Dagur daganna...

Ég hélt mig væri að dreyma þegar ég heyrði að drepið var á dyr hjá mér í morgun. Fyrir utan stóðu gamlir sjarmörar frá eldri systur minni í röðum. Það fyrsta sem ég hugsaði var, vitaskuld, að þeir læsu bloggið mitt, væru búnir að yfirgefa sínar ektakvinnur og mættir með hringana. Í dag var nefnilega planaður stóri dagurinn með stóru essi og allt..... Ég sá á mbl.is að Íslendingar eru ekki ginkeyptir fyrir að gifta sig á þessum degi - líklega vegna þess að hann ber upp á miðvikudag. Ég hef hinsvegar sjaldan fylgt fjöldanum - keyri ekki einu sinni Toyota - og er þess vegna slétt sama þótt ég gifti mig á fimmtudegi 101010 Cool

Þessa ræðu, ásamt annarri til vara, hafði ég tilbúna í handraðanum þegar ég hraðaði mér - ómáluð og ógreidd til dyra enda undirlögð af svínaflensu.......

...ég ætla hinsvegar að vera orðin góð á morgun því þá er næsta kóræfing og ég get ekki verið þekkt fyrir að mæta ekki - enda engin ástæða til að leyfa ekki fleirum að njóta þessa afbrigðis flensu á haustdögum. Þeir verða kannski ekki svo glaðir núna en koma til með að hugsa til mín með þakklæti þegar svínaflensan blossar upp að hætti spænsku veikinnar - rétt fyrir jól og kirkjugarðarnir fyllast af ómissandi fólki Tounge

Mömmusinnardúlludúskur er á leið út á sjó! Ég samþykkti það með því skilyrði að hann sendi mér mynd á hverju kvöldi af sér íklæddan björgunarvesti og björgunarhring að koma sér í svefn í björgunarbátnum! Hann benti mér að einu vandkvæðin sem því gætu fylgt væru þau að það væri ekki alltaf gemsasamband úti á sjó W00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Hahaha Hann er að reyna að sleppa frá þér...það er yfirleitt NMT samband og síðan getur þú náttúrulega dobblað einhvern gervihnöttinn hér fyrir ofan að Zúmma inn á staðsetningu hans og taka mynd þar sem hann heklar appelsínugular veifur áður en hann sofnar í björgunarbátnum...

Garún, 9.9.2009 kl. 12:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe mér datt það einmitt í hug Garún.....

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 12:48

3 Smámynd: Brattur

Þeir sem eru ginkeyptir eru það ekki þeir sem gera allan fjandann fyrir Gin & Tonic ?

Brattur, 9.9.2009 kl. 22:01

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...jú ;) allavega gin.........

Hrönn Sigurðardóttir, 9.9.2009 kl. 22:06

5 Smámynd: Vilma Kristín

Ok... er þá taka tvö á brúðkaup þann 10.10.10? Og mér boðið?

Vilma Kristín , 9.9.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Ragnheiður

jimundur, ég hefði bundið nærbuxnateygjuna á dúlludúski við bryggjupollann til öryggis.

Mér líst vel á þetta tilvonandi brúðkaup.

Ragnheiður , 9.9.2009 kl. 23:34

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kóræfíngum mæðra fylgja heimaæfíngar.

Þekki þetta, mamma mín var zwona líka.

Zkil dúzkinn, það er fátt neyðarlegra & anddrepandi fyrir zálarrækznið en að hluzta á háaldraða móðurómynd zína á gólinu gargandi lækkað 'Ez' í einhverjum löngu útrunnum blámannabelgíngbeljanda.

Ég flúði líka land.

Steingrímur Helgason, 9.9.2009 kl. 23:59

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ía Jóhannsdóttir, 10.9.2009 kl. 07:43

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahha Steingrímur! Ég þarf að kynna ykkur hvor fyrir öðrum.....

Já Ragga... verst hvað það hefði orðið vont ef hún slitnaði ;)

Vitaskuld Vilma! 

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 07:51

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyrðu mín kæra, hvað með þessa sjarmöra frá systu?  Þú kláraðir ekki dæmið og skildir okkur eftir með þá standandi á dyrastafnum hjá þér, og HVAÐ?!!!!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2009 kl. 09:32

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit Cesil... það var með ráðum gert. Bara svona að tékka hverju fólk tekur eftir ;) Þú færð 10+

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 10:57

12 identicon

Voru fyrrverandi sjarmörum eldti systur þinnar með hringana ?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:38

13 Smámynd: www.zordis.com

Gazalega hefur systa verið vinsæl á sínum sokkabandsárum og er sennilega enn ..... Þú gætir t.d. tekið 10 menn því þú hefur 10 fingur (síðast þegar ég vissi) og gerzt Mormónakjéddling ... Mega þær ekki örugglega stunda fjölkvæni.

Frétti af lykla afhendingu og geri mér von að reyna að heimsækja múttu fljótlega .... Annnnnnars er lífið eins ljúft og miðaldra konusöngur og mun ég gaula með þér í andanum.

KNús á þig konurass!

www.zordis.com, 10.9.2009 kl. 14:26

14 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Var að lesa statusinn þinn og sé að þú varst alin upp á Selfossi.  Ég óx og dafnaði og ekki upp alin sitt hvoru megin við þig.  Ég var mikið á sveitaböllunum, en þú? 

Kannski voru sjarmörarnir sem þú nefnir gamlir kærastar frá mér.

Var það af tilltssemi við mig eða einhverja aðra að þú lést vera að hafa sögulok?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.9.2009 kl. 14:35

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Birna Dís...

Zordis! Góð hugmynd - gerast bara mormóni og blame it on the sunshine ;) Ef þig vantar númerið hjá mömmsu þá get ég meilað það á þig. Ekki viljum við að allir á blogginu fari að hringja í hana ;)

Ingibjörg! Það var af tillitssemi Hvar varstu alin upp og hvaða árgerð ertu? Segðu mér allt og ég skal upplýsa þig um hvort þeir voru second hand frá þér líka.....  Ég var alin upp á sveitaböllum  

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 17:50

16 Smámynd: www.zordis.com

Borgar sig ekki að birta það á blogginu því þá fara allir sjarmarnir að hringja heheehhe

Sendu mér númerið hennar á meilinu ..... KNúzzzz

www.zordis.com, 10.9.2009 kl. 18:41

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

villdú

Hrönn Sigurðardóttir, 10.9.2009 kl. 18:59

18 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Sæl Hrönn.  Spurningin hvort ég yfir höfuð var alin upp.  Amma og afi bjuggu á Hvolsvelli og voru dugleg að hvíla foreldra mína sem bjuggu í Reykjavík.

Hvollinn Aratunga, Gunnarshólmi, Heimaland, Aratunga, Hella og Laugaland. en vinsælastti staðurinn var Njálsbúð.

Árgerðin er fyrri hluti síðustu aldar, nær miðri öldinni.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.9.2009 kl. 08:26

19 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Alltaf gott að fá 10plús.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:50

20 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já svo er það alltaf góð spurning.....

Hvollinn, Aratunga, Félagslundur og Árnes voru meira mínir staðir - þú hefur verið þetta austar en ég :) 

Hugsanlega höfum við þó rekist hvor á aðra.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 08:50

21 identicon

Tékkaðu á því hvað tíundi þýðir á kínversku áður en þú ákveður að gifta þig 10.10.10, það skiptir miklu máli.

systir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:18

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

o-ó... ætlarðu að segja mér að 101010 detti sjálfkrafa út vegna hjátrúar kínverja?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.