Það má kallast þjóðlegasti siður....

Ég brunaði langt út í sveit í dag. Ég ætlaði að ná mér í kartöfluútsæði. Niðri í kjallara er ég búin að sá spínati, gulrótum, brokkoli og blómkáli. Ég talaði nefnilega við vinnuveitendur mína um daginn, já ég veit.... það er bara óþarfi að vera að tala við þá alla daga Tounge og spurði hvort ég mætti stela spýtum af þeim til að smíða mér vermireit. Það var auðsótt mál. Þeir sögðust eiga nóg af timbri.... Í haust verð ég orðin há og grönn grænmetisæta.... en aftur að útsæðinu. Ég var semsagt komin þar í sögunni að ég var stödd langt úti í sveit, hvar mér hafði verið sagt að ég gæti nálgast hið margumtalaða útsæði. Ég var svo stálheppin að Mömmusinnardúlludúskur var með í för því ég er bara rétt nýbúin að klára bók eftir Stephen King og yfirfall á ímyndunaraflinu. Ég sá fyrir mér að undarlegur karakter kæmi til dyra. Martröð hverrar einstæðrar móður. Illa girtur, fölur náungi með byssuna falda á bak við hurð og kjallarann fullan af konum sem höfðu viljað vildu kaupa af honum útsæði.... og sagði við Mömmusinnardúlludúsk að ef ég ætti ekki afturkvæmt út úr þessu húsi þá ætti hann, algjörlega burtséð frá því hvort hann væri með bílpróf eða ekki, að bruna til baka upp á lögreglustöð og tilsegja manninn í sveitinni!!

Dúskurinn hélt nú ekki. Það kæmi sko ekki til greina að hann færi að bruna á lögreglustöðina. Um leið og ég fylltist stolti yfir mínu löghlýðna eintaki af dúski gerðist ég svolítið þung á brún og fannst hann ekki bera nægilega umhyggju fyrir móður sinni svo ég spurði, dulítið svona hvatskeytilega, og höfðaði til þess eina sem ég veit að hann getur ekki staðist "....og hvað ætlarðu þá að gera? Bara vera svangur.....?"  

...en nei. Þá ætlaði hann að bruna til baka, sækja vini sína og koma og bjarga mér úr klóm illmennisins! Ég er ekki enn búin að ákveða hvort ég á að vera ánægð eður ei....

Ég hef heldur ekki fengið neitt útsæði og er sannfærð um að maðurinn í sveitinni heyrði til mín og kom þess vegna ekki til dyra heldur bíður þess að ég komi einsömul á morgun......

Arríverderci!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilma Kristín

Æ, hvað þú ert heppin með dúsk! Að bjarga mömmu er mjög mikilvægt verkefni...

Vilma Kristín , 29.4.2009 kl. 22:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... þegar þú segir það þannig.....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mother's little helper...

Má ekki bara stinga niður einni & einni frozinni franzkri úr poka ?

Steingrímur Helgason, 29.4.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Voru það ekki litlar gular pillur? Jú það hlýtur að mega stinga niður frosinni franskri og taka upp í París í haust........

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2009 kl. 22:43

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þér leiðist aldrei. 

Það er mikill hæfileiki að vera aðalpersónan í hörkuspennandi sakamálamynd - þegar þú ert bara stödd í íslenskri sveit að kaupa útsæði. 

Kjánaprik....... en ógurlega skemmtileg. 

Anna Einarsdóttir, 29.4.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Dugleg ertu. Ég brunaði austur á Selfoss í dag. Bara rokrassgat. :)

Marinó Már Marinósson, 29.4.2009 kl. 23:07

7 Smámynd: Einar Indriðason

Og... Og... Hvað svo?  Hvenær kemur framhaldið?  Hvað gerðist?  Tók hann á móti ykkur, vopnaður skiptilykli í rassvasanum, og skóflu við hendina?  Náðuð þið að flýja?  Náði hann þér, en dúskur (er það nú orð... dúskurinn verður sett inn sem sérnafn fyrir mannanafnanefnd fljótlega) .... bjargaði þér?  Hvernig gekk bílaeltingarleikurinn?  Gerðist þetta í dimmu húsi, eða vel upplýstu?  Blikkaði rafmagnið?  Var fjársjóður, gull og demantar í kjallaranum?  En upp á háalofti?  Var einhver geislavirkni finnanleg á svæðinu?  Var hann kominn með herðarkistil?  Var þetta stjórnmálamaður að leita að atkvæðum?  Var hægt að skilja hvað hann rummdi?  Urraði hann eða hvæsti?  Eða var hann þögull?  Voru augun í honum rauð?  Og glóandi?  Virkaði silfur á hann?  En hvítlaukur?  En hvítlauksostur í hvítvíni?  Þolir hann sólskin?  Þurftuð þið að stjaksetja hann?  Verslar hann í Bónus?  Þurftirðu að þræla lengi í námunni hans?  Ertu komin undan rúminu?  Veit hann hvar þú býrð?  Eru fleiri spurningar sem þarf að spyrja?  Reykir hann pípu?  En tyggur munntóbak?  En tekur í nefið? 

Einar Indriðason, 30.4.2009 kl. 01:09

8 Smámynd: www.zordis.com

Dásamleg saga, gæti endað með brúðkaupi! Íllmennið var á endan ofurrómantískur í stíl Barböru Cartland, sökker fyrir eldabuskum með ljósa liði. Dúskurinn færi hjá sér ef ég héldi áfram!!!

knús í nóttina!

www.zordis.com, 30.4.2009 kl. 02:53

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú drepur mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2009 kl. 09:20

10 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Kannski var þetta þessi þarna þú veist, þarna æi þú manst... 09.09.´09!!!? Þú verður að fara strax til baka og skilja dúskinn eftir heima. Það gengur ekki að tvímenna á fyrsta stefnumótið! Þetta hlýtur eiginlega að vera. Ég meina, svo verður boðið upp á franskar í veislunni. Getur ekki klikkað.

Halldór Egill Guðnason, 30.4.2009 kl. 11:02

11 identicon

 hoj og slank í haust nagandi gulrót með Dúsk

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:20

12 Smámynd: Dísa Dóra

hahahahaha þú ert yndislegt og ég verð nú að segja að ekki er leiðinlegra að lesa athugasemdirnar hahahaha.

Já þú verður endilega að segja okkur hvort maðurinn í sveitinni reyndist morðingi eða 090909 maðurinn

Dísa Dóra, 1.5.2009 kl. 15:10

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ég er næstum því viss um að þetta er Hann..... jú nó.....snúðu við á punktinum og legðu til atlögu...

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.5.2009 kl. 17:02

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Njet! Þetta var ekki Hann!! En útsæði átti hann og seldi mér fyrir klink ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.