Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Ég fylltist vanlíðan....

....við að horfa á þáttinn um Breiðavíkurdrengina í gær! Svo mikilli vanlíðan að ég vaknaði í nótt og mér leið ennþá illa.  

Hvernig er hægt að koma svona fram? Hvað veldur því að mannvonzkan blossar svona upp? Ég veit að viðhorfin voru önnur og það þótti ekki tiltökumál að tukta krakkaskít - en guð minn góður!!! Maðurinn hló á meðan hann sagði frá því að hann hefði horft á einum dýft á hvolfi oní skurð!!! Það fór um mig hrollur. Og það sem fram fór í fjárhúsum og fjósum - mér verður óglatt!

Ég fékk kökk í hálsinn að horfa á fullvaxna karlmenn bugast við að rifja þetta upp.

Svo þeyttust forstöðumenn og ábyrgðaraðilar hver um annan þveran að þræta fyrir að þeir hafi tekið eftir að nokkuð athugavert hafi átt sér stað. Þrátt fyrir að hver drengurinn á fætur öðrum hafi verið laminn eins og harðfiskur og þeir hafi sætt misnotkun!!! Annar forstöðumaðurinn, sem fram kom, viðurkenndi þó að "sálfræðingur" Breiðavíkur hafi yfirleitt verið fullur þegar hann kom og fullur þegar hann fór...................

Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds við að horfa á heimildarmyndabrotin og síðan að hlusta á hvernig "drengirnir" upplifðu ástandið. Heyra hvernig þeir lýstu forstöðumönnum og hvernig sumir deyja á meðan aðrir drepast.................

Ég er svo hneyksluð að ég næ ekki upp í nefið á mér!!!!!!!

Hvað eru margir brotnir einstaklingar úti í þjóðfélaginu vegna þessa og fleiri samskonar staða? Margfeldisáhrifin eru gríðarleg. Drengirnir uxu úr grasi - eignuðust, margir hverjir, fjölskyldur og réðu ekki við ástandið. Vegna þess að aldrei hafði verið unnið úr einu eða neinu.

Ég gæti grátið. Ég gæti gargað!


Ennfremur legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði

Ég er á því að það eigi að banna flugeldasölu til almennings!!

Nú verða einhverjir reiðir, en mér er bara sléttsama! Björgunarsveitir eiga að vera á fjárframlögum frá ríkinu en ekki þurfa að reiða sig á sölu flugelda um áramót og stuðla þar með að slysum. Íþróttafélög hafa tekjur annarsstaðar frá og um flugeldasölu á vegum einstaklinga ætla ég ekki einu sinni að fjölyrða.

Um hver einustu áramót verður slys af völdum flugelda og/eða blysa. Enda fólk í misgóðu standi í misjöfnum veðrum að skjóta upp. Í gærkvöldi horfði ég á hvar kveikt var í rakettu inni í bíl og henni síðan fleygt út um bílgluggann á ferð! Tilviljun ein réði því í hvaða átt þessi raketta sprakk. Þetta sá ég ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar. Börn og unglingar standa, eins og hverjir aðrir hryðuverkamenn, á hverju horni með kínverja og sprengjur og sprengja í erg og gríð.

Svo stærum við okkur af öllu saman og útlendingar flykkjast til landsins að horfa á ósköpin.

Hættum´essu, nú þegar strax!!


Ein spurning......

01

Heitir það peningaþvottur ef maður þvær debetkortið sitt?

 


NPN

Ædolið mitt, Njörður P. á afmæli í dag. Var að lesa pistilinn hans í Fréttablaðinu sem ég tek fram yfir DV.......Tounge Smá pilla á DV enda hafa þeir enn ekki endurgreitt mér Devil En aftur að Nirði, pistlarnir hans eru frábærir!

Sem einlægur aðdáandi óska ég honum til hamingju með daginn en lýsi jafnframt yfir smá vonbrigðum með að hann skuli vera krabbi......

Jamm ég hef margan krabbann grætt Halo

Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að vera dugleg og fara út að skokka, labbakútur væri alveg til í það, svo mikið veit ég Smile eða hvort ég eigi að vera löt og taka til - ekki alveg mitt uppáhald!

Sé að það á vera fundur á - þó ég mundi persónulega og í anda Njarðar segja hjá - Urriðafossi á morgun. Ég ætti kannski að hringja í Möggu og athuga hvort hún kippir mér með, þ.e. ef hún fer.....

Stefnir í valkvíða hjá mér heyri ég á öllu, hlaupa? taka til? hringja? úff svo margir möguleikar LoL

Fer bara út að hlaupa.

Nokkrar stafsetningarvillur? Þetta verður að vera stafsetningarvillulausi dagurinn LoL

Ást og biti


Íhugun

Ég er umhverfisvæn!

Ég hjóla, ég geng, ég þvæ fullar vélar, ég nota lítið þvottaefni, ég nota engin mýkingarefni - enda töffari Tounge Ég fer með dagblöð í blaðagáma, ég læt ekki vatn renna, ég slekk ljós í ónotuðu rými, ég brúka ekki eiturefni, ekki einu sinni bana........   01

Hinsvegar kemur ekki til mála að ég taki þátt í þessari erkivitleysu sem kölluð er kolefnisjöfnun!!! 01 Ætli það sé í lagi að ég fleygi dekkjum út í móa og gróðursetji bara eins og fjögur tré í 01staðinn? Og skilji svo bara bílhræið eftir næst og gróðurset tvö tré og vona að skógurinn hylji ruslið? Bull og vitleysa - eða bullshit eins og ég mundi segja á frummálinu! Mér finnst eins og verið sé að klóra í bakkann með þessu. Eins og að setja á mig ilmvatn og sleppa baðinu!!Er í lagi að vera umhverfissóði ef ég gróðurset tré í staðinn! Hversu mörg tré þarf að gróðursetja fyrir eitt álver?

Ég vil ekki skóg! Ég vil víðsýni!

Love and peace


Vér mótmælum...

36 Að vandlega íhuguðu máli og vegna þess að ég flana aldrei að neinu svo ég verði 38nú örugglega ekki talin örgeðja, skapvond eða illa stödd í tíðahringnum, hef ég ákveðið að mótmæla launahækkunum seðlabankastjóra í dag.

Ég ætla að fylgja fordæmi sem Davíð setti svo eftirminnilega hér um árið og og fara í Seðlabankann seinni partinn, taka allan minn pening þar út og loka öllum reikningum. Innlendum sem erlendum!!! Í framhaldinu mun ég stofna reikning í Sviss þar sem bankastjórar eru á skítalaunum.

Hvet alla til að fylgja fordæmi mínu!

37

 

 

 

PS veit einhver hvað Davíð er að gera í dag?

PSS þið þekkið mig á því að ég verð á rauðum skóm, með varalit og hund að þrasa við dyravörðinn um hvort hann megi koma inn eður ei......


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband