Sunnudagar.......

.....eru uppáhaldsdagarnir mínir. Þá get ég gert allt sem mig lystir, því oftast reynir ég að vera búin að gera allt sem ég “á” að gera s.s. taka til, þvo þvotta o.s.frv.

Á sunnudögum sef ég frameftir, rölti oft út í bakarí eftir brauðmeti, les blaðið í rólegheitum yfir kaffibolla, fer svo í langa göngutúra með hundinn minn.

Í gær bakaði ég líka pönnukökur og brauð, eldaði súpergóðan kvöldmat og las bók aftur sem ég kláraði á föstudaginn, endirinn kom mér bara svo á óvart að ég varð að lesa hana aftur til að sjá hvort ég hefði skilið hana rétt.

Svo íhugaði ég hvaða litur væri uppáhaldsliturinn minn, ákvað að það væri, nr. 1 blátt, nr. 2 appelsínugult, nr. 3 bleikt og nr. fjögur gult.

Djöst lovlí Heart

ingolfur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vá, hvað þetta hefur verið yndislegur sunnudagur!!!!!!!!!!!!!!!!! Hvaða bók var þetta sem kom þér svona á óvart?

Guðríður Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún heitir Á ég að gæta systur minnar, mæli með henni. Vakna upp ýmsar siðferðilegar spurningar

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

legg mikið upp úr góðri þjónustu

Hrönn Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 09:41

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

M'ínir uppáhaldslitir eru svart, svart og svart.  Huggulegur sunnudagur hjá þér stelpa

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 09:55

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm yndislegt ég þurfti að rjúka á fund  um 10 leytið, og svo annan kl. 2, þannig að dagurinn hjá mér rann sitt skeið sem fundarfær.  Sonur minn bauð sér svo í mat um kvöldið.  Og það var voða yndælt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.3.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband