Kona fer til læknis!

Ég náði í lækni í dag og fékk tíma hjá honum líka!!

Ég mætti - móð og rjóð enda alls ekki vön því að fá tíma strax þegar læknir hringir og komst inn strax. Læknirinn söng fyrir mig jólalög á leiðinni inn á stofuna til hans þar sem hann sagði mér að fara úr að ofan W00t

Ég fylltist strax grunsemdum - allir eins þessir strákar, sjáðu til - en hlýddi samt. Því næst sagði hann mér að leggjast á magann á bekkinn, ég hlýddi aftur enda læknirinn ekkert ómyndarlegur og haltur í þokkabót, dulítið eins og dr. House og ég þar á ofan orðin svolítið spennt W00t

Næsta sem ég vissi var að hann ýtti af öllum mætti  með báðum höndum á rifbeinin á mér svo brakaði og brast í. Ég gargaði á hann hreint ekkert dömulega en hann kippti sér ekkert upp við það og sagði mér, um leið og hann hnykkti aftur á mér, að þetta væri innifalið í verðinu W00t 

Hann spurði mig hvað ég ætti gömul börn og ég var viss um, á meðan ég reyndi að muna eftir börnunum mínum og hvort ég ætti einhver yfirhöfuð, að undirkjóllinn hefði gert útslagið og hann væri farinn að spá í hjónaband og kvöldskóla Happy

Skrambi góður læknir þótt ástæðan fyrir barnaspurningunni hafi verið allt önnur en ég taldi Sideways

Já og bæ þe vei - hafiði lesið bókina Kona fer til læknis? Ef ekki þá legg ég til að þið gerið það. Þrusugóð bók!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Söng hann bara jólalög og sagdi thér ad fara úr ad ofan ádur en hann vissi hvad var ad?............og thú bara gegndir!?¿ Hlýtur ad hafa verid fjallmyndarlegur...Í hvada klíku ert thú annars, thar sem thér tekst baedi ad ná í laekni og fá hjá honum tíma samdaegurs? 

Halldór Egill Guðnason, 2.9.2010 kl. 05:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá! spurningin er mundirðu fjölda barnanna?  og Batnaði þér í bakinu?  Var hann að hugsa um losta eða grindarlos hehehehe... Hrönn þú ert frábær.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.9.2010 kl. 11:26

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það hlýtur að vera spennandi að vera læknir þegar kona kemur móð og rjóð á undirkjólnum á stofuna. 

Anna Einarsdóttir, 2.9.2010 kl. 11:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah svo spennandi að hann söng jólalög alveg hástöfum

Það sem hann var að hugsa var hvort ég ætti barn ellegar barnabarn á aldrinum 3ja til fjögurra ára sem ég gæti látið ganga á bakinu á mér. Þar sem ég á hvorugt er ég að hugsa um að gefa mig fram á leikskólum - sem leiktæki

Já Halldór! Hann er svona næmur

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2010 kl. 13:58

5 identicon

Hrönn mín þú manst náttulega að hún Áslaug frænka þín er 4 ára og aldrei að vita nema að hún tæki að sér að labba á þér :D

Stína (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 21:13

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heyrðu.... hvernig væri það?

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2010 kl. 21:55

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....ég VISSI að hér myndu dúkka upp fjögurra ára gamlir sjálfboðaliðar í bunum ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2010 kl. 21:56

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er líka létt og gæti tiplað á tánum á þér.    Venjulega traðka ég ekki á fólki en það eru svo margir sem það gera, að ég velti fyrir mér hvort ég sé að missa af einhverju ?

Anna Einarsdóttir, 2.9.2010 kl. 23:34

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ekki á tánum Anna - bakinu

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2010 kl. 21:20

10 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég skal traðka á þér hvenær sem er

Margrét Birna Auðunsdóttir, 5.9.2010 kl. 15:51

11 identicon

Greinilega kona í klíku.Ég er ekki í læknaklíku hér í Bergen,3 vikna bið eftir að fá tíma.Svo kom á daginn að ég verð Stavanger þann dag sem ég átti tíma.Svo annað hvort batna ég af sjálfsdáðum eða versna  

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.9.2010 kl. 11:28

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekki kona í klíku Skralli. Kona í klípu ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2010 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband