Skjár uno

Þegar ég sit í yndisleik mínum í stofunni, búin að kveikja á kertum og hella rauðvínsdreitli í glas og bíð eftir manninum í lífi mínu - þessum sem heimsækir mig einu sinni í viku, og ég greiði mig alltaf fyrir - sumsé Hús lækninum, truflar það mig talsvert í tilhlökkuninni að hlusta á manninn sem ryðst alltaf inn á milli atriða hjá okkur lækninum og segir m.a. :" hér BEINT á eftir auglýsingum........"

Ég er að huxa um að finna þennan mann eða allavega netfangið hans og kenna honum undirstöðuatriði íslenskrar tungu áður en ég missi mig í pirring.

Já ég geri það, dr. Hús ætlar að koma í kvöld InLove

 

hospital

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn veistu hvað ég las út úr "þessum sem ég greiði mig alltaf fyrir"? "hann sem greiðir mér alltaf fyrir" og ég hugsaði: Ég hélt að hún Hrönnsla væri að vinna hjá einverju stórfyrirtæki.  Vúbbs Ég skell í gólf

Öruggast að vera í svona sjónvarps-samböndum, karlarnir eru svo ógeðispottþéttir bak við plasmann.  Og róleg á rauðvínsdrykkjunni kona

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 15:33

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheheh það væri nú ekki verra ef hann greiddi mér fyrir

Já það er sko langöruggast - svo fara þeir bara þegar maður er búin að fá sitt

djók

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2007 kl. 15:44

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

mótorhjólið ójá og með statív fyrir stafinn - obboslega flottur

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.