Dramablogg!

Ég var að tala um kjólana mína í gær! Að vísu voru það huglægu kjólarnir mínir og raunverulegu kjólunum mínum fannst þeir vera smá útundan!

Mér finnst gaman að klæða mig í kjóla og pils - á heilan helling af kjólum og annað eins af pilsum sem ég geng mikið í og ekki bara vegna þess að ég er með flotta leggi Tounge Þeir eru í öllum sniðum og formum - og þá er ég að tala um kjólana mína ekki leggina....... Wink sumir skrautlegir aðrir ekki........ margir rauðir Cool Yfirleitt fer ég í einn í einu og reyni að lúkka dálítið eins og mér finnst vera flott! 

....og þá erum við komin að dramanu! Ég þarf alltaf að vera í sokkabuxum við! Það kemur til af því að ég bý - eins og margir vita - á Íslandi! Á sumrin slepp ég nokkuð billega þá get ég smokrað mér í leggings - á nokkrar sem enda á blúndu og allir eru sáttir! Á veturnar þyngist róðurinn. Í morgun þurfti ég til dæmis að opna sokkabuxnaskúffuna mína! Ég á sokkabuxur í öllum regnbogans litum! Þær eru silfurglimmer, svartar, rauðar, köflóttar, bleikar, mislitar, röndóttar..... ég gæti þulið lengi!

Ég horfði á þær og þær glottu á móti mér. Vissu sem var að þeirra tími var að renna upp! Málið er að þær snúast alltaf einhvern veginn fáránlega í höndunum á mér þegar ég klæði mig í þær! Barátta mín við nylon er efni í aðra færslu...... Pinch Enda er ég lööööngu búin að játa mig sigraða þar! Kona verður nú að þekkja sín takmörk Tounge

Ég veit ekki hvað skeður en ég enda alltaf frekar pirruð. Ekki bætir svo úr skák þegar ég er að koma úr sundi líka! Muniði í gamla daga þegar maður sat sveittur á bekknum og reyndi að troða sér í fargins sokkabuxurnar sem mamma heimtaði að ég væri í innan undir buxunum? Það endaði iðulega á því að þær snéru ofugt þegar ég var loksins komin í þær og ég fór úr þeim aftur og henti þeim ofan í tösku Pinch

Ég hef ekki vaxið upp úr þessu tímibili! Eru námskeið þar sem konum er kennt hvernig sokkabuxur eigi að snúa? Er þetta ekki einhver fötlun? Á ég ekki ábyggilega rétt á bótum?

Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Ohh man eftir sokkabuxunum innan undir buxur í den. 

En annars er miklu hlýrra að vera í leggings þegar vetrar, ferð bara í nylon hnésokka og leggings yfir. Þannig er ég klædd í dag + kjólinn Voða komfý 

M, 17.9.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

M! Það mætti skoða þessa lausn!!

Ditta! Þessa líka

Hallgerður! Hvaða far?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönnslan mín.... Ég sem iðjuþjálfi get boðið þér upp á einkanámskeið til að ráða bót á þessu færnivandamáli þínu.... við iðjuþjálfar búum svo vel að búa yfir sérþekkinga á hjálpartækjum sem vinna bug að svona smámáli..... nebbla "sokkaífæru"... kem færandi hendi til þín með eina slíka eftir að ég hef komið við í hjálpartækjamiðstöðinni i Kópavogi..... hafðu það á meðan.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.9.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sokkaífærur? Ganga þær fyrir batteríum? Hljómar ekki illa....

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Auðvitað áttu rétt á bótum, get alveg sent þér eina ef þú átt enga sjálf.

Þröstur Unnar, 17.9.2008 kl. 16:34

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

þær eru eiginlega rafknúnar... er það vandamál??

Fanney Björg Karlsdóttir, 17.9.2008 kl. 16:39

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei nei við reddum því! Breytum þeim bara

Þröstur! Áttu bót?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 17:13

8 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Úff...ég næ ekki andanum í sokkabuxum...fæ köfnunartilfinningu og martraðareinkenni....

Mæli með leggings frekar og þá hnésokkum úr næloni....það er snöktum skárra....

Það er spurning hvort sokkabuxnafötlun sé bætt af TR??....

Bergljót Hreinsdóttir, 17.9.2008 kl. 17:23

9 Smámynd: Linda litla

Jesús minn..... í mínum huga þá eru þessar rándýru nælonsokkabuxur einnota, það kemur gat á þær áður en ég er komin almennilega í þær.

Veit ekki með bætur..... prófaðu að nefna þetta við Jóhönnu.

Linda litla, 17.9.2008 kl. 17:33

10 identicon

 með batteríum,ífærur .Ég verð ekki mikið eldri

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 17:35

11 Smámynd: Rebbý

einmitt ástæðan fyrir því að ég er alltaf í buxum ... er með ofnæmi fyrir sokkabuxum

Rebbý, 17.9.2008 kl. 18:39

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Mikið rosalega fer ég á mikið samkenndartripp við að lesa þetta. Ég fæ líka köfnunartilfinningu í sokkabuxum eins og Bergljót og get maximalt pínt mig í þeim í 3-4 tíma. Ég enda líka alltaf mjög tæp á taugum eins og þú Hrönn, eftir þá þolraun að troða mér í þær. Sokkaífæran hennar Fanneyjar hljómar eins og frelsandi enginn. Stendur maður þá bara og bí, bí og blaka, buxur á réttum stað inna sekúndu? Hver er millitíminn við þetta? Hrönn og Fanney, stofnum sokkaífærufélagið.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.9.2008 kl. 20:38

13 Smámynd: Einar Indriðason

Bætur?  Á sokkabuxur?  Eh... Hérna.... sko... ég veit ekki með ykkur... en að sjá álímdar gúmmíbætur ... á sokkabuxum.... er ekki *alveg* það sem mig langar að sjá fyrir mér!

Annars ætti ég að lesa mig um tvisvar áður en ég kommenta... ég las kommentið frá henni Bergljótu sem ... "ég næ ekki ENDANUM í sokkabuxum" ... Enda?  Hvaða enda?  (Meina... endi og andi... nánast sama orðið!)

Hmm... spurning um að útfæra "sokka-buxna-ífæru-apparats-græjuna", og nota 9 volta batterí í það?

Einar Indriðason, 17.9.2008 kl. 20:49

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég fer örsjaldan í sokkabuxur og ríf mig úr þeim um leið og ég get. Svo heita það gammosíur en ekki leggings. Höldum í íslenskuna.

Helga Magnúsdóttir, 17.9.2008 kl. 21:10

15 Smámynd: Brynja skordal

úff finnst nælonsokkabuxur óþægilegasti klæðnaður sem til er enda engin kjólakona heldur en á samt slatt af pilsum og nota þá gammosíur sem eru mun þægilegri og þarf ekkert tæki til að troða mér í þær og þær snúa alltaf rétt

Brynja skordal, 17.9.2008 kl. 22:03

16 Smámynd: www.zordis.com

Sokkabuxur eiga að vera fyrir vitum fólks áður en það leggur til atlögu!

Þú varst eins og prinsessa í boðinu, langflottust að hinum fögru ólöstuðum.  (svo verð ég að viðurkenna að myndin, jú nó ... er ekki birtingarhæf í Séð og Heyrt.  Vona að hazarfréttamenn dekódi ekki meilið mitt) ... annars bara nokkuð svöl eftir, nudd og pottaferð, svo bíóferð og barferð og svo ökuferðin heim sem tókst snilldarlega hjá mér þrátt fyrir sokkabuxur fyrir vitum ..... 

Sennilega verið eins og sjóræningi með klofbót á hægra auga! 

( ............ )

www.zordis.com, 18.9.2008 kl. 03:29

17 Smámynd: Vilma Kristín

OMG! Ég tók góðan slag í morgun við sokkabuxur þegar ég ákvað að mæta í pilsi í vinnuna og veðrið bauð ekki uppá bera leggi.  Það var sko örugglega karlmaður sem fann þessa flík upp :)

Vilma Kristín , 18.9.2008 kl. 12:24

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég lausnaði vandann! - takið eftir nýyrðinu ;) Ég fór í gammosíur og var í útiklefa!

Annars er ég ekki sammála því að leggings séu gammosíur. Gammosíur ná mér niður á ökkla þ.e. eru ekki með sokkum en leggings ná rétt niður á kálfa! Spurning um að íslenzka þetta orð leggings?

Einhverjar tillögur?

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 12:29

19 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Zordis! Takk Mér finnst svo gott að fólk taki eftir því að ég er prinsessa

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 12:37

20 Smámynd: Unnur R. H.

skammasíur sokkapínur. Mjög skemmtileg lesning, þetta með gammóurnar, þar er ég sammála, þetta eru ekki leggings! En gangi þér vel í sokkabuxnaslagnum

Unnur R. H., 18.9.2008 kl. 13:49

21 Smámynd: Unnur R. H.

Heyrðu þetta með íslenskt yfir leggings, LEG SINS hehe

Unnur R. H., 18.9.2008 kl. 13:49

22 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Síð pils eru mín eftirlæti, bjarga mér frá sokkabuxum og áhorfendum frá leggjaáhorfi.

Sigrún Jónsdóttir, 18.9.2008 kl. 16:33

23 Smámynd: Þröstur Unnar

Stutt pils eru mitt eftirlæti..............

Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:40

24 Smámynd: Þröstur Unnar

...............áhorfið mælist ekki.

Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:41

25 Smámynd: Þröstur Unnar

afsakið, hjélt ég væri á Jennýar síðu.

Þröstur Unnar, 18.9.2008 kl. 16:42

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Unnur! Góðar tillögur

Sigrún

Þröstur! Þú heppinn ég get lánað þér nokkur stutt pils......

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 21:00

27 Smámynd: Linda litla

Er ekki bara íslenska orðið yfir "leggings"......... "löppur"

Ok... sorry, bara svefngalsi.

Góða nótt og sofðu vel.

Linda litla, 18.9.2008 kl. 21:48

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Löppur? Hljóma ekkert rosa sexý............

Hrönn Sigurðardóttir, 18.9.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.