Ójá...

Ég er í skýjunum!

Það er svo gaman að hlaupa í þessu hlaupi! Svo mikil stemmning... maður hittir svo marga..... hitti t.d. bezta vin minn til fjölda ára! Algjörlega óvæntur bónus á hlaupið! Þau stóðu (enn) hann og konan hans þegar ég nálgaðist endalínuna og hvöttu mig í mark Heart Í einu orði sagt: FRÁBÆRT hlaup! Takk -  þið öll sem hétuð á mig - ég er nefnilega ekki viðskiptavinur Glitnis þannig að bankinn greiddi mínu áheiti engan stuðning! 

Fórum eftir hlaup heim til Eyfa bró sem eldaði kjötsúpu! Ekkert smá gott að fá eitthvað heitt í kroppinn eftir hlaup! Eins gott að hann var fyrstur í mark af okkur systkininum og gat drifið sig heim að hita upp súpuna! LoL Við Magga fórum svo í heita pottinn í Vesturbæjarlaug þar sem allir virtust hafa verið að hlaupa og ræddu hástöfum um hlaupið og tímana sína. Nema sko við Magga.... við erum svo félagslega heftar.... Tounge Við tölum ekki við ókunnuga........W00t 

Ég bætti minn tíma um heilar tíu mínútur frá í fyrra þegar ég kom í mark um leið og fyrsti maraþonhlauparinn! Sjálfsagt hefur þar vegið þungt að ég hljóp með Röggu á hælunum.... LoL Ég dokaði nú samt við eftir fyrsta maraþonhlauparanum í ár!! Svona til að sýna samkennd. LoL Spurning hvort sama tilfinning verður í gangi hans megin þegar ég kem fyrst í mark í maraþoninu eftir...... nokkur ár Woundering

Röltum svo í bæinn á eftir - það var ekki alveg nógu mikil stemmning þar. Sjálfsagt hefur rigningin spillt eitthvað fyrir. Ég fékk samt ókeypis faðmlag W00t Að mér skeiðaði kona og spurði mig hvort ég væri að bíða eftir faðmlagi um leið og hún knúsaði mig........ Rosalega var það gott! Ég var mest hissa á sjálfri mér og sagði henni um leið og ég faðmaði hana á móti hvað mér þætti þetta gott!! Kannski ég sé að opnast á gamals aldri? Gasp

Læfisgúd InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hmmmmm..... hefði samt ekki verið huggulegra ef það hefði verið karlmaður sem knúsaði þig ?    Vonandi svarar þú játandi því ég er búin að bjóða þér heim. 

Anna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú.... MIKLU huggulegra.........

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 21:08

3 Smámynd: Hugarfluga

Assskoti ert þú dulleg deppa!! Og meðan þú hljóps borðaði ég Cocoa Puffs og klóraði mér í bumbunni. Ég er líka dulleg!

Hugarfluga, 23.8.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Æji Hrönnslan mín þú hefur alltaf verið opin, hlý og notalega persóna...... allavega allveg síðan ég kynntist þér........ hmm...kanski það sé þessvegna...

Til hamingju með árangurinn í dag......

Fanney Björg Karlsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:17

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Fanney! Þú segir þetta bara til að fá böku næst þegar þú kemur.....

Lovjútú beibí

Fluva! Glæsilegur árangur

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ógó dúgleg kona....frábært hjá þér að hlaupa svona og ennþá huggulegra að hinkra eftir maraþonaranum...

Síðast þgar ég hljóp tíu kílómetrana þurfti ég að bíða eftir mágkonu minni og tengdó meðan þær pissuðu úti á Nesi...var ekki alveg að fíla þá tillitsemi...enda tíminn ekki sá besti eftir það hlaup....ég meina...fólk á að klára svona FYRIR hlaup...ekki satt????

Þegar ég verð stór og búin að láta laga á mér hnén ætla ég sko í maraþonið....með stóru sys.....og vona að fyrst hún vinnur hjá Glitni sponseri þeir líka á mig...aþþí ég er systir hennar....nú eða þvinga bæjarstjórann til að borga með mér.....á það inni...því það er svoooo gott að búa í Kópavogi...he he...

Vantar þig faðmlag?...sendi þér eitt...núna....

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 21:22

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér finnzt ekkert 'gay' að faðma önnur konudýr ?

Steingrímur Helgason, 23.8.2008 kl. 21:27

8 Smámynd: Brattur

... til hamingju með hlaupið... þekki tilfinninguna hvað það er gott að komast í mark og vera búinn með hlaupið... hún er sko góð... og ekki er verra að bæta tímann sinn... tíu mínútur í bætingu á ári og heimsmetið er í hættu...

Brattur, 23.8.2008 kl. 21:28

9 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Til hamingju, duggnaðardrózinðínðaddna með veðhlaupahryssulappirnar!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.8.2008 kl. 22:10

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til lukku duglega kona, var að hugsa til þín í morgun í rigningunni, sá svo í fréttum að þið virtust sleppa.  Frábær árangur hjá þér.  Hafðu það gott mín kæra og ÁFRAM ÍSLAND  Bouncy 2  Bouncing Hearts Bouncy 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 22:11

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.8.2008 kl. 22:50

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég er viss um að ég sá þig í fréttum kvöldsins

Heiða Þórðar, 23.8.2008 kl. 23:53

13 Smámynd: www.zordis.com

til hamingju duglega kona!  glæsilegur árangur!!!

www.zordis.com, 24.8.2008 kl. 00:42

14 Smámynd: Tína

Þú ert sko laaaaaangflottust mín kæra. Lokuð??????? Aldrei hefði mér dottið í hug að þú ættir það til. Þú komst í það minnsta fram við mig eins og við hefðum þekkst í mörg ár frekar en að við værum að hittast í fyrsta skipti. Og fannst mér það afskaplega notalegt. Enda ertu bara frábær og yndisleg í alla staði.

Farin að vekja pakkið hérna svo þeir geti horft á leikinn.

Tína, 24.8.2008 kl. 07:08

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 24.8.2008 kl. 11:00

16 Smámynd: Solla Guðjóns

hahah.....skil ekkert í þessum bónusreglum........

Það betra að hlaupa í mark en að hlaupa í spik ......hlaupa í fang er laglang betsast.....og mér finnst kjötsúpa góð.....trlalalala.ooooo

Solla Guðjóns, 24.8.2008 kl. 12:03

17 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Djö...stuð er alltaf í kringum þig kona. Viss um það er gazalega gott að faðma þig.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.8.2008 kl. 15:04

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Guðný Anna! Hún hafði orð á því líka.... Kannski ég bjóði mig bara fram næsta ár? Eða ráði hana sem markaðsstjóra minn?

Nei Hallgerður! Engin von til þess - hornin eru mín dýrmætasta eign

Smjúts á ykkur öll!  

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 15:20

19 Smámynd: Rebbý

til lukku duglega kona
langt í að ég færi í svona hlaup (nema það væri slökkviliðið fyrir framan mig svo ég hefði eitthvað að horfa á) en þið eruð frábær að gera þetta

Rebbý, 24.8.2008 kl. 15:34

20 Smámynd: Huld S. Ringsted

Til lukku með þennan árangur

Huld S. Ringsted, 24.8.2008 kl. 20:34

21 Smámynd: M

Gleymdi að kíkja hér inn og óska þér til hamingju með hlaupið. Nú og strákana líka

M, 24.8.2008 kl. 21:00

22 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk stelpur og Rebbý - slökkviliði var alveg þess virði að horfa á

Hrönn Sigurðardóttir, 24.8.2008 kl. 22:06

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott hjá þér.  Ég hugsaði mikið til þín, af því að ég var með fiskinn þinn í farteskinu, ætlaði að láta ´dóttur mína taka hann til þín, en hún kom svo heim með okkur og fer suður á miðvikudaginn, og fiskurinn fer með.  Svo það má segja að ég hafi hugsað hvetjandi til þín í hlaupinu Hrönn mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:13

24 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Cesil!

Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 11:16

25 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 25.8.2008 kl. 13:32

26 Smámynd: Þröstur Unnar

Hagaðu þér nú skikkanlega við aðra superbloggara.

Þröstur Unnar, 25.8.2008 kl. 19:28

27 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alltaf að reyna.....;)

Hrönn Sigurðardóttir, 25.8.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband