Tíminn er eins og vatnið....

Þegar ég verð gömul og hef nægan tíma ætla ég að setja plöntubókina mína í bakpokann minn, hella heitu kakó í brúsa og smurja mér samloku með osti og hóa í hundspottið mitt, sem þykir alltaf vænt um mig, og rölta mér af stað.

Upp á hæðir og heiðar, yfir stokka og steina, rýna niður fyrir tærnar á mér og horfa á gróðurinn, finna fallega óskasteina, ösla yfir læki, tala við krumma og hlusta á kyrrðina. Finna sólina skína á mig eða regnið falla.

alchealp1b_small

Ég ætla líka að fá mér gróðurhús, þar sem ég get dútlað mér með allskyns plöntur, leikið mér með moldina, horft á lífið kvikna á vorin......

serralux_1

Gvööööööð ég hlakka svo til


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þegar þú verður gömul??? Auðvitað gerir þú allt þetta dásamelga núna. Maður á ekki að geyma svona gott til seinni tíma. Hvað ef þú verður komin í göngugrind og kemst ekki nema rétt á klósettið kona? Tíminn til að lifa dásemd lífsins er NÚNA!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 just an expression. Geri þetta líka núna, finnst bara ekki nægur tími í að gera allt sem ÉG vil gera

knús

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2007 kl. 15:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Hrönn núna.  No time like the present.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 23:07

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Einmitt maður á að gera það núna en ekki á morgun. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 16:51

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Allir rólegir!! Ég hefði alveg eins getað sagt þegar ég verð stór!!!!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2007 kl. 18:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kemur sér vel að eiga Ásthildi að, þegar þú hróflar upp gróðurhúsin þínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.3.2007 kl. 15:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....Segðu Jón Steinar, þar er mikill vizkubrunnur

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband