Hamingjujöfnun!

Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort fólk sé jafn hamingjusamt og ánægt með lífið eins og lesa má út úr facebookstatusum þess......

Einhvern veginn fyllist ég tortryggni þegar allt flóir í facebookarstatusum að hvað lífið sé dásamlegt, fólk svo hamingjusamt og allt eitthvað svo í lukkunnar velstandi. Það er nú meiri endalausa árans hamingjan.

Ég segi fyrir mig að hjá mér snýst lífið þessa dagana, vikurnar og mánuðina um að vakna, vinna, borða, borga skuldir og sofa og ég er orðin bara frekar leið á því!

Mig langar að fara til útlanda! Mig langar að liggja á ströndinni og heyra ölduna gjálfra við fjöruborðið. Fara til Köben, ganga Strikið og hlusta á dani tala saman. Fara út að borða stöku sinnum án þess að þurfa að naga skorpur í viku á eftir. Fara í bíó og jafnvel geta keypt mér skó!!

Og ekki segja mér að ég eigi að vera hamingjusöm með að geta þó borgað skuldir mínar! Ég er búin með þann pakka fyrir þó nokkru síðan!

Kannski ætti ég þó bara að vera þakklát fyrir að mínir vinir eru sælir og glaðir það má Guð vita að ég er orðin lafleið á samsæriskenningum og bölmóði annarra......

Hana nú - þá er það sagt og farið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko ég er ógurlega hamingjusöm þrátt fyrir dýrtíð og allt slíkt og fyrir því eru nokkrar ástæður

1. ég er í vinnu sem er frábær
2. ég vinn með unglingum  og það er það skemmtilegasta sem til er
3. ég fæ að starfa eftir starfskenningu minni - sem er bara jákvætt
4. ég vinn með skemmtilegu fólki
5. ég hitti skemmtilega kalla í hádeginu
6. ég á frábæra vini
7. ég borga lægri húsaleigu en í fyrra:o)
8. fjölskyldan mín er yndisleg
9. ég velti bíl 2 veltur niður 7 metra og eina sem ég finn fyrir eru marin rifbein

Það er ýmislegt annað sem gerir mig glaða en ég skil þig samt alveg - facebook er bara einföld mynd af lífi fólks....einn hjá mér var alltaf að pósta um ást á maka - alveg þangað til þau skildu vegna framhjáhalds ástarjátarns...held það sé betra að vera með jákvæðnis"fíkla" á fb heldur en þá neikvæðu. Ég er mest þreytt á bölmæðisfólkinu á mínu fb.

 Auðvitað er ég hundfúl yfir því að tapa sparnaði og slík og að þurfa að hlíta gjaldeyrishöftum svo ég get ekki einu sinni sent systur minni pening til útlanda. Auðvitað er ég brjál yfir spillingu og ógeði og súperlaunum og öðru slíku. Þetta snýst samt um að vera glaður  með sjálfum sér og það er ég ekki ef ég er bitur og reið alla daga. Ég skammta mér neikvæðan tíma og er reið þá og svo eftir að sá tími er liðinn þá geri ég eitthvað gagnlegt eins og að elda, baka eða eitthvað slíkt!!!

Og nú er ég farin að blogga á blogginu þínu og það var ekki áætlunin en ég er ammælis í dag svo ég má

Valgerður Ósk (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Vúúúú til hamingju með daginn Og víst máttu blogga á blogginu mínu :)

Það er ágætt að pústa smá og svo er það búið og ég get aftur farið að vera hamingjusöm yfir lífi mínu.

Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2010 kl. 16:42

3 identicon

Knús í hús fræmka 

Stína (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 10:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Knús á þig til baka Stína litla :) Hvernig er bakið?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.10.2010 kl. 15:44

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú átt alla mína samúð Hrönn mín!

Ég þekki þessar aðstæður sem þú ert að lýsa og bjó við svipað "vakna, vinna, borða, borga skuldir og sofa" í mörg mörg ár þegar ég var ung. Maður þurfti sko að "hafa fyrir sínu"  ;)   

Árið sem er að líða núna, 2010 varð svo allt í einu öðruvísi en ég ætlaði að hafa það....varð veikindaárið mikla í þessum kafla lífs míns. Ég hef verið oftar og meira veik+slösuð á þessu ári en samanlagt síðastliðin 15 ár. Hef aldrei kynnst veikindabasli fyrr. Það er þreytandi og dregur úr manni lífsþróttinn. 

En gleðiefnin eru samt alltaf til, ef maður vill sjá þau. 

Marta B Helgadóttir, 21.10.2010 kl. 15:40

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert til dæmis eitt af mínum gleðiefnum Marta mín

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband