Systkyni....

...eru dásamlegt fyrirbæri. Ég man eitt sinn þegar ég var á að giska lítil Smile að ég opnaði kleinuskápinn í eldhúsi æsku minnar, settist á gólfið og söng úr bókinni “segðu það börnum.....” ef einhver man eftir henni, þá gekk elsta systir mín hjá, á leið sinni út að skvísast, enda þónokkuð eldri en ég Wink og hreytti út úr sér: “ef þú ætlar að þykjast að kunna lesa reyndu þá að snúa bókinni rétt!!” Ég borgaði hins vegar fyrir mig nokkrum árum seinna og henti litla bróður mínum út á guð og gaddinn, helst á sokkaleistunum, í hvert sinn sem hann fór í taugarnar á mér.

 

Einn daginn gerði eldri bróðir minn mig svo reiða að ég náði mér í beittasta hnífinn sem ég fann og elti hann, hann náði, sem betur fer, að læsa sig inni í herbergi annars er ekki gott að vita hvernig hefði farið. Eftir þetta atvik voru allir beittir hnífar settir á efstu hilluna í eldhússkápnum þannig að mjög einbeittan brotavilja þurfti ef ætlunin var að nota þá til annars en eldhússtarfa Frown

 

Deildi herbergi, sem og flestu öðru, með hinni systur minni, man ekki eftir að skugga hafi borið á það fyrirkomulag. Við lágum flest kvöld og lásum bækur, settum ryksuguna í gang þegar mömmu fannst vera orðið of rykugt inni hjá okkur og héldum svo áfram að lesa.......

relaxed-mom-par-main-245300_community


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins gott að þú hafir róast hehehe....  En það er gaman að rifja upp svona minningar.  Að vísu þá ólst ég upp hjá afa og ömmu, en í sama húsi og hin systkini mín, svo að samgangur var mikill.  ég hafði þó þann forgang, að ef maturinn var betri hjá mömmu fór ég þangað.  Ég gat valið á milli sem sagt.  Var elst og sennilega frekust svona framan af allavega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2007 kl. 14:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Huggulegar minningar eru til að orna sér við.  Þú hefur verið stórhættulegt barn Hrönnsla hehe.  Safnarðu hnífum

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 16:09

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Þetta er svona therapiubloggediblogg.....

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 16:36

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Heheheh...Já svona systraslagir geta orðið ágætlega brjál...Láttu mig þekkja það. Eins og við gátum rifist við systurnar þegar við vorum litlar og unglingar...en núna þykir mér vænst um mína af öllum

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 17:53

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Systir mín þessi frenja er bara helgimynd miðað við þig. Hnífabardagi...hjúkk.  Henda bróður sínum á sokkaleystunum út á gaddinn.   Gott að ég var ekki litli bróðir þinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 22.3.2007 kl. 04:38

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

......ó mæ dog! Nú haldið þið að ég sé brjálæðingur. Var í rauninni afar þægilegt barn, dvaldi löngum í eigin heimi, söng og stráði sólargeislum á veg samferðarmanna minna.

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 08:34

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....og geri enn

flissssssssss

Hrönn Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband