Áflog og áheit.....

........af hverju er blóð á bróður mínum? Spurði einkasonurinn þegar ég sótti hann í vinnuna......

Ég leyfði litla kút að liggja á pallinum og virða fyrir sér umferðina eins og hann gerir svo oft á meðan ég undirbý matinn. Allt í einu heyrði ég gjamm og urr, stökk út, og sá að litli drengurinn minn var kominn í hávaðaáflog við tvo bolabíta. Ég sveif niður tröppurnar - ég meina það ræðst enginn á litla saklausa stúfinn minn og kemst upp með það Wink - og gaf öðrum bolanum drag í afturendann, algjörlega hamslaus.....

"Ekki sparka í þá" sagði konan sem var að reyna að ná þeim í burtu frá litla stubbaling. "Reyndu þá að hirða þessa varga þína" sagði ég, ekki svo blíðlega enda lá stúfurinn undir þeim báðum og grét á meðan annar reyndi að rífa af honum eyrað og hinn beit hann í makkann, ég sparkaði aftur....

"Hann kom bara allt í einu" sagði konan eymdarlega um leið og hún togaði í rófuna á öðrum skelfinum..... "Hann á heima hérna" sagði ég og var allt í einu orðin jafn grimm og hundarnir hennar......

Stúfurinn kom svo nötrandi af skelfingu með mér inn þegar konan var loks búin að ná vörgunum sínum.

En hann er svo sem búinn að jafna sig. En rosalega varð ég snöggreið, enda hefur saklausi engillinn minn ábyggilega ekki gert neitt til að ögra þeim...... Tounge eða þannig sko! Við erum nú ekki þekkt fyrir það í þessari fjölskyldu að ögra.......

Fékk atvinnurekandann til að heita á mig fyrir hlaupið á laugardaginn. Þeir voru aðeins að tuða um að 10 km. væru nú ekki nóg......Þar til ég bauð þeim að hlaupa með mér. Þá væri hægt að styrkja okkur öll......

Þeir voru ekki aaaaalveg tilbúnir í það, strákarnir!

Sé núna að þeir eru búnir að ganga frá sínu áheiti.

Á morgun fer ég í langþráða klippingu og litun. Ég er orðin eins og hver annar hippi. Með hárið út um allt. Ætla sko að lúkka vel í hlaupinu. Eða eins og maðurinn sagði: "Ég verð kannski ekki fljótur að hlaupa en ég kem til með að hlaupa fallega"

Ég ætla að gera þessi orð að mínum með smá breytingum..... ég kem nefnilega til með að hlaupa falleg LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Mikið ertu dugleg Hrönn, aðalatriðið er - AÐ HLAUPA !  --- ekki geri ég það

Marta B Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 22:36

2 identicon

við komum til með að hlaupa fallegar fallega. Svífum um stræti Rvíkur með litaða lokka og varir....

systirin (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 22:41

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Marta, málið er að fyrstu tveir kílómetrarnir eru erfiðastir. Þá spái ég í hvort ég sé endanlega orðin klikkuð, restin er svo nuttcase......

Ó Reykjavíkurborg með fögur stræti og torg.... og okkur Mags, svo fagrar og fjaðurmagnaðar.....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku Hrönn mín. Ég ráðlegg neglur, brúnku, litun og plokkun, í viðbót við klippinguna. Þú yrðir svo flott að margur mætti nú fara að vara sig. Say no more. - Viestu, í fullum trúnaði, bara milli mín og þín: ég ætla að hlaupa í huganum. Og það með þér. Upgrade your email with 1000's of emoticon iconsUpgrade your email with 1000's of emoticon icons
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:33

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Takk Guðný Anna, fer örugglega í eitthvað af þessu. Og mér er sannur heiður að því að þú hugarhlaupir með mér......

Hrönn Sigurðardóttir, 16.8.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

... þoli ekki þegar aðrir hundar abbast upp á hunda sem ég þekki...grrrrr... verð allveg hamlaus af bræði...... vona að stubbalingurinn komist yfir þetta....

Ég efast ekki eina mínútu um að þú komir bæði til með að hlaupa fallega og falleg......

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Hugarfluga

Ég kem á eftir þér ... á hugarflugi, elsku Hrönn mín.

Hugarfluga, 17.8.2007 kl. 00:08

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 ,Ég er sammála síðasta ræðu manni. þú ert svo dugleg elsku Hrönn mín.Ég er farinn að þykja væntum stuppalingin þinn

Kristín Katla Árnadóttir, 17.8.2007 kl. 00:08

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi ég hleyp með þér í huganum. Hvernig á ég að setja inn áheit?  Help me please.  Þú getur meilað mér.

Dansaðu þig í gegnum þetta snúllan mín og kysstu kútinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 00:31

10 Smámynd: Rebbý

margir sem hlaupa með þér í huganum ... dugleg erum við 

Rebbý, 17.8.2007 kl. 01:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ussu sussu svona ljót hrekkjusvín, eins gott að gefa þeim ærlegt drag í rassgatið.  Auðvitað  hefur engillinn ekki verið að gera neitt  Hehehehe  en gott að ekki fór verr.  Og jamm þú ert sko dugleg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.8.2007 kl. 09:11

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Kannst við þetta með hundana.Við erum alltaf með skanneran í gangi þegar við látum hundana vera frjálsa MJÖG seint á kvöldin og á daginn eru þeir alltaf í ól þegar viðrum þá. Það eru ekki allir ánægðir með að fá fangið fullt af einhverjum bláókunnugum hundi þó að eigandinn segi að hann sé voðalega sætur og alls ekki grimmur.

Er að elda í dag og á morgun og ég hleypi bara upp á suðunni í staðinn fyrir að skokkið.

Hlauptu fallega.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 11:19

13 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Í STAÐINN FYRIR AÐ SKOKKA. Ætlaði ég að skrifa.

Gunnar Páll Gunnarsson, 17.8.2007 kl. 11:21

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Var að melda mig endanlega í maraþonið...kem til með að hlaupa með mínu fólki á Kleppi..... þannig að við, þú og ég, hlaupum í takta á morgun .... ekki satt...

smjúts.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.8.2007 kl. 13:10

15 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss það er enginn fallegur þegar hann eða hún hefur hlaupið nokkra kílómetra sama hversu fínar strípurnar eru þegar lagt er af stað...frussandi. eldrauður í framan og svitinn lekandi yfir maskarann og svartir taumar niður að undirhöku og bringan blaut. Ég segi það og skirfa...ekki hlaupa ef þú vilt vera falleg. Það er bara ekki hægt!!!! Þegar ég áttaði mig á þessum sannleika fór ég bara að hlaupa í huganum vel snyrt með falegt hairdú. Kem alltaf fyrst í mark..fallegust og ósveitt. Og áheitin teljast í milljónum...hehe.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.8.2007 kl. 14:51

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gunni er alltaf á undan mér sjitt.

en ég vilb sara bæta við að það eru hundarnir okkar sem liggja ofan á og fólk fórnar höndum !!!

þú verður örugglega fallegust !

AlheimsLjós til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 15:10

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jesús minn. Ég þurfti að lesa þetta þrisvar. Sá fyrir mér ungabarn í þann veginn að missa eyra og haus undir tveimur bolabítum. Ég verð að viðurkenna að mér létti töluvert þegar ég loksins skildi hvað var í gangi. En auðvitað finn ég til með litla barninu. Gott að hann slapp með skrekkinn.

jamm. Á að hlaupa?

Jóna Á. Gísladóttir, 17.8.2007 kl. 20:52

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Upgrade your email with 1000's of emoticon icons Hrönn eftir hlaupið.....
Upgrade Your Email - Click here!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.8.2007 kl. 21:37

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha Jóna.......

Fanney - hrikalega verðum við flottar - fyrir hlaup - eftir hlaup og meðan að á því stendur......

Guðný Anna - þessi er aðeins of vel vakandi, tel ég.........

Og knús á ykkur allar hinar

Hrönn Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 21:47

20 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

..... laaaaang flottastar....

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.