Hugleiðingar um afleiðingar ;)

Ég var sofnuð um níuleytið í gær! Algjörlega búin á því eftir langan og strangan dag........

...af því leiddi að ég var vöknuð óguðlega snemma í morgun! Sem aftur leiddi svo af sér að ég hef komið hrikalega miklu í verk og klukkan er ekki enn búin að slá morgunkaffi Tounge

Ég fór með hundana út í skóg - þar gengum við upp með á í morgunkyrðinni! Áin er komin óþægilega nærri veginum sem við göngum eftir - sem er sjálfsagt afleiðing allrar þessarar rigningar........ Allavega þurfti ég að hafa hemil á yngri vitleysingnum - eða ætti ég að segja yngsta Cool í ferðinni! Hún var alltaf komin í vaðham um leið og ég leit af henni! Til þess að fyrirbyggja að ég þyrfti að sækja hana niður að ósum þurfti ég að vera svolítið höstug! -En..... hvernig skammar maður tík sem heitir Hlín og er svo hamingjusöm að hún hefur engan veginn hemil á gleðinni? Ég allavega enda alltaf í þessum tón..... Hlín mín.... ertu svona sæt og fín? Tounge

Nú er ég búin að setja í vélina og búa til hundanammi! Er á leiðinni á spennandi fund á eftir og þarf að sjæna mig soldið fyrir hann! Ekkert mikið samt - það er nú ekki eins og ég líti eitthvað illa út Joyful Bara svona þetta daglega viðhald - þið vitið..... sturta, blása hárið, ákveða hvaða pils ég fer í! Hey... kannski giftingarpilsið? Það er ferlega flott og langt síðan ég hef farið í það........ Góð hugmynd!

Önnur góð hugmynd sem ég fékk um daginn er að ég væri til í að eiga svona fjallahúsbíl.... ætli þeir séu til? Svona bíll sem kemst yfir fjöll og firnindi? Ár og læki? Sem ég gæti keyrt eitthvað út í buskann og numið staðar einhversstaðar fjarri mannabyggðum - vaknað svo morguninn eftir og stungið úfnum hausnum út um lúguna og horft á svartan sand eins langt og augað eygði........ Bara ég og Ljónshjartað.... ok - og kannski einhver sætur strákur ef hann endilega vildi koma með - en hann yrði þá líka fjandakornið að vera skemmtilegur! Annars mundi ég bara skilja hann eftir hinumegin við ána.... Tounge

Hér er svo enn ein hugmynd sem ég er að gæla við og er reyndar búin að gera í mörg ár! Hún er sú að vera einhverstaðar í fjallakofa um jólin! Bara ég, Ljónshjartað og hangilæri! Mundi taka með mér skíði - þrátt fyrir þá staðreynd að ég geti engan veginn staðið á skíðum fyrr en eftir tvö til þrjú rauðvínsglös - ég hef þá bara flöskuna með líka Wink

Finnst ykkur skorta eitthvað á félagslegan þroska minn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Nei, ekki neitt. Fínn þroski þetta!

Markús frá Djúpalæk, 20.9.2008 kl. 09:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert mannhatari.  Djók.  Maður er ekki endilega alltaf mannsgaman.

Einveran getur verið best.

Auli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.9.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Brattur

... í Guðanna bænum ekki gleyma grænu baununum til að hafa með hangiketinu...
... það væri hrikalegt að vera komin í fjallakofann með hangikjötslærið og engar grænar... þvílík martröð... ég bara svitna við tilhugsunina...



 

Brattur, 20.9.2008 kl. 09:47

4 Smámynd: Vilma Kristín

Vá, kannski ætti ég að prófa að fara að sofa klukkan níu... það er svo margt sem þarf að gera á mínu "stóra" heimili... lýst vel á að vakna með með svona mikla orku og þú. Betra en að sitja enn á náttfötunum með stýrur í augum klukkan tíu.

Vilma Kristín , 20.9.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Einar Indriðason

Þú gætir meira segja stofnað ferðaskrifstofu fyrir "eitt fólk um jólin", og dreift því niður á hálendið.  Kannski færðu þér þyrlu, og hífir fólkið á rétta staði... þá geturðu verið með fleiri gesti á stærra landsvæði.

Einar Indriðason, 20.9.2008 kl. 10:10

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ómögulegt að álykta um félagslegan þroska þinn því þú ert svo allt öðruvísi en aðrir.  Svona undarlega furðuleg.    Mér finnst þú eins og engifer í kryddum tilverunnar, góð og holl. 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:26

7 Smámynd: Dísa Dóra

Ég hef líka haft það í hausnum í nokkur ár að eyða áramótunum í litlum bústað fjarri flugeldum og slíku.  Helst bústað með arni og helst snjó og brjálað veður úti fyrir svo einangrunartilfinningin verði enn meiri.  Jamm get þá varla sagt að þú sért rugluð að hugsa svona eða hvað?? þá væri ég að segja það sama um mig haha

Dísa Dóra, 20.9.2008 kl. 11:03

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góður þroski.

Varla er til rómatískari ímynd af jólahaldi en í bjálkakofa í Noregi þar sem allt er á kafi í snjó allt í kring. Einvera eða ekki - skiptir ekki öllu ef manni líður vel með það sem maður hefur.

Marta B Helgadóttir, 20.9.2008 kl. 12:16

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Hrönn mín, þú ert frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.9.2008 kl. 12:33

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Soldið skrýtin skrúfa krúttið mitt...en mér líkar rosa vel við .þig....

Fjallakofinn er kannski ekki svo vitlaus hugmynd....bara eitthvað svo sorglegt að vera alein á jólunum....veldu frekar bara einhverja helgi...ha????

Bergljót Hreinsdóttir, 20.9.2008 kl. 17:01

11 identicon

Þú,ljónshjartað og ljónshjartað og þú,og svo hangilæri til tilbreytingar.Ekki ósvipað og heyrðist í Emil í kattholti,Du og jæ Alfred,du og jæ.Félagsþroskinn þin er frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:47

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jamm Birna Dís! Spurning hvort ég þarf að vera í smíðakofanum?

Ditta! Takk og sömuleiðis góða helgi

Bergljót! Ég skal íhuga það - en hvað segirðu mér af bókinni þinni?

Hallgerður! Ég er svolítið gefin fyrir jaðarsportið

Cesil! Það ert þú líka

Marta! Gott að einhver sér mann í heildarmyndinni

Dísa Dóra! Sækir sér um líkir......

Anna!

Einar! En þá verð ég ekki ein á fjöllum........... Ég er svo sjálfhverf - ég þarf alltaf að hafa hlutina útaf fyrir mig.....

Vilma! Þú ert góð eins og þú ert - með stýrur eða án þeirra

Brattur! Þá þarf ég rauðkál og hveiti til að útbúa uppstúf..... Ég ætlaði nú bara að ferðast létt!! Kannski ég skilji bara góða skapið eftir heima?

Jenný! Það er nefnilega málið! Einkum og sérílagi þegar fólk er jafnskemmtilegt og ég.........

Markús!

Hrönn Sigurðardóttir, 20.9.2008 kl. 22:12

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Nei Hrönn mín, það skortir ekkert á hann, þú ert bara frábær!

Huld S. Ringsted, 20.9.2008 kl. 22:15

14 Smámynd: M

Hef lengi átt þann draum að vera í fjallakofa á Ítalíu yfir jólin...reyndar með fjölskyldunni. En þú ert örugglega sjálfri þér nóg, eins skemmtileg og þú ert :-)

M, 21.9.2008 kl. 00:28

15 Smámynd: Einar Indriðason

Já, nei, sko.. ef þú ætlar að ferðast létt, þá ertu ekki að skilja góða skapið eftir heima.. það er sko ekki íþyngjandi!  Frekar að skilja hamarinn eða jafnvel Svissarann eftir heima!

Einar Indriðason, 21.9.2008 kl. 02:12

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

nei, det synes jeg ikke

Kærleikskveðja

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 13:07

17 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæl.  frábær hugmynd og maður á að láta drauma sína rætast. Maður lifir bara einu sini.  So go girl   







Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.9.2008 kl. 14:22

18 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Félagslegur þroski..... í hvaða samhengi???.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 21.9.2008 kl. 14:36

19 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er svo frábær Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 21.9.2008 kl. 16:48

20 Smámynd: Ólöf Anna

ooooooooog aðeins kíló pipar!!!!!!!

Ólöf Anna , 21.9.2008 kl. 18:57

21 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þúrt 'ripe' í 'féló' ...

Mér finnzt þú ózköp 'normal', hvað er að ~hinum~ ?

Steingrímur Helgason, 21.9.2008 kl. 19:05

22 identicon

Þú ert yndisleg frænka mín - ég skemmti mér stórvel að lesa þig á hverjum degi...

Jólin og fjallakofinn - nahh - ég veit ekki. gæti verið notalegt í einn dag en ekki öll jólin er það annars?

Normal? Jú er það ekki - ég er náttúrulega í þessari fjölskyldu og þekki ekkert annað...þú ert yndisleg eins og þú ert óbreytt með öllu...

Inga frænka (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 22:22

23 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Inga frænka Þú ert náttúrulega ekki dómbær á normalitet verandi í þessari fjölskyldu! Enda er það ekki nema fyrir hörðustu nagla Gaman að sjá sporin eftir þig

Steingrímur! Ekki nota svona erfið orð!

Ólöf Anna! Ertu að segja að ég sé piparjúnka!

Katla! Takk

Fanney! Algjörlega samhengislaust

Anna Sigríður! Rétt - ég vinn í þessu! Það eru ekki nema 94 dagar til jóla

Steinunn! Blessi þig

Einar! Ekki Svissarann - ég hef lagt mikið á mig að efla tilfinningaleg tengsl við hann......

M! Það er nefnilega málið! Ég fæ aldrei nóg af sjálfri mér! Sagði konan lítillætið uppmálað

Huld! Takk sömuleiðis

Hrönn Sigurðardóttir, 21.9.2008 kl. 22:36

24 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skil vel þetta með fjallakofann um jólin. Við systkinin leigðum einu sinni tvo fjallakofa fyrir okkur og okkar fjölskyldur um áramótin og það var æði. Flugeldasýningin var til dæmis algjörlega okkar og prívat.

Helga Magnúsdóttir, 22.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband