Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Dagur tvö.....

.....enn veik. Fór ekkert í vinnuna í dag! Nenni ekki að sitja þar raddlaus með tár á hvarmi......

Svei því hvað mér leiðist!! Sjónvarpsdagskráin gæti drepið mann úr leiðindum, hvað þá konu sem er veik fyrir......... Er að bíða eftir að dr. Phil byrji. Spáið í það!!!!

Sendi danskinum mynd af mér úr hlaupinu, aðeins að monta mig, hann svaraði m.a.: Du ser da ufattelig frisk ud....." sem gæti útlagst eitthvað á þessa leið: "Þú lítur frísklega út og virkar alls ekki feit......"

marathon

Tounge


Veikindi og video

01 Ég er veik í dag, fór ekki einu sinni í vinnuna. Ákvað að vera heima og hósta í einrúmi......

Tók mér sumarfrí á mánudaginn. Fann svo aðfaranótt þriðjudagsins að í mig var að hellast hálsbólga og hiti en ákvað að fara samt í vinnuna - sem betur fer - því sæti bílstjórinn minn kom, örugglega bara til að sjá mig...... hefur sjálfsagt frétt af hinum fallega hlaupastíl og nýju klippingunni. Gúd njúvs travel fast. Ekki satt? Tounge

Var að horfa á What the bleep do I know - loksins. Margt þar..... Sérstaklega var ég heilluð af dr. Emoto og vatninu hans, enda er ég hafmeyja í álögum!

Er að spá í að leggja mig..... eða lesa...... eða bæði!


Reykjavíkurmaraþon og menning

Hljóp 10 kílómetra í gær. Trúi því varla enn að ég hafi meikað það.

Kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn..... Hann er frá Kenya sem er vel við hæfi þar sem ég er alltaf að æfa mig að hlaupa Kenyastæl...... LoL Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ég lét að sjálfsögðu eins og þau væru öll ætluð mér.

Ofsalega gaman að hlaupa þetta. Hlaupaleiðin stórskemmtileg, hlaupið meðfram sjónum á Nesinu og stemmningin var hreint ótrúleg. Íbúar á Nesinu voru flestallir úti að hvetja hlaupara. Á einum stað var heil fjölskylda úti á tröppum með tóm kökubox og sleifar, á öðrum stað var fjölskyldan úti að borða morgunmatinn og stóð svo upp og spilaði lag á gítar og söng hvatningarsöng á meðan hlaupið var fram hjá.........

Ég er harðákveðin í því að taka þátt að ári. Enda 365 dagar í það LoL

Hinsvegar er ég með strengi í lærum í dag - en það er allt í lagi - þeir hverfa. Sofnaði snemma í gær og dreymdi að ég væri að hlaupa út í Hveragerði undan mannræningjum. Kannski ekki skrýtið að ég sé með harðsperrur í dag?

Glitnir á hrós skilið fyrir að standa að þessu hlaupi. Vel skipulagt á allan hátt!!

Eftir hlaup fórum við heim til Eyfa og Elizabethar sem eldaði stórgott pasta með túnfiski. Namm það var svo gott. Fórum svo í bæinn og nutum menningarinnar í sólinni. Keyptum okkur kaffi og vöfflur með rjóma í Lækjargötu, ómissandi þáttur í hverri menningu.....LoL

Kissing Vona að allir hafi það gott í dag


Púff.....

Hljóp 10 km. í dag, ótrúlega falleg með nýklippt og litað hár, með Möggu og Eyfa sem skráði sig í hlaupið á síðustu metrunum. Gat ekki verið þekktur fyrir að láta systur sínar hlaupa einar......

Gleymdi myndavélinni heima - en tók aukabatterý með, sem munar öllu þegar maður gleymir myndavélinni.... LoL annars hefði ég getað sýnt ykkur mynd af Degi Eggertssyni sem er alltaf svo sætur!!!!

Frábær dagur í sól og blíðu.... ég náttúrulega týndist eins og mín er von og vísa og fjölskyldan var öll komin út í leitir - enda haust..... LoL

Er ótrúlega sæl að hafa klára 10 km. Keypti mér líka svaka flottan rauðan kjól í Flash - hvar annarsstaðar. Er hinsvegar orðin fremur lúin og sængin mín er freeeeeekar freistandi ásamt góðri bók.

Ástarþakkir Magga og Eyfi fyrir yndislegan dag.

Góða nótt Tounge

 


Áflog og áheit.....

........af hverju er blóð á bróður mínum? Spurði einkasonurinn þegar ég sótti hann í vinnuna......

Ég leyfði litla kút að liggja á pallinum og virða fyrir sér umferðina eins og hann gerir svo oft á meðan ég undirbý matinn. Allt í einu heyrði ég gjamm og urr, stökk út, og sá að litli drengurinn minn var kominn í hávaðaáflog við tvo bolabíta. Ég sveif niður tröppurnar - ég meina það ræðst enginn á litla saklausa stúfinn minn og kemst upp með það Wink - og gaf öðrum bolanum drag í afturendann, algjörlega hamslaus.....

"Ekki sparka í þá" sagði konan sem var að reyna að ná þeim í burtu frá litla stubbaling. "Reyndu þá að hirða þessa varga þína" sagði ég, ekki svo blíðlega enda lá stúfurinn undir þeim báðum og grét á meðan annar reyndi að rífa af honum eyrað og hinn beit hann í makkann, ég sparkaði aftur....

"Hann kom bara allt í einu" sagði konan eymdarlega um leið og hún togaði í rófuna á öðrum skelfinum..... "Hann á heima hérna" sagði ég og var allt í einu orðin jafn grimm og hundarnir hennar......

Stúfurinn kom svo nötrandi af skelfingu með mér inn þegar konan var loks búin að ná vörgunum sínum.

En hann er svo sem búinn að jafna sig. En rosalega varð ég snöggreið, enda hefur saklausi engillinn minn ábyggilega ekki gert neitt til að ögra þeim...... Tounge eða þannig sko! Við erum nú ekki þekkt fyrir það í þessari fjölskyldu að ögra.......

Fékk atvinnurekandann til að heita á mig fyrir hlaupið á laugardaginn. Þeir voru aðeins að tuða um að 10 km. væru nú ekki nóg......Þar til ég bauð þeim að hlaupa með mér. Þá væri hægt að styrkja okkur öll......

Þeir voru ekki aaaaalveg tilbúnir í það, strákarnir!

Sé núna að þeir eru búnir að ganga frá sínu áheiti.

Á morgun fer ég í langþráða klippingu og litun. Ég er orðin eins og hver annar hippi. Með hárið út um allt. Ætla sko að lúkka vel í hlaupinu. Eða eins og maðurinn sagði: "Ég verð kannski ekki fljótur að hlaupa en ég kem til með að hlaupa fallega"

Ég ætla að gera þessi orð að mínum með smá breytingum..... ég kem nefnilega til með að hlaupa falleg LoL

 


Reykjavíkurmaraþon!!!

Fór út í skóg að skokka eftir vinnu. Hljóp upp að helli og til baka og svo aftur út að ferju og til baka. Lauslega áætlað 6 km. Litli kútur skildi ekkert í allri þessari hreyfingu en var svosem alveg sáttur við að taka þátt Tounge

Gerðist ægilega brött og skráði mig í Reykjavíkurmaraþon Glitnis í 10 km. hlaup!!!! Nú verðið þið öll að koma og hvetja mig. Allavega getið þið farið inn á marathon.is og heitið á mig

Ég skráði mig til hlaups til styrktar ABC barnahjálp. Ákveðinn þrýstingur líka á mig að klára ef þið skráið áheit á mig.....

Picture 279 Hawai rósin mín blómstaði í gær - ægifallegu blómi og annað á leiðinni - Er þetta hamingjan eða er ég í endorfínflippi? Tounge

Fórum, systurnar, og heimsóttum Eyfa litla bró með gjöfina sem við keyptum handa honum um daginn. Keyptum svakalega fallega mynd í Gallery List

- Eyfi og Viktor -                            - Elizabeth og Magga -                    - Eygló -

Picture 277 Picture 276 Picture 278

fertugur drengurinn og flottur enn - eins og við systkinin reyndar öll!!

Er að spá í að taka mér sumarfrí á föstudaginn og mánudaginn, enda ekki á hverjum degi sem kona hleypur 10 km. Get þá jafnað mig á mánudaginn, áður en ég mæti til vinnu á þriðjudaginn og læt engan bilbug á mér finna - jafnvel þótt ég geti ekki hreyft mig.....

Fattaði í morgun að ég hafði gleymt að hringja í Lindu í gær og knúsa hana og Auði Erlu bless, en þær voru að fara "heim" til Danmerkur í morgun. Linda ef þú lest þetta þá áttu inni hjá mér 10 þúsund knús og ég vona að allt gangi vel og þá meina ég ALLT!!

Knús til ykkar Heart


Sunnudagur til sælu

Picture 275 Fékk alveg dúndurgóða hugmynd í dag - og hrinti henni, að sjálfsögðu, þegar í stað í framkvæmd.

Mig er búið að langa lengi í Hawairós - eða svotil alveg síðan mín dó drottni sínum södd lífdaga hér um árið. Hefur líklega ekki þolað flutninginn. Í dag datt mér svo allt í einu í hug, í miðri tiltekt - hugsið ykkur......., að bruna út í Hveragerði og athuga hvort Garðyrkjustöð Ingibjargar ætti ekki handa mér rós. Auðvitað missti ég mig aðeins, eins og alltaf þegar ég fer þangað, en það er bara allt í lagi. Nú á ég bleika Hawairós, húsfrið, einir, kaktus og tómata LoL

Picture 271 Fór út í skóg í dag. Gekk í blíðunni upp að helli, settist þar á þúfu ogPicture 272 naut veðurblíðunnar. Gekk svo til baka og laumaðist til að taka mynd af veiðiþjófinum... Reiknaði með því að ég væri fljótari að hlaupa en hann, búin að vera að æfa og allt..............

Tók líka mynd af skýjunum

Picture 274 

Vona að allir hafi átt góða helgi Heart


Dagurinn í dag.....

Fór til Reykjavíkur í dag með Möggu.Picture 229

Þar sóttum við Eygló og fórum í smáleiðangur. Enduðum á Jómfrúnni í smörrebröd og bjór - allavega ég og Eygló, Magga drakk bara pepsi og kaffi. Enda bílstjórinn og með eindæmum löghlýðin. 

Ákváðum að doka við eftir Gay Pride göngunni. Ég rifjaði upp eina frægustu söguna sem ég kann....

Þannig var að ég bjó einu sinni á Sólvallagötunni í fallegri kvistíbúð. Á hæðinni fyrir neðan mig bjó klikkuð kona sem m.a. kom einu sinni upp og bauð mér róandi töflur af því að barnið mitt gréti svo mikið.... Förum ekki nánar út í það! Það mætti enda þessa sögu með því að ég skellti hurðinni á nefið á henni. Enda ekki sagan sem ég ætla að segja......

Ég var með frumburðinn nýfæddann og hann svaf í vagni úti í garði fyrir utan kjallaragluggana, þar sem Páll Óskar dvaldi löngum stundum og spilaði tónlist en foreldrar hans bjuggu á næstu hæð. Yndislegt fólk. Ég þekkti Hjálmtý fyrir vegna þess að hann vann í Útvegsbankanum þangað sem ég fór mjög oft starfs míns vegna á þeim árum sem ég var skvísa í Reykjavík......  Og hver man ekki eftir laginu Astraltertugubb.....?

Þannig háttaði til að inngangurinn um kjallarann var mjög þröngur og ég gat ómöguleg komið barnavagninum inn einsömul, nema taka hann í sundur. Þess vegna bankaði ég oft á kjallaradyrnar hjá Palla og bað hann um að hjálpa mér inn með vagninn. Það var auðsótt mál. Palli var Picture 232jafnyndislegur þá og hann er nú.

Þannig að það má segja að ég sé svona semifræg................

Hér koma nokkrar myndir sem ég tók úr göngunni í dag! 

Picture 240 

Picture 245
                                                                                                                                                                                                                      Fórum svo aftur austur í grill á Austurveginum. Picture 268Picture 261 Í garðinum hennar ömmu, sem vill svo skemmtilega til að er enn í eigu fjölskyldumeðlims, annars hefði nú kannski einhver orðið hissa..... Picture 266         
Frábær dagur í yndislegum félagsskap. Takk fyrir mig Heart                                                                     


Álfadís og veiðiþjófur

Vaknaði snemma. Fór út í skóg að hlaupa. Morgundöggin glitrari á laufinu og allt var hljótt - ekki sála á ferli. Ég skokkaði upp að helli. Á leiðinni braust sólin fram úr skýjum.

Fór í smá hugleiðslu við hellinn að hætti steinu og bætti við hana frá eigin brjósti. Tók meðvitaða ákvörðun - sem ég ætla að standa við! Skokkaði svo til baka og ég er ekki frá því að ég hafi verið léttari í spori á þeirri leið.

Á leiðinni til baka mættum við veiðiþjófi - íslenzkum - og einni álfadís sem brosti blíðlega til okkar og tók undir kveðju okkar um góðan dag.

 


Hitt og þetta......

Vaknaði klukkan hálffimm í morgun..... eða segir maður nótt? Tounge

Gat engan veginn sofnað aftur - tengist kannski því að ég sofnaði, algjörlega búin á því kl. hálftíu í gærkvöldi? Hugsanlega............

Ákvað að skella mér á fætur og skunda í skóginn og hlaupa smá. Labbakútur var aldeilis sæll með þá ákvörðun.

Komum svo í skóginn, þar sváfu álfarnir á sitt græna, við ýttum að eins við þeim um leið og við lötruðum í nóttinni í gegn um sofandi skóginn í aldeilis frábæru veðri. Þ.e. ég lötraði, Loki hljóp....

Komum svo heim aftur og ég ákvað að ég hefði alveg nægan tíma til að leggja mig aðeins aftur......... sem ég og hafði, klukkan var bara hálfsjö. Fleygði mér í sæng, eins og Færeyingar segja svo dónalega og hélt ég mundi vakna við klukkuna hjá drengnum. Rumskaði næst þegar klukkan var rétt að slá átta og drengurinn á leið út! En mikið rosalega svaf ég vel, var svo fremur löt í allan dag.....

Í morgunkaffinu kváðu við miklir brestir og drunur. Ég hrökk í kút og sagði rétt sisvona. "Hvað gengur eiginlega á?" En var ekki alveg nógu rösk til að gá. Kom svo í ljós síðar að maðurinn í næsta fyrirtæki hafði keyrt, á lyftara, í gegnum vegginn á ganginum yfir til okkar með bretti! Svakalega hló ég....

Illa innrætt? Ég? Héðan í frá er viðkomandi kallaður veggjaskelfir...... Ég sagði að það hefði verið verst að enginn hefði staðið og reykt, þarna er nefnilega reykhorn fyrirtækisins.... Þá hefði verið hægt að taka mynd og textinn hefði verið: " Reykingar drepa....."

Skil ekki af hverju ég er ekki í auglýsingabransanum.

Við flytjum inn nagla í dráttarvéladekk og eitt sinn kom upp umræða um hvernig við ættum að auglýsa naglana. Ég stakk upp á: "Negld'ana....."

LoL

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband