Tár og tenór

Þrír tenórar.....Í tilefni gærdagsins setti ég á mig rauðan varalit og fór með mömmu, Möggu og Heiðdísi á Hjaltested/Íslandi tónleika í Þjórsárveri þar sem Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir og Stefán Helgi Stefánsson komu fram ásamt undirleikaranum Ólafi B. Ólafssyni. Algjörlega frábærir tónleikar þar sem tenórinn m.a. fékk tvo aðstoðarmenn á sviðið til sín eins og sjá má. Ég grét af hlátri þegar eldri maðurinn setti sig í stellingar og stal senunni. Veit því miður ekki hvað þeir heita þessir tveir sitt hvoru megin við Stefán en ef einhver kannast við þá má hann gjarna láta mig vita.

Takk fyrir frábært kvöld InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Stefán er alveg frábær.  Hann kemur einu sinni í mánuði og syngur fyrir heimilisfólkið í Laugaskjóli þar sem ég vinn og ég veit að hann fer á aðra staði líka og syngur frítt.

Honum tókst m.a.s. að gera þetta atriði sem þú lýsir í stofunni hjá okkur með 2 heimilismönnum með heilabilunarsjúkdóm, algjörlega óborganlegt

Sigrún Jónsdóttir, 17.10.2010 kl. 23:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stefán er snillingur!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.10.2010 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.