kannski ekki alveg í 10 ára nám í arkitektúr, eða hvað? Veit ekki............... Uppfinningaskólinn? Hvar er hann? Mér dettur svo margt í hug þessa dagana að helst þyrfti ég að hafa diktafón og ritara á hælunum.

Hvað haldið þið? Hvað ætti ég að læra?

InLove


Bjarni og demantarnir.......

Las í blaðinu í morgun að Íslendingar vilji stærri demanta til jólagjafa. Nú bíð ég aldeilis helspennt eftir jólunum Tounge

Sá líka einhversstaðar að Össur segi að enginn hafi spurt eftir Bjarna. Hlýtur að vera leiðinlegt fyrir Bjarna að hanga svona og enginn spyr eftir honum. Af hverju spyr enginn eftir honum? Er það vegna þess að hann er leiðinlegur? Eða vegna þess að enginn man eftir því að hann hafi ætlað með Össuri? Össur sagði mér líka að Indónesar vilji framleiða ál á skikkanlegu verði. Væri ráð að senda þeim eins og nokkrar verksmiðjur?

Ég er að mála í rigningunni - inni - og ímynda mér alla demantana sem ég hlýt að fá í jólagjöf frá vinum og velunnurum. Það er að segja ef ég fæ frið því allir eru að spyrja eftir mér............ Enda heiti ég ekki Bjarni.

InLove 


vatn og vatn

Hvað er málið með þessa rigningu alltaf hreint!! Hvaðan kemur allt þetta vatn? Fer þetta ekki að verða gott??

Farin í leikfimi sem vill svo vel til að fer fram í vatni W00t

InLove

 


Jöfnun og valkvíði

Fór út að hlaupa í nóttinni, stubbalingur ofsakátur með í för. Hann er nú svo undarlega innréttaður að honum finnst ólíkt skemmtilegra að ég fari út að skokka en í einhver teiti úti í bæ.

Skemmtiskokkaðist út á golfvöll og til baka, tók aukahring í brekkunni - einu brekkunni á svæðinu, eins gott að nota hana almennilega........ W00t

Hitaði mér svo sítrónute á meðan ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja mig aftur eða prjóna. Ætli ég grípi ekki í prjónana, bæði er það að ég er ekkert svo syfjuð og svo er Magga búin að prjóna sig langt fram úr mér. Er ekki viss um að ég höndli það að vera á eftir!! Gæti líka pússað niður sparslið í herbergi drengsins, sem ég er að myndast við að mála, nú - eða lagt mig..........

pís InLove


Vel lukkuð veisla!

Skreið heim til mín klukkan sex í morgun. Hef ekki verið svona lengi úti í töttögöogfemmár........... Tounge Enda var ég alveg búin á því og einkasonurinn farinn að hafa þungar áhyggjur af móður sinni, m.a. búinn að senda mér sms þar sem hann spurði hvort ég ætti ekki að vera löngu kominn í háttinn......... Wink Einhver verður nú að vera ábyrgur á þessu heimili Tounge

Var boðið í teiti eftir matinn í gær og ákvað að skella mér, enda hrikalega gaman að skemmta sér með þessu fólki!! Var ekki svikin í gær. Þegar ég var tiltölulega nýmætt, mættu þeir bræður í stofu með gítara, banjó og harmónikku og svo var sungið framundir morgun. Díj þetta er svo skemmtilegt!! Hafði enda orð á því ef ég kunni ekki texta við lag sem var sungið, að mér væri greinilega ekki boðið nógu oft í partý LoL

Alltaf gaman að klæða sig upp, fara út að borða og skemmta sér. Ætla hinsvegar að skríða undir rúm W00t núna. Er freeekar sybbin.

Góða nótt ljósin mín InLove

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband