Við skulum róa sjóinn á....

Eins og þið vitið - allavega þið ykkar sem fylgist með - fór ég til læknis fyrir um það bil viku síðan. Hann kenndi mér að teygja á hendinni og öxlinni og sagði mér að hafa samband við sig eftir viku - tíu daga ef ég ekki yrði orðin góð, þá yrði hann að sprauta mig... ég er ekki frá því að ég hafi séð tilhlökkunarglampa  í augum....

Allavega þá hef ég teygt samviskusamlega svo vel á hægri hendinni að ég er ekki frá því að vinstri fóturinn sé orðinn ívíð lengri en sá hægri - enda sjáðu til, hentar það ágætlega sem future Frú House að ég stingi við - en hendin lagast hægt. Ég hef ákveðið að gefa henni viku í viðbót áður en ég meila á hann sprautu sos.

Fj.... fjarri mér  að ég láti það eftir honum baráttulaust að sprauta mig... ég væri hinsvegar til viðræðu um meira hnykk á bak ef hann endilega vill Tounge

Annars var ég að koma úr frábæru dömuboði í kvöld. Heiðdís vinkona mín fékk nefnilega alveg frábæra hugmynd í júlí sl. sem ég nenni nú ekkert sérstaklega að segja ykkur frá en hefur þær ánægjulegu afleiðingar að við hittumst þrjár saman einu sinni í mánuði og eigum ánægjulega kvöldstund yfir mat og drykk.  Ég get sagt ykkur það svona í trúnaði að þar kvikna ýmsar hugmyndir....

Ójá Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.9.2010 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband