Brjálað að gera í sveitinni!

Nei! Ert þú hér? Spurði Bjarni Harðar þegar hann kom upp stigann á nýja vinnustaðnum mínum og ljómaði eins og sól í heiði um leið og hann kyssti mig á kinn. Hann er svo mikið krútt hann Bjarni. Ég flissaði eins og skólastelpa á óræðum aldri þegar hann hélt áfram og sagði að það væri ekki amalegt að eiga kærustu í hverju herbergi í þessu húsi....... enda stórt hús Tounge

Ég var á fyrstu kóræfingu vetrarins í gærkvöldi - frábært að standa í tvo tíma og syngja. Ég uppgötvaði að ég hef virkilega saknað þess - jafnvel þótt dóttir mín hafi strítt mér miskunnarlaust alla leið heim á því að kórstjórinn sagði við mig eftir æfingu að það gæti verið mjög erfitt fyrir aldraða að ná tökum á söngnum í byrjun....... Kemur sér að það er ekki langt á milli staða í sveitinni!

Ég ætla sossum ekkert að þylja upp allt sem henni datt í hug en ég man hún nefndi að það væri svo gott að ég væri í kór - það væri svo mikilvægt fyrir félagslíf aldraðra að hafa þó þetta.

Ég fór líka á opnun sýningar hjá Zordisi í Þorlákshöfn city í gær. Bauð mömmu með mér - sem var mjög hentugt því hún hefur umráð yfir bíl Happy Mamma fann felumynd í einni myndinn hjá Zordisi og nú þurfa allir að fara í Hárnýjung Þorlákscity fá sér klippingu og athuga hvort þeir finni myndina í myndinni. 

Svo eru réttir framundan! Ég stefni á að fara í amk einar. Alltaf gaman að heyra litlu lömbin jarma sáran og sjá þau stökkva í angist um allan almenning í leit að móður sinni - allsendis ómeðvituð um það að þau koma til með að enda sem léttir réttir í nánustu framtíð.........krydduð með salti og pipar hjá sauðsvörtum almúganum.

Svona er lífið á Suðurlandi......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Unglamb á kóræfingu og lambakjöt á grillið.

Íslenskt er´ða.   

Anna Einarsdóttir, 4.9.2009 kl. 13:04

2 Smámynd: Dúa

Hurrðu aldraða kórstelpan mín......er Zordís með flísar á sér núna á landinu?

Dúa, 4.9.2009 kl. 13:15

3 identicon

Þér er hér með boðið í réttir haustið 2009. Verða 12 og 13. sept. Tvennar þann 12. og einar þann 13. Mikið fjör mikil læti. Og túlega lamb á grillinu líka!!!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 17:39

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Íslenskt já takk!

Já Dúa! Zordis er með flísar á landinu - fer á sunnudag. En flísarnar eru til sölu í Þorlákshöfn city.... 

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 17:56

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hey Sigrún! Hljómar vel! Aldraða kórstúlkan getur kannski tekið lagið í Skagfirskri sveiflu?

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 17:57

6 identicon

Heyrðu ekki spurning!!!

Annars er Geiri sveiflukóngur ekki með ball þessa helgina heldur næstu á eftir, þá eru ríðingamannaréttir!!

Þú gætir svo kannski "sjékkað" á útvarpinu í leiðinni!!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:41

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheh hugsanlega gæti ég það...... En þú veist það náttúrulega Sigrún að ég þarf ekki á Geira að halda til að halda uppi sveiflu....

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 19:45

8 identicon

Veit!! Þú ert svo "sveifluð"!!! Og góð kórkona!! Þarft enga óþarf aðstoð!

Sigrún frænka (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 19:54

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Svo er ég líka í uppsveiflu núna ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 20:51

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég kvíði því svo...að komast á kóraldurinn.  Er svo hrædd um að verða hafnað

Sigrún Jónsdóttir, 4.9.2009 kl. 23:51

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skil þig Sigrún! Ég hugsaði mig um í tvö ár....

....á meðan beið tíminn ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 4.9.2009 kl. 23:53

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ég finn svo til með litlu lömbunum og öldruðum auðvitað líka.

Ía Jóhannsdóttir, 5.9.2009 kl. 07:41

13 Smámynd: Vilma Kristín

Hljómar eins og lífið sé spennandi á Suðurlandi

Vilma Kristín , 5.9.2009 kl. 09:36

14 Smámynd: Ragnheiður

æj litlu sætu kótiletturnar ..

Ragnheiður , 5.9.2009 kl. 16:30

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég hef aldrei skilið hvernig nokkur getur hugsað sér að gerast bóndi...ala önn fyrir litlu lömbunum, gefa þeim nöfn, gefa þeim að borða   - og slátra þeim svo

Marta B Helgadóttir, 6.9.2009 kl. 16:01

16 Smámynd: Garún

hahaha ég er heiðurfélagi Léttsveit Reykjavíkur og er mikill kóraaðdáandi, fór t.d síðast þegar þær sungu sjómannalög í Háskólabíó og skemmti mér konunglega.  Hvítir mávar, brenni þið vitar, í Rökkuró, og ýmisslegt annað.  Æði æði.  Láttu mig vita þegar þið syngið.  Annars var ég að frétta að Léttsveitin er bráðum með tónleika í Grindavík og það er nú ekki langt frá Þorlákshöfn city ef maður á jeppabíl eins og mamma manns!!

Garún, 6.9.2009 kl. 20:46

17 Smámynd: www.zordis.com

Yndislegt að komast í heiðurskvennahóp og kyrja ... Yndislegt að hitta þig og knúsa þig. Við vorum að skríða frá ömmu um hálf fjögur í gær og dóttlan sá þig á tröppunum í svörtum freyjubúningi, mjög aðlaðandi klæðnaður fyrir konu á okkar aldri.

Er komin hjem igen, verulega toguð og trött eftir seinkun og þrengsli í fluginu. Ekki nóg með það að rúmmsentimeterinn hafi minnkað pr.sæti. heldur er það dobbelt præs á þessum loftköstum.

Lovjú girl!

www.zordis.com, 6.9.2009 kl. 20:57

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Stundum geturðu alveg drepið mann Hrönn

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.9.2009 kl. 09:13

19 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Já, það eru bara þeir hörðustu sem lifa þig af. 

Anna Einarsdóttir, 7.9.2009 kl. 09:31

20 identicon

Ég er komin í kór.Ég fæ 3 lömb í haust.Þau verða þögnuð er þau koma til mín.Bið að heilsa einari í réttunum

Kaffi Amen er að verða svo vinsælt.Láttu mig vita þegar þú kemur og syngur kannski á okkur í kaffihúsinu.Allir (flestir) fá að syngja eða raula með lifandi tónlistinni á Kaffi Amen.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 16:42

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Knús á þig englaskott.

Heiða Þórðar, 7.9.2009 kl. 22:24

22 Smámynd: www.zordis.com

Hvernig líður þér krúttið mitt? Hopefully well og þú sért svona læf og kikking svo þú getir farið og sungið á Kaffi Amen. Ótrúlega snilldarlegt nafn !!!!

Setti inn nokkrar myndir á mína síðu en þú ert sennilega búin að sjá þær .... en segðu mér nú frá leynimyndinni góðu ?????

www.zordis.com, 8.9.2009 kl. 09:14

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er að kafna úr svínapest - en stefni á að syngja á kaffi Amen... bara ekki í dag.

Leynimyndin já..... varstu ekki búin að finna hana?

Hrönn Sigurðardóttir, 8.9.2009 kl. 16:13

24 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Æj, elskan. 

Láttu þér batna.  Kjörorðið er BURT MEÐ BEIKONIÐ.

Anna Einarsdóttir, 8.9.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband