Færsluflokkur: Bloggar

Borg hinna brostnu drauma

Ég fer í höfuðstaðinn í dag – já, já það telst til tíðinda, það er ekki á hverjum degi sem maður leggur í langferð yfir fjöll og firnindi.

 getGalImg14 

Ætla að láta langþráðan draum örverpisins rætast – sumsé að fara í Kringluna og Klámbúlluna eins og ég kýs að kalla Smáralindina Wink

laugardalur1

 

Á meðan hún kannar hillur verzlanamiðstöðva ætla ég að sitja á kaffihúsum, stúdera mannfólkið, lífið og tilveruna, leysa lífsgátuna og fletta blöðum eins og hefðardama.

 

Ætla samt ekki að koma seint heim því ég á von á doktor House... jibbý!!!!! Bíð spennt eftir því hvað hann segir mér í kvöld og horfir beint í augun á mér himinbláum augum.

 

Díj hann er svo spenntur fyrir mér - en hver er það sossum ekki?

Mjallhvit


Ættleiðingar.....

....hringdi í einn viðskiptavin minn í morgun, kom upp í samræðum okkar að hún og maður hennar hefðu verið að koma frá Ástralíu nýverið. Ég vissi að fyrir tveimur árum eða svo fóru þau til Nýja Sjálands. Datt í hug hvort þau langaði að ættleiða stálpaða stúlku Happy........... Af því að nú eru ættleiðingar í tízku – sagði henni að ég væri, að öllu jöfnu mjög þægileg í umgengni og lítið fyrir mér haft.

 

Hún lofaði að íhuga málið og spyrja manninn sinn.

astralia

 

Morgunleikur...

...fór í leikfimi í morgun. Þar var íþróttanemi í þjálfun - alltaf gaman að því Smile

Hún endaði tímann á "leik" sem fólst í því að við áttum að stilla okkur upp við annan bakkann, fá aðra samstæðu úr samstæðuspil, rjúka svo yfir að hinum bakkanum og finna hina samstæðuna, það lið vann sem stóð uppi með flestar samstæður að leik loknum.

Ég var í liði með tveimur blindum konum (ég er önnur af þeim) einni ósyndri og einni haltri, og ef þið ætlið að reyna að halda því fram að það skipti ekki máli í sundi þá hafið þið sko EKKI rétt fyrir ykkur Tounge Mitt lið var með 8 samstæður og í öðru sæti, liðið sem vann fékk níu samstæður - ég ætla að heimta endurtalningu! Ekki það að ég sé neitt tapsár en ég ætla sko að gera mál úr þessu í næsta tíma!!!!!!!!

Huh! níu samstæður - kunna ábyggilega ekki að telja......

Can_You_Handle_It_07

 


Jæks....

....klikkaður dagur í dag - og svo fór að rigna, væri alveg til í slagveðursrigninu núna, með roki og öllu saman, er í stuði til að horfa á regnið gráta niður rúðurnar og bílana ösla eftir aðalveginum Smile 

Ætti kannski að mæta til Gurríar í himnaríki með handklæðin mín - þá þarf ég að strauja þau...... get ekki látið mín handklæði sjást óstraujuð við hliðina á hennar.... Var ekki búið að lofa leiðindaveðri uppi á Skaga?

Hvað ætlarðu að hafa í matinn?

Tounge

 

 


Fuglasöngur

Vaknaði í morgun, sem betur fer, Grin og heyrði fuglana skríkja í trjánum fyrir utan gluggann minn, þetta varð til þess að ég hélt að vorið væri komið og hentist á fætur til að missa ekki af því.

violatri1b_small


Sunnudagar.......

.....eru uppáhaldsdagarnir mínir. Þá get ég gert allt sem mig lystir, því oftast reynir ég að vera búin að gera allt sem ég “á” að gera s.s. taka til, þvo þvotta o.s.frv.

Á sunnudögum sef ég frameftir, rölti oft út í bakarí eftir brauðmeti, les blaðið í rólegheitum yfir kaffibolla, fer svo í langa göngutúra með hundinn minn.

Í gær bakaði ég líka pönnukökur og brauð, eldaði súpergóðan kvöldmat og las bók aftur sem ég kláraði á föstudaginn, endirinn kom mér bara svo á óvart að ég varð að lesa hana aftur til að sjá hvort ég hefði skilið hana rétt.

Svo íhugaði ég hvaða litur væri uppáhaldsliturinn minn, ákvað að það væri, nr. 1 blátt, nr. 2 appelsínugult, nr. 3 bleikt og nr. fjögur gult.

Djöst lovlí Heart

ingolfur


Tíminn er eins og vatnið....

Þegar ég verð gömul og hef nægan tíma ætla ég að setja plöntubókina mína í bakpokann minn, hella heitu kakó í brúsa og smurja mér samloku með osti og hóa í hundspottið mitt, sem þykir alltaf vænt um mig, og rölta mér af stað.

Upp á hæðir og heiðar, yfir stokka og steina, rýna niður fyrir tærnar á mér og horfa á gróðurinn, finna fallega óskasteina, ösla yfir læki, tala við krumma og hlusta á kyrrðina. Finna sólina skína á mig eða regnið falla.

alchealp1b_small

Ég ætla líka að fá mér gróðurhús, þar sem ég get dútlað mér með allskyns plöntur, leikið mér með moldina, horft á lífið kvikna á vorin......

serralux_1

Gvööööööð ég hlakka svo til


Dúa dásamlega og fingurinn

Dúa dásamlega, sem stendur fyllilega undir nafni, benti mér á það um daginn að sýna fingurinn.

Þá rifjaðist upp fyrir mér saga sem mér var sögð, af upphafi þess að sýna puttann.

Endur fyrir löngu geysaði styrjöld í Burma. Þetta var löngu fyrir uppgötvun kjarnorkunnar og notast var við boga og örvar sem stríðstól.

Þá var langatöng mikilvægt vopn og þegar menn voru teknir til fanga, tíðkaðist að höggva af þeim þann fingur.

Þá, eins og nú, voru menn gefnir fyrir að ögra hver öðrum og þegar þeir komust í það mikið návígi að vel sjónfært var á milli tiðkaðist að sýna puttann sem sönnun fyrir því að viðkomandi hefði aldrei náðst.

Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri.

graenir_fingur

 


Skjár uno

Þegar ég sit í yndisleik mínum í stofunni, búin að kveikja á kertum og hella rauðvínsdreitli í glas og bíð eftir manninum í lífi mínu - þessum sem heimsækir mig einu sinni í viku, og ég greiði mig alltaf fyrir - sumsé Hús lækninum, truflar það mig talsvert í tilhlökkuninni að hlusta á manninn sem ryðst alltaf inn á milli atriða hjá okkur lækninum og segir m.a. :" hér BEINT á eftir auglýsingum........"

Ég er að huxa um að finna þennan mann eða allavega netfangið hans og kenna honum undirstöðuatriði íslenskrar tungu áður en ég missi mig í pirring.

Já ég geri það, dr. Hús ætlar að koma í kvöld InLove

 

hospital

 


Vinir

Þegar ég rölti um netheima, og les þær færslur sem hugnast mér, sé ég að allir eiga svo marga vini

Gæti alveg hugsað mér að setja nokkra í viðbót upp hjá mér sem bloggvini - en hvað ef þeir vilja ekki vera vinir mínir? Hvað geri ég þá? Bít á jaxlinn og græt í laumi? Læt sem ekkert hafi í skorist og held áfram að lesa bloggin þeirra? Eða rýk út í fússi?

 Er samt að spá í að prófa, maður veit aldrei fyrr en reynt hefur

Fyrir ykkur sem samþykkja mig, hneigi ég mig í auðmýkt en ulla bara á hina

Tounge

 Picture 088


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband