að breyta degi í nótt - eða nótt í dag.....

....er að spá í að snúa sólarhringnum við. Sofa á daginn og vaka á nóttunni. Á nóttinni er logn, hér er þokkalega bjart á nætrum, allavega yfir sumartímann.... Fínt að vera úti þá. Yfir vetrartímann er hvort sem er myrkur allan sólarhringinn

Flestir eru sofandi á nóttinni, get verið soldið eins og Palli var einn í heiminum.... gert það sem mig lystir, þegar mig lystir.....

Litla kút er alveg sama, bara ef hann fær að vera með mér. Yndisleg vera...... mættu fleiri vera eins og hann LoL 

Svo er svo gott að sofa þegar fólk er á ferli, heyra umgang, mannamál og umferð án þess að þurfa að skipta sér af einu eða neinu!

Eru einhverjir með mér? Eða missir þá verkefnið tilgang sinn?

Ætti kannski bara að fara sofa núna svo ég geti vaknað í fyrramálið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég geri þetta reglulega.  Bráðgaman að sofa þegar aðrir vaka.  Það er eitthvað svo "rebelliskt".  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2007 kl. 02:07

2 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hættan er nebbla akkurat sú að ef við verðum of mörg sem snúum okkur á svona byltingakenndan hátt þá líður ekki á löngu áður lognið eftisóknarverða verður á björtum sólríkum degin..... soldið fjarstæðukennt ...en samt.....kraftaverkin gerast enn.... stundum......

Fanney Björg Karlsdóttir, 26.5.2007 kl. 09:23

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég held að þetta sé eðlislægt í íslendingum, næturhrafnar.

Sigfús Sigurþórsson., 26.5.2007 kl. 12:20

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það breytir vinklinum á lífið að snúa þessu svona við annað slagið. Annars mæli ég venjulega afskaplega á móti svona viðsnúningi.... en njóttu þess, allavega núna yfir Hvítasunnuna, heillin!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:26

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Uppreisn, uppreisn!!! Verst að maður kemst ekki út í búð á nóttunni, alla vega ekki Einarsbúð. Missir af boldinu og svona. Kostir og gallar, reiknaðu bara.

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 01:45

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! ég hringi í þig næst!

Fanney! Þú kemur bara til mín og við upplifum lognið saman....

Sigfús! Í eðli mínu er ég afskaplega lítill næturhrafn - enda tökubarn......

Guðný! Þú kemur bara með Fanney og rauðvínsflösku

Gurrí! Ég er Che - endurfædd!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 04:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband