Drastiskar ákvarðanir

Ég hef tekið þá ákvörðun að skrifa ekki athugasemdir við pistla hjá fólki sem veltir sér upp úr rasisma né hjá þeim sem rugga sér í neikvæðni daginn út og daginn inn!

Ætla að hafa sama háttinn á og við fréttir. Hlusta ekki og tek þar af leiðandi ekki þátt!

Þar hafið þið það! Afdrifarík ákvörðun fyrir ykkur sem missið af mínum hnitmiðuðu - skorinyrtu að ég tali nú ekki um skemmtilegu athugsemdum!

Ég nenni ekki lengur að hlusta á ykkur tjá ykkur miður fallega. Ekki orð um það meir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Vott vúman, ætlarðu ekki að taka þátt þegar ég læt gullkornin hrynja af fingrum mínum?

Neh, þú ert ekki að meina mig.  Þú elskar mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þeir taka það til sín sem eiga það!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 15:42

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Auli

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Einar Indriðason

Jákvæðnijöfnun.  Bara fínt mál.  Þannig að ... ég veit þá fyrirfram, að ég fæ ekki komment frá þér þegar ég er að pirrast?  En... á sama hátt, þá muntu kommenta hjá mér, ef ég pirrast ekki?

Einar Indriðason, 16.9.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jebb Einar! Ég vel samt hvaða pirring ég hunsa ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 15:58

7 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er nýtt hugtak og ég tek þátt í því. Þetta heitir pirringsjöfnun og hefur ekkert með tíðahring kvenna að gera !

Átakið mun kallast máttur hugsandi flóns

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 16:01

8 Smámynd: Brynja skordal

Sammála En sé bara hálfa færsluna bvítans Nova merkið er inn á færslunni hjá þér hummmm hver er að fikta í þessu

Brynja skordal, 16.9.2008 kl. 16:05

9 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

HeartTrúðu á hjarta þitt og þá góðvild sem í því býr.Mun allt ganga vel.Því Guð býr ekki í vondu hjarta. Semdu sögu lífs þíns sjálf(ur). Láttu ekki aðra gera það fyrir þig.WhistlingLáttu þér fátt um finnast hvað aðrir segja um þig það ert þú sem ert stjórnandinn.

Þú finnur ekki frelsið ef þú setur þér ekki takmark.Fyrir utan er líf af hörðustu gerð.Þú breytir því ekki, því einu sem þú breytir er þú sjálfur.InLove                           Málverk 099

Anna Ragna Alexandersdóttir, 16.9.2008 kl. 16:27

10 Smámynd: Þröstur Unnar

Mér finnst betra að velta mér upp úr raspi og bera síðan kensl á mig.

Þú ert ágæt og láttu mig í friði.

Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 16:34

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott nafn á átakin Ragga

Örugglega eru þeir hvítir, bláeygir, aríar hjá Nova Brynja

Ditta

Takk Anna Ragna! Flott mynd

....en Þröstur ég er rétt að byrja

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 16:51

12 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Skilgreindu rasisma.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 17:02

13 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hverslaxa er þetta Hrönsla mín.

Knús darling.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.9.2008 kl. 17:13

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

No problem! Rasismi er það að tala alltaf og endalaust illa um útlendinga! Ætla þeim ávallt hið versta og hafa ekkert langlundargeð gagnvart þeim sem eru kannski ráðvilltir og vegalausir í ókunnu landi!

Þeir sem hrópa hátt og snjallt á torgum - standandi uppi á kössum!

Þeir sem gefa útlendingum aldrei neina sénsa og eru svo heilagir í eigin skinni að þeir þola ekkert sem heitir önnur menning en þeirra eigin!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 17:22

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skil þessa ákvörðun mjög vel.  Tók strax um það ákvörðun að kommenta ekki við færslur um trúmál og útlendinga.  Sjálf mun ég sennilega aldrei hætta að skipta mér af launapólitík, en skil vel þá sem hætta sér ekki í þá umræðu

Sigrún Jónsdóttir, 16.9.2008 kl. 17:25

16 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við skilgreinum þetta á afar ólíkan hátt. Enda afar ólíkar konur með afar ólíkar skoðanir á hinum ýmsu hlutumeins og gengur. En hér skiljast þá væntanlega leiðir og ég kveð þig með kurt og pí og segi æ lov jú. Á eftir að sakna þín.   Umburðarlyndi mitt er ekki klætt í kjól sem myndi finnast í þínum fataskáp.  

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 17:33

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nei mér sýnist ekki

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 17:35

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...og eru þó margir kjólar í mínum skáp!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 17:49

19 Smámynd: Þröstur Unnar

Gaman gaman. Er þetta ekki konan sem var bönnuð að hluta á mlb?

Þröstur Unnar, 16.9.2008 kl. 18:10

20 identicon

hæhæ!

Takk fyrir heimsóknina í gær Verð ekki heima í kvöld. En annað kvöld skal ég hella upp á gott kaffi og þá spáum við í hlutina!

Sigurlín (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 18:15

21 Smámynd: Ragnheiður

Já ég gæti fengið kjól hjá þér, það er ljóst.

Ég hef verið kölluð A**I á blogginu, ég vil meta hvern mann að sínum verðleikum. Það skiptir mig engu hvort viðkomandi er þessa eða hinslenskur, kall eða kelling...fólk á að fá sjéns

Ragnheiður , 16.9.2008 kl. 18:15

22 Smámynd: www.zordis.com

Vona að þú ratir í sparikjól og hafir meððér náttkjól því svo virðist sem allir beddar standi þér á gátt.

