Bara fínt

Þegar lífið sparkar í mann, hvað gerir maður þá? Sparkar á móti? Lætur sem ekkert sé, bítur á jaxlinn og ber harm sinn í hljóði? Svarar svo að allt sé í lukkunnar velstandi þegar maður er spurður hinnar sígildu spurningar: “Hvernig hefurðu það? eða: “Hvað segirðu?” “Bara fínt”, svarar maður áður en maður veit af. Enda yrði kannski upplit á fólki ef það fengi allan pakkan sem svar við kurteisisspurningu.

 

Frontar eru margir og misjafnir. Stundum þarf að brosa og láta sem allt sé í lagi þótt innra sé svöðusár og grátur.

 

Hvernig hefur þú það?

kvidinn    gladur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þegar ég er spurð um hvernig ég hafi það (hin týpiska kurteisiskveðja án innihalds) finnst mér ég alltaf þurfa að svara hreinskilningslega.  Er þó hætt því. En af því þú spyrð mín kæra bloggvinkona, þá hef ég það nokkuð gott en gærdagurinn var leiðinlegur.

Hvernig hefur þú það darling? Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég hef það nokkuð gott í dag. Er búin að vinna helling en er samt ekki enn komin á fætur! Hef bara setið í stóra rúminu mínu og horft á haglélin hrynja á gluggann...það er kuldakast hérna hjá okkur núna.....og stússat í verkum í tövunni. Bara æðislegt að geta gert þetta stundum. Ég er líka bara nokkuð hress i sinni en gæti verið hressari. Segi það satt.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 18:00

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega, fólk á ekki að spyrja nema það sé tilbúið í hálftíma ræðuhöld.

Ætla að hunsa þessa spurningu í framtíðinni!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 08:49

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er málið maður segir bara allt gott, oftast.  í fyrsta lagi ef maður er ekki tilbúin að ræða frekar líðan sína, í öðru lagi ástæður þess eðlis að maður vill ekki ræða þær, eða að maður hefur hreinlega ekki tíma til að skilgreina hvað er að.   En svo er rosalega gott að eiga einhvern að, sem maður getur leitað til og rakið öll hjartansmálin og komið þeim þar með út úr heiminum.

En ég hef það fínt í dag, þakka þér fyrir. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.3.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér er illt í bakinu ... en að öðru leyti er allt æði!

Guðríður Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:58

6 identicon

Það er úr mér allur vindur. Var að byrja í skólanum aftur í dag og skildi ekki hálft og þarf að halda fyrirlestur og enginn vill vera með mér í hópavinnu af því að ég er útlendingur og kann ekki dönsku...

 púfff..

Hvað þetta var gott!!

Ég mæli alveg með því að romsa öllu út úr sér við blásaklausa spyrjendur. Mér líður mun betur núna. Leiðinlegt samt að þú þurfir að hafa áhyggjur mínar á bakinu  - en ég meina, þú spurðir ;)

Erla Björg (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 18:33

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku Erla Björg. Hentu feimninni. Þú getur VÍST talað dönsku. Hvað með það þó það komi nokkur vitlaus orð..... hvað með það þó einhverjir hlæji..... Byrjaðu bara og ég get lofað þér því að þá vilja allir vera með þér - þú ert svo fyndin, gáfuð, skemmtileg.......

Spark, spark og byrja svo!

PS og ef þeir vilja samt ekki hafa þig með - þá skal ég koma og tala "aðeins" við þá

Knús

PSS  Það er skyldukvittun hjá þér og Lindu - algjört möst!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband