Vor í Árborg!

amor_con_energia.jpgÉg sver það ég hef innbyrt svo mikla menningu síðastliðna daga að ég man ekki lengur kennitöluna mína.

Í gær hitti ég Zordísi nýstúdent! Hún kom frá Spáni til að útskrifast og hafði með sér "nokkrar" flísar.... mína meðal annarra fallegra flísa. Ég hafði á orði þegar við vorum að drösla töskunni með öllum flísunum inn í Kaffi Krús að það væri eins gott að löggan bæði okkur ekki um söluleyfi.... eina leyfið sem við hefðum væri ".....to kill....." W00t

Rauk svo heim, eftir góðan kaffihúsahitting með stelpunum, til að undirbúa mig undir sýninguna í Húsinu á Eyrarbakka um Stóra Skjálftann. Á meðan ég var að undirbúa mig fyrir sýninguna (les. skipta um skó og varalita mig....) var ég að velta því fyrir mér hver yrði fengin til að leika mig þegar myndin yrði gerð.... Fann síðan hvergi brotið úr minni sögu á sýningunni og var gráti nær þegar ég gaf mig fram við konuna sem á heiðurinn af að setja upp og safna saman öllum sögunum. Hún sýndi mér hvar mín saga var staðsett og gaf mér kaffi og konfekt Tounge Alltaf gott að þekkja góðar konur....

Endaði síðan daginn á að fara á franskt söngvakvöld í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðar og Elínu þar sem Hlín Pétursdóttir dillaði mér í ró með frönskum ástar- og harmsöngvum við harmonikkuundirspil Vadíms Federovs.

Í dag fór ég síðan á einhvern verst heppnaða mótmælafund Íslandssögunnar! Hverjum dettur í hug, með fullri virðingu fyrir öllu því lýðræði sem fólk getur í sig látið, að fá Bubba til að spila á mótmælafundi? Hann seldi útgáfuréttinn að lögunum sínum til ónefnds tryggingarfélags, til þess að hann gæti gamblað með hlutafé og orðið ríkari en hann var. Sem mín vegna er allt í lagi, mér finnst bara að hann ætti að hafa vit á að halda sig svolítið til hlés í smátíma núna og vera ekki að láta gamminn geysa um fólk sem hafi selt sálu sína........... Kræst vott a veist off tæm sem þessi mótmælafundur var!!!!

Ég er hinsvegar enn að velta því fyrir mér hver verður fengin til þess að leika mig í myndinni um Stóra Skjálftann? Ég mundi skjóta á Marylin Monroe ef hún væri ekki svona líflaus eitthvað þessa dagana......

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ah, hvað það var hressandi að lesa þessa færslu.....ég hefði líka skotið á Marylin, en hún er kannski of stiff  Verður það ekki bara Hrönn, the original

Sigrún Jónsdóttir, 24.5.2009 kl. 00:15

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

fórstu í nýju skónum

Fanney Björg Karlsdóttir, 24.5.2009 kl. 00:19

3 Smámynd: Vilma Kristín

Svo sammála þér með Bubba! Ég var nærri hætt við að mæta útaf honum... mér finnst hann hræsnari. Hann tók fullan þátt í góðærinu og er í mínum augum hluti af ásjónu þess. Kemur svo fram sem maður almúgans... svei svei...

Vilma Kristín , 24.5.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki sá ég þig á mótmælafundinum (stuðningsfundinum)  mér fannst Bubbi eyðileggja fundinn, algjörlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.5.2009 kl. 01:55

5 Smámynd: Einar Indriðason

Bubba var ofaukið.  Og 4. ræðumaður hefði betur verið heima.  Það er ekki vilji til að hlusta á pólítískt kjaftæði!  Við viljum AÐGERÐIR, ekki kjaftæði!.

Varstu með ljónshjartað með þér?

Einar Indriðason, 24.5.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Einar Indriðason

Og... þú leikur þig náttúrlega sjálf!

Þá kemur í kreditlistanum:

Hrönn as herself.

Einar Indriðason, 24.5.2009 kl. 13:24

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Skemmtileg færsla og nærði hláturtaugarnar svona í morgunsárið.

Ía Jóhannsdóttir, 25.5.2009 kl. 08:44

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ofsalega eru þau falleg verkin hennar Zordísar. 

Veistu að ég held að ég verði að blogga um Bubba fljótlega, egóflippið, yfirborðsmennskuna og allan pakkann.

Ég fer ekki á mótmæli þar sem hann er.

Ekki frekar en ég færi ef söngtríóið "Ræningjarnir þrír" sem samanstæði af t.d. Hannesi Smárasyni, Sigurði Einarsyni og Ólafi Ólafssyni, væru með léttar söngveitingar.

Djöfuls rugl.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 09:55

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er enginn svikinn af verkunum hennar Zordisar! Ég er með vegg tileinkaðan henni :)

Vitaskuld geri ég það Einar - það er náttúrulega það eina rétta :) Jamm Ljónshjartað var með í för.

Takk Ía ;)

Ég sá þig ekki heldur Jóna Kolbrún.

Nefnilega Vilma!

Fanney!! Nauts - eingöngu við sérstök tækifæri....

Sigrún - jú mér sýnist það ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Marlyn er auðvitað allof gömul og úr sér gengin til að leika pæju eins og þig Hrönn mín.  Það verður auðvitað eitthvert nýstirnið frá Cannes....

En ég er sammála þér og fleirum með Bugga, lá við að ég kastaði upp.   Fékk svona ógeðstilfinningu.  Maðurinn er gjörsamlega mislukkaður baráttumaður fyrir alþyðuna, af hverju fengu þeir ekki bara Jón Ásgeir eða Björgúlf til að dilla sér þarna á Austurvelli í þágu heimilanna.  Svei því bara.  'Eg er ennþá með ógeðshroll.  Auðvitað heldur Bubbi að hann sé einhver Hörður Torfa, nú ætlar hann að sýna sitt.  Æ ekki meir ekki meir af þessum uppskafningi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2009 kl. 11:50

11 identicon

Ef þa´er ekki Hrönn sjálf þá Ilmur.Hún gæti hugsanlega leikið þig (Ilmur er sko í uppáhaldi hjá mér enda getur hún leikið hvern sem er.Líka herkellingu eins og mig) herkjellu á mótorhjóli

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 15:44

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Bubbi ætti að sjá sóma sinn í því að vera ekki að sleikja sig upp við almúgann, hann var nú ekki lengi að snúa við honum baki þegar gróðavon blasti við.

Helga Magnúsdóttir, 25.5.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband