Það er vor...........

Fór út í garð eftir vinnu í dag.......... alla leið Tounge Ákvað að hreinsa beðin - bæði Gasp og þegar ég var búin að því rakaði ég allar dauðu greinarnar, sem hafa fallið af trjánum í vetur, í hrúgu. Nú vantar mig bara kerru með krók og bíl..........

Á meðan ég bardúsaði þetta, sá ég að það er orðið ansi mikið líf í garðinum. Býflugnadrottingar sveimuðu hjá með vængjaþyt og slætti - ég hélt ró minni og ímyndaði mér að þeir væru bara að saga svona mikið strákarnir í sögunarmyllunni W00t Kóngulær léku sér að því að láta sig falla í frjálsu falli úr greinum trjánna ofan á mig.......... og ég hélt ró minni. Bjó mér til sögu um það að kannski færi ég að sofa með kóngulóm í kvöld - en í fyrramálið mundi ég vakna með Spiderman mér við hlið......... LoL

Hér eru ekki lesin Grimsævintýri - hér eru búin til Garðsævintýri...... enda engin læs á þessu heimili....

Sé, mér til mikillar ánægu og þrátt fyrir að mig klæji hreint um allt Pinch að kóngulærnar eru byrjaðar að spinna vefi sína um allt. Fyrir nú utan hvað þetta er fallegt "handverk" hjá þeim þá halda þær flugum úti fyrir mig. Eitthvað það fallegasta sem ég veit er kóngulóarvefur í úða. Birtan glitrar svo fallega í vefinn.........

Já ég veit Jenný! Tounge

 
"Þú deplar auga, og dagur verður kveld.

Þú dregur blæju hægt á mánagluggann—

og breiðir þér að brjósti næturskuggann,

þú blundar, vaknar, kveikir morguneld.

Þú dúðar okkur hljótt í haustsins feld,

en heitan móðurkoss til vorsins geymir.

Svo snýr þú við, sem víf að ástarhótum,

og vetrardvöl í röðulfaðmi gleymir.

En grannahvelin heilög bros þín dreymir,

            ó, himinstjarna, sem vér troðum fótum"


Ein lauflétt í lokin........ Úr hvaða ljóði er þetta og hver orti.............?

pís InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veit ekki, hef ekki heyrt þetta.  Dugleg varstu í dag, ég fór í göngutúr og hitti bara býflugur og pólverja.   You Go Girl 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heppin.....

Hrönn Sigurðardóttir, 13.5.2008 kl. 21:20

3 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ég dáist að þér að ráðast svona í útverkin  En bara róleg, bíflugurnar ráðast bara á þá sem eru hræddir við þær ekki á hina. Þær geta fundið lyktina af hræddum manneskjum. En þú hélst ró þinni og það bjargaði ábyggilega lífi þínu. Hefurðu prófað að Gúggla spiders; og fá myndirnar? Þær eru svo krúttlegar þessar elskur.

Gunni Palli kokkur 

Gunnar Páll Gunnarsson, 13.5.2008 kl. 22:08

4 identicon

Get reddað almennilegri könguló af tarantúllu-kyni.Að vísu kvenndýr sem er á góðri leið með að verða á stærð við lófa.En hún getur ofið.Saknaði þín líka

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 22:37

5 Smámynd: Ragnheiður

Ég skrapp í minn garð í dag og við hundarnir stóðum öll 3 hreyfingarlaus. Það var svo mikill hávaði í garðinum. Margir svona býfuglar að bjástra um allt og suðið í þessu liði !

Ég er hrædd um að afföll hafi orðið í mínum kóngulóarstofni síðan í fyrra. Þær eru einmitt svo snjallar að veiða allar flugur. Ég þoli ekki flugur en kóngulærnar trufla mig ekki neitt

Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 22:58

6 Smámynd: www.zordis.com

Ekkert beð hjá mér ... bara blóm!  Ljóðið er fallegt, hef ekki bleikan Gvend eftir hvern það er .........

Væri kanski möguleiki að komast í berjamó til þín í haust ef þú hefur nokkar "lær! ..

www.zordis.com, 13.5.2008 kl. 23:17

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg, nú get ég ekki sofnað.  Hvað hef ég gert þér kona?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband