Óttutími

Var að koma heim úr borg óttans. Ótrúlega fallegt niðri við sjó. Er ákveðin í því að eignast sumarhús á Vatnsleysuströndinni, feisa mót hafinu og verða kölluð kuldalega kellingin á klöppinni. 23

Sérdeilis útvaldir fá að koma í heimsókn. Smile

Fór í dag í boði Möggu og tók þátt í Fjöri í Flóanum, sem er svona skemmtun fyrir sveitavarginn. Við hittumst, minglum, drekkum súkkulaði, skiptumst á rökum og mótrökum með og gegn virkjunum, mótmælendum og áli......

24 Drakk verulega gott súkkulaði við Urriðafoss og borðaði Urriðaloku, verulega góða samloku með urriða og grænmeti. Rúntuðum svo Villingaholts - og Gaulverjahringinn og dáðumst að útsýninu, ræddum hagvöxt og menningu en alls ekki um karlmenn, kynlíf og kúrbíta. Án gríns ÓTRÚLEGA falleg sveit. Fagur fjallahringur! Og Magga! Gleymdi að segja þér að næst þegar þú hittir gúdlúkking bílstjórann, jú nó..... endilega segðu honum þá að þú eigir roooosalega myndarlega systir, og ekki bara myndarlega heldur svo skemmtilega líka og hún sé alveg til í að drekka með honum kaffi eða kakó..... en alls ekki khalúa eða aðra áfenga drykki, enda stök bindindismanneskja Smile En þetta var nú bara smá hagvaxtarútúrdúr......

Fyndið, hvað það sem virtist endalaus víðátta í gamla daga og óralengdir á milli bæja og niðr'að sjó, er stutt í dag! Ætli þetta hafi eitthvað með skreflengd og hæð að gera? Allavega ekki þroska.....

 Takk endnu igen fyrir daginn Magga mín, það er alltaf gaman að eiga stund með þér!

Fór svo eins og áður sagði og sótti foreldra mína í borg óttans, þau voru fremur óttaslegin enda ekki annað við hæfi..... en er nú aftur komin heim í heiðardalinn, þar sem fuglarnir syngja óttalausir og fyllibyttur pissa við girðingarstaura. Litli kútur var glaður að sjá mig enda ekki von á öðru. Af hverju getur ekki mannfólkið elskað svona takmarkalaust?

Úje - læf is gúd Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ég trúði því næstum því að þið hefðuð talað um hagvöxt og menningu..... en svo mundi ég    

Fanney Björg Karlsdóttir, 27.5.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég trúi hverju orði í þessu bloggi. Vér konur tölum yfirleitt um hagvöxt þegar við hittumst. Komdu endilega í hópinn með okkur kuldalegu kerlingunum og kauptu þér stjörnukíki svo að við getum horfst í augu yfir hafið. Ég sé næstum því alla leið til Ameríku með mínum og heldur betur á Vatnsleysuströndina. 

Guðríður Haraldsdóttir, 27.5.2007 kl. 14:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Já Fanney

Ég á einmitt kíkir Gurrí. Almost there.....

Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2007 kl. 16:26

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Við manneskjurnar eigum langt í land til að verða eins og dýrin.  Yndislegur pistill.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.5.2007 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband