Borg hinna brostnu drauma

Ég fer í höfuðstaðinn í dag – já, já það telst til tíðinda, það er ekki á hverjum degi sem maður leggur í langferð yfir fjöll og firnindi.

 getGalImg14 

Ætla að láta langþráðan draum örverpisins rætast – sumsé að fara í Kringluna og Klámbúlluna eins og ég kýs að kalla Smáralindina Wink

laugardalur1

 

Á meðan hún kannar hillur verzlanamiðstöðva ætla ég að sitja á kaffihúsum, stúdera mannfólkið, lífið og tilveruna, leysa lífsgátuna og fletta blöðum eins og hefðardama.

 

Ætla samt ekki að koma seint heim því ég á von á doktor House... jibbý!!!!! Bíð spennt eftir því hvað hann segir mér í kvöld og horfir beint í augun á mér himinbláum augum.

 

Díj hann er svo spenntur fyrir mér - en hver er það sossum ekki?

Mjallhvit


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hús-læknir er að koma til mín addna! Farðu varlega í stórborginni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 14:27

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ú la la.... er hann með margar í takinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skaufalind er það víst kallað. Ég fæ mér stundum kaffi þarna í kaffihúsinu í vinstra eystanu. Segi það ekki upphátt hvar ég geng út.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.3.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...ég kann ekki skil á hægri og vinstri, þar er kannski komin skýringin á áhugaleysi mínu á pólitík?  Þýðir til dæmis ekki að segja mér að taka hægri beygju. Mamma er alltaf að reyna að segja mér að ég heilsi með hægri. En kaffi drekk ég í öllum eystum

 tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 14:52

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hehehehe hann kemur örugglega hingað líka sko !  Hann fer heldur ekki á aldursgreiningu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2007 kl. 16:33

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönnsl!! Villtu fara að and..... til að skrifa innlegg.  Áfram sho

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.