....

Gott að gera bara það sem kona vill án þess að vera með veður!

www.zordis.com, 16.9.2008 kl. 18:21

23 Smámynd: Solla Guðjóns

 ég sem var að uppgötva að ég er hálfur rasismi

Solla Guðjóns, 16.9.2008 kl. 18:29

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit Solla! En það er alveg tvennt ólíkt að hafa heilbrigða skoðun á málefnum útlendinga eða það sem ég er að tala um!

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 18:35

25 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Ég vil nú bara segja að lokum það sem ég hef sagt áður og segi áfram að segja: Skoðanir geta aldrei verið rangar - aðeins mismunandi mismunandi.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.9.2008 kl. 18:41

26 Smámynd: Vilma Kristín

Frábært framtak :) góð leið til að halda sjálfum sér á jákvæðu hliðina er að vera ekki að velta sér uppúr neiknvæðni annara.

Uhhh... nú sit ég bara og vona að ég sé ekki ein af þessum neikvæðu og leiðinglegu... vona svo að ég eigi eftir að fá fleiri skemmtileg komment ;)

Vilma Kristín , 16.9.2008 kl. 19:16

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

gaman gaman Þröstur! aulinn þinn addna

Sigurlín! Ekkert mál - ég heimsæki bara manninn með svuntuna í staðinn

Nefnilega Ragga!

Zordis! Mér líst eiginlega bezt á að sofa hjá Nick af þeim tilboðum sem komið hafa fram og í ljósi umræðunnar hér.....

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 19:30

28 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það getur svosem, Helga Guðrún, alveg verið rétt! Það sem fer hinsvegar fyrir brjóstið á mér er hversu fólk er engan veginn tilbúið að gefa sénsinn sem mér finnst að allir eigi að fá! Hvort sem þeir eru íslenzkir, erlendir, karlar, konur eða börn!

Ennfremur vil ég ítreka það að mínar skoðanir eru ALLTAF réttar!

Þú ert svo alltaf velkomin að máta mína kjóla ef þér sýnist svo!

Vilma! Mér hefur nú ekki sýnst vera hætta á öðru

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 19:33

29 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Katla! Ég sá þig ekki!! Knús á þig sjálfa darling

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2008 kl. 19:33

30 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

allveg fyllilega sammála þér....eins og ALLTAF..... knús á þig..... í rauða kjólnum í brjáluðu veðri að viðra hundinn..... sko þú ert ekki..... ...en allveg gull af konu.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.9.2008 kl. 19:48

31 identicon

dúlludúskurinn minn.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 20:00

32 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég vil að þú fáir fokkings friðarverðlaun Nóbels - sko eftir að ég er búin að fá´ann audda.  Kúl dúd vúman.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 20:01

33 Smámynd: Dísa Dóra

jeiiiijjjjjjjjjjjjj frábært að eiga svona pirringsmæli eins og þig.  Nú veit ég að ef þú kommentar hjá mér þá er ég í sæmilega jákvæðum gír allavega - ef ekki þá er best að fá einhvern til að sparka í minn stóra enda

Dísa Dóra, 16.9.2008 kl. 20:11

34 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

ahahahah... góð Dísa Dóra..... ég hafði ekki fattað þennan vinkil....

Fanney Björg Karlsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:16

35 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér. Maður getur sko alveg pirrað sig á einhverju öðru en að lesa misgáfuleg blogg hjá misgáfuðu fólki.

Helga Magnúsdóttir, 16.9.2008 kl. 20:49

36 Smámynd: Einar Indriðason

Semsagt.... Við setjum vísa eða mælistikur á Hrönnsluna... og ef hún mælist á mælistikunni, þá er ekki um pirring að ræða!

Snilld!

En, sko, hérna... þurfum við að kíkja undir rúmið hjá Hrönslunni?

Einar Indriðason, 16.9.2008 kl. 20:56

37 Smámynd: Huld S. Ringsted

Semsagt ef þú setur ekki mark þitt á færslu hjá mér þá var ég neikvæð í það skipti? Dísa Dóra orðaði það vel.................................þú ert svona "pirringsmælir"

Ég er ánægð með þig

Huld S. Ringsted, 16.9.2008 kl. 21:03

38 Smámynd: Brattur

Með pirringsmæli í hendi
hún mætti á svæðið
En fljótlega þó rann af henni
mesta æðið

Brattur, 16.9.2008 kl. 21:45

39 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mér finnst bara virðingarvert að taka svona ákvarðanir..... jákvætt bara, það er auðvitað aðalmálið. 

Anna Einarsdóttir, 16.9.2008 kl. 23:03

40 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég VEIT ég fæ friðarverðlaun Nobels

Fanney! Maður fer ekkert úr kjólnum bara til að viðra hundinn! Maður er nú einu sinni prinsessa!

Dísa Dóra! Þetta er þá ákveðið!

Nefnilega Helga! Það er líka hægt að gera svo margt betra við tímann sinn en reyna að leiða þessu fólki villu síns vegar! Miklu betra að gefa bara út eina yfirlýsingu!! Fólk veit þá á hverju það á EKKI von

Ég er líka ánægð með þig Huld!

Nei sko! Brattur búin að gera vísu um mig

Anna! Það er ekki nema von þú skiljir mig. Við deilum heila að einum þriðja

Annars var ég að koma yfir heiðina í ekki svo góðu veðri - ætla að skríða undir rúm sneggvast - ef vera skyldi að Einari dytti í hug að kíkja

Hrönn Sigurðardóttir, 17.9.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband