Röð og regla!

Ég var að velta því fyrir mér áðan í röðinni í Bónus af hverju ég þurfi endilega að fara eftir sömu reglum og allir hinir? Af hverju er mér ekki hleypt fram fyrir alla og afgreidd fyrst? Veit ekki þetta fólk hvað minn tími er dýrmætur? Miklu dýrmætari en þeirra tími? W00t

Svo þegar ég var á leiðinni heim - á bílnum -  ég kom sko við í Bónus á leiðinni heim úr vinnunni......W00t Þá fór ég aftur að velta því fyrir mér af hverju ég þyrfti að fara eftir sömu umferðarreglum og allir hinir í umferðinni! Af hverju mátti ég ekki bara keyra eftir gangstéttinni þennan spöl heim? Það var hvort sem er enginn þar.......W00t

Mikilmennskubrjálæði? Ég gæti verið frænka margra fyrrum borgarstjóra í Reykjavík og hefði bara hreint ekkert fyrir því Tounge Það rennur enda blátt blóð um æðar mér síðan Kong Christian stórafi minn reið hér um fyrir margt löngu! Svo blossar það svona upp öðru hvoru - með þessum afleiðingum Halo

Á morgun þarf ég að vakna eldsnemma og bruna í bæinn til að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis - Hlakka ótrúlega mikið til! Að hlaupa alltsvo - ég vakna hvort sem er alltaf.......Joyful

Fílgúd Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dísess þú ert orðin einsog sumir -ofvirk á blogginu!

Ég hef ekki undan að kíkja hér við!

Veistu annars ekki hvað þetta fer illa með puttana ha? Og við sem ætluðum að prjóna.

Þú ert æði og hraun og njóttu þín í botn í kvöld dúllukerlingin mín

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh verð að skrifa það um leið og mér dettur það í hug! Annars gleymi ég....

....aldurinn - sjáðu til

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 19:14

3 Smámynd: Ragnheiður

Vaknar hvort sem er alltaf ? Það er líka eins fallegt !!

Ragnheiður , 22.8.2008 kl. 19:15

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sumum finnst þú svakalega skemmtileg

Ég held að ég sé að elliglöp á byrjunarstigi séu að hrjá mig.

Ég er orðin gleymin.

Djöfull fær ég appelsínuguluna þegar ég lít hérna við.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.8.2008 kl. 19:32

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég veit Jenný! Ég skal breyta aftur bráðum........ ;)

Já Ragga! Segðu!! 

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 20:25

6 Smámynd: Þröstur Unnar

Halló..............var ég ekki búinn að kvarta yfir þessari gulu slikju hjá þér, og af hverju hlýðirðu mér ekki........en bara Jenný sinni.

Þoli ekki óþekka krakka.......

Ætlarðu að hlaupa í bæinn ef þú vaknar hvort sem er.

Þröstur Unnar, 22.8.2008 kl. 21:23

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já.... smá upphitun

Hrönn Sigurðardóttir, 22.8.2008 kl. 22:11

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er minna fyrir umbúðir en meira fyrir innihald.

Nema náttla hjá jenfólinu ....

Steingrímur Helgason, 22.8.2008 kl. 22:57

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert audda mikilmenni, ættir alltaf að vera afgreidd fyrst. 

Marta B Helgadóttir, 22.8.2008 kl. 23:03

10 Smámynd: Huld S. Ringsted

Viltu þá ekki líka vera fyrst í maraþoninu?? þú ert bara skemmtileg yðar hátign

Huld S. Ringsted, 22.8.2008 kl. 23:31

11 Smámynd: Einar Indriðason

Ah.... gamla góða útlitið......

Gott.  Halda því svona.  Ekki breyta.   

Einar Indriðason, 22.8.2008 kl. 23:42

12 Smámynd: M

Hlaupi þér vel á morgun

M, 22.8.2008 kl. 23:43

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Fá ekki allir "GULL" sem hlaupa í Glitnismaraþoni Reykjavíkurborgar

Sigrún Jónsdóttir, 23.8.2008 kl. 00:02

14 Smámynd: Tína

Ég vissi að ég hefði eignast merkilega vinkonu þegar við fengum okkur kaffi fyrst...... en að vinkonan væri SVONA merkileg datt mér aldrei í hug. Það er mér heiður að þekkja þig yðar hátign. Sé þig vonandi fljótlega yndislegust.

Tína, 23.8.2008 kl. 06:51

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér þætti vænt um ef þið þéruðuð mig héðan í frá......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.8.2008 kl. 06:52

16 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Að sjálfsögðu ættuð þér að fá flýtimeðferð á öllum vígstöðvum...og aka um gangstéttir eins og þér óskið....í lögreglufylgd eins og hefðarkona...því það ertu!!!!

Bergljót Hreinsdóttir, 23.8.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.