Hvar varst þú...

....kl. 15:45 þann 29 maí sl.? Er yfirskrift pistils í Héraðsblöðunum í minni sveit. Þar sem Byggðasafn Árnesinga biðlar til fólks um að skila inn reynslusögum um upplifun sína í Suðurlandsskjálftanum!

Ég er að velta því fyrir mér hvort ég eigi ekki að grínast aðeins í sagnfræðingum framtíðarinnar og skila inn eins og einni sögu eða tveimur sem eru alls ekki byggðar á persónulegri upplifun minni af skjálftanum heldur helber skáldskapur út og í gegn? Gæti til dæmis skrifað rómantíker sem á upphaf sitt í skjálftanum og endar illa - svona sem smá frávik við ástarsögur nútímans...... sem fylla allar ungar stúlkur ranghugmyndum um lífið og tilveruna. Svo vakna þær til lífsins bitrar og beiskar um fertugt og skilja ekkert í því hvert líf þeirra fór..... Ganga jafnvel í kvennahreyfingu og kaupa Vikuna til að reyna að finna út hvað eiginlega varð um hamingjuna sem þeim var lofað W00t

Nei!! Þetta er ekki dæmisaga úr mínu lífi! Ég vaknaði miklu fyrr og er löngu komin yfir það Tounge

Ég hef líka velt því fyrir hvað fornleifafræðingar framtíðarinnar haldi þegar þeir grafa sig - einhvern tíma í fjarlægri framtíð - niður á beinagrindur nútímans með þráðlausan fjarskiptabúnað á eyranu W00t Það er enginn maður með mönnum nema hann strunsi um götur bæjarins í kvöldgöngu með þennan búnað á höfði, spjallandi hástöfum við mér alls ósýnilega vini og kunningja. Enda stend ég mig oft að því að svara þessu sama fólki fullum hálsi, er jafnvel komin í hávaðasamræður þegar ég uppgötva að yfirleitt - og oftast nær - var ekki verið að tala við mig......Wink Sem breytir að sjálfsögðu ekki því að ég hef afgerandi rétta skoðun á því sem um er rætt - enda stútfull af skoðunum! Það má ég eiga að ég læt ekki taka mig í landhelgi skoðanalausa Tounge Ég er allavega ákveðin í því að láta grafa mig - ekki með hundinum mínum - heldur þráðlausa búnaðinn minn! Kemur líka svo handý inn ef og þegar ég þarf að hafa áríðandi afskipti af ættingjum framtíðarinnar!

Hvað ætli skrefið kosti? Og það sem skiptir kannski meira máli - allavega fyrir mitt bókhaldshjarta - hver borgar?

Friður sé með yður Tounge

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... og hvernig verður svo grafskriftin; hún átti svo margt eftir ósagt...

Brattur, 2.10.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! ;) Eða.... hún var á leiðinni hingað hvort eð var.....

Hrönn Sigurðardóttir, 2.10.2008 kl. 22:01

3 Smámynd: Vilma Kristín

Hehe, lýst vel á söguna. Ég er sko líka löngu vöknuð og vonandi komin yfir þetta og ekki orðin fertug... en þetta er svo dæmigert!

Hmm, ég var ekki farin að spá í hvað ég ætlaði að láta grafa með mér.. en ég er löngu búin að ákveða að ég vil bleika kistu, enda er ég prinsessa. Og ef ég get ekki fengið bleika kistu þá hvíta með bleikum blómum. Eitthvað svona gleðilegt til að fagna lífinu mínu :)

Vilma Kristín , 2.10.2008 kl. 23:01

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þeir segja að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af reikningum þarna hinu megin.

Þú bregst ekki Hrönn, alltaf jafn gaman að kíkja hér við

Sigrún Jónsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:46

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahah.... líst vel á hugmyndina.... taka eina "Snjólaugu Braga" á þetta bara.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.10.2008 kl. 23:49

6 identicon

 hvíl í friði með handfrjálsann

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 23:54

7 Smámynd: Ólöf Anna

líka rosa gott að vera með handfrjálsan búnað og síma ef maður væri óvart grafin lifandi

Ólöf Anna , 3.10.2008 kl. 00:00

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég veit hvar ég var.

Ég treysti því að þú komir með þína eigin ástarbrallarsögu úr iðrum jarðar.....  

ég vil helst fá að heyra þig spinna hana núna.......

Ætli þessi háþróuðu kjaftatæki......já ég segi nú bara eins og þú ég hef lennt í hrókasamræðum við mann .....sem var í því að gefa mér bendingar og snú sér frá mér......að lokum sagði hann ." hey Helgi Solla er með munnræpu hérna" og ég þessi græna .."HAA hvar er Helgi......?

Solla Guðjóns, 3.10.2008 kl. 01:33

9 Smámynd: www.zordis.com

við verðum komin með samskipta "chip" í heilann og þurfum ekki á þessum skrítnu tækjum að halda.  Þjóðar brotin verða skrítnari og furðulegri eftir því sem líður.

Smelltu í eina úrvalssögu og ekki spara innihaldið!  Hlakka til að lesa þig kona.

www.zordis.com, 3.10.2008 kl. 07:32

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Samskipta chip!! Já auðvitað..... Þá get ég líklega hent listanum sem ég var að útbúa um hvað ég þyrfti að taka með yfir

Hrönn Sigurðardóttir, 3.10.2008 kl. 11:08

11 Smámynd: Dísa Dóra

Ætli sé nokkur hætta á að maður gleymi hvar maður var - tja mætti þá allavega skrá mig heilabilaða ef það gerðist

Hmmmm hef nú barasta aldrei spáð í hvað ég vilji hafa með mér í kistuna - enda held ég að ég verði nú að hugsa ehv annað á þeim tímamótum

Dísa Dóra, 3.10.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.