Af fíknum og fleiru....

Ég fór út að skokka eftir vinnu! Hljóp fram á þrjá peyja á hjólum! Þeir kölluðu: "Hey kona! Ertu að hlaupa í kringum Ísland?" Ég náttúrulega réði ekkert við lygakvendið insæd of mí og  svaraði þeim játandi.... Þá spurðu þeir: "Hvar áttirðu einu sinni heima?" - Fannst þeim ég ekki hlaupa neitt ofsalega hratt eða hvað? W00t Ég sagði þeim að einu sinni hefði ég átt heima á Dalvík! Þá sagði einn þeirra mér að frænka hans ætti heima þar... og spurði hvort ég þekkti hana Woundering Enn hafði ég enga stjórn á konunni sem getur ekki gengið fram hjá barni - hvað þá skokkað... - öðruvísi en að ljúga og hún sagði honum að vitaskuld þekkti hún frænku hans Tounge Það skal tekið fram í þessu samhengi að þeir hjóluðu með mér áleiðis á meðan ég svaraði spurningaflóðinu. Ég náði svo góðum millitíma og er bara sátt - enda styttist í Reykjavíkurmaraþonið þar sem þið ætlið vitaskuld öll að sponsera mig!! Sideways

Ég framdi hrikalegan glæp í gær! Ég treysti því að þið látið það ekki fara lengra þótt ég trúi ykkur fyrir honum! Ég stal ÖLLUM rabbarbaranum frá nágrannanum! Skar hann niður og frysti! Nú er ég komin með hráefni í 12 skammta af rabbarabarapæi - sem dugar mér, varlega áætlað í þrjá mánuði. Ég flauta svo bara kæruleysislega frystikistulagið þegar ég geng fram hjá beðinu hans og horfi í hina áttina..... Ef ég baka úr mínum rabbarbara þangað til hann klárast þá reiknast mér svo til að ég eigi í skammtinn minn þar til í desember! Þá eru að minnsta kosti fimm mánuðir þar til rabbarbarinn fer að spretta á ný! FIMM MÁNUÐIR! Ég get sagt ykkur það að ef þið lesið um það á netinu að Sýslumaður Íslands hafi tekið konu á handahlaupum í rabbarbarabeði um hánótt - þá er það ekki ég.........Blush

En vitiði hvar ég næ í meiri rabbarbara? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndi.  Ég skal koma með þér í ránsferð í rabbabarabeð

Dísa Dóra, 11.8.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þú ert nú meiri lygalaupurinn.  Ekki segja mér hvar þú nærð í meiri rabbabara, því þá verður hann kannski horfinn áður en við er litið.- Og þó,  þú gætir verið að jú nó vott,  - þú ert nú einu sinni fræg .......

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.8.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: www.zordis.com

þú ættir að efna til s.k. lygahlaups!!!

Alltaf spræk, alltaf kát, alltaf Hrönn mun ég láta prenta á alla bolina og við bloggfélagar sláum í púkk og púkkum uppá þig í marki!!!

Síjú ....

www.zordis.com, 11.8.2008 kl. 21:01

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrönn vinnur maraþonið.  Við bloggvinirnir stöndum við marklínuna með rabbarbara og vitið til..... hún verður langfyrst. 

Anna Einarsdóttir, 11.8.2008 kl. 21:16

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þú ert alltaf fyndin og alltaf skemmtileg.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.8.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finndist það það minnsta sem þið gætuð gert! Og ef þið gætuð verið búin að skera hann niður líka og setja í poka.........

Zodís! Mér líst vel á þessa hugmynd með bolina! Svo gætir þú teiknað mynd af mér að skokka fjólublá í framan og við mundum setja myndina á bolina líka

Dísa! Ég hringi í þig seint um nótt! Kynni mig sem Rabba...... Þetta verður samt að vera algjört leyndarmál - undir engum kringumstæðum máttu leka upplýsingum til þriðja aðila

Lilja Guðrún! Viltu koma með?

Ómædog ég er að verða búin að stofna ræningjakonuklúbb á netinu! 

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:24

7 Smámynd: Brattur

... ég þarf eiginlega að vita hvað þú ætlar að hlaupa langa vegalengd í Reykjavíkurmaraþoninu áður en ég sponsera...

Brattur, 11.8.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

10 km Brattur ;) Læt það duga.....

Katla mín

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:35

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hélt að einu nágrannar þínir væru Hvítasunnumenn, brjálaðir Sjálfstæðismenn og Bónus, en verði þér rabbinn að góðu, ég læt stela fyrir mig rifsi svona hér og þar.  Gangi þér vel í hlaupaæfingum og lygum   Pole Vault  er nokkuð búið að setja heimsmet í lygum  ?? knús á þig darling

Ásdís Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 21:41

10 Smámynd: Ragnheiður

Geturðu stolið hnausum fyrir mig fyrst þú ert að þessu brölti ? Ég hef ekkert að gera við svona lausan rabbarbara...vil endilega rækta hann sjálf.

Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 21:59

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ekkert mál Ragga mín! Þú getur fengið hnausa hjá mér!

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 22:24

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Uppi í Skammadal, I will lead the way (mig vantar líka).

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.8.2008 kl. 23:05

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Ég hringi þá í þig líka! Þú manst!! Code name Rabbi.......

Hrönn Sigurðardóttir, 11.8.2008 kl. 23:08

14 Smámynd: Linda litla

Vá þið eruð allar svo æstar í rabbabarann, þið væruð kannski til í að gefa mér krukku af rabbabarasultu ?? Þá þarf ég ekki að fara í BÓNUS að "stela" mér krukku

Linda litla, 11.8.2008 kl. 23:57

15 Smámynd: www.zordis.com

Já og svo má nú maeta med rabbabara vín kaelt og brakandi eda Rabba bara! 

www.zordis.com, 12.8.2008 kl. 00:22

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha !!!  Hér er hægt að fá rabbabara út um allt, og ég meina allt.  Annars gæti ég sent dálítin rabbabara með fiskinum, er búin að sjá út ferð, dóttir mín kemur á næstu helgi frá Hellu, og fer einhverntíma aftur næstu viku.  Ég ætlaði að láta hana færa þér fiskinn.  Þú vilt ef til vill slatta af rabbabara með, þú þarft ekki einu sinni að stela honum.  Ég er með hann í reiðuleysi upp á lóð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:50

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Endilega Cesil!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 09:54

18 Smámynd: www.zordis.com

Svona er nú bloggið dásmlegt!

Rabbabarapæ ala Hrönn með vestfirzkum keim!

www.zordis.com, 12.8.2008 kl. 11:09

19 Smámynd: Tína

Hey snillingur. Ég á fullt af rabbara fyrir þig. Mér skilst að þetta sé ekki þessi hefðbundni rabbari heldur er hann minni og rauðari og á víst að vera betri. Mátt fá eins og þú vilt af honum hjá mér. Skal meira að segja hella upp á kaffi fyrir þig sem þú getur svolgrað í þig meðan þú tekur pásur .

Hlakka annars mikið til að hitta þig í dag. Knús á þig á meðan.

Tína, 12.8.2008 kl. 11:34

20 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

í rabbabaralandi !!!

kærleikur til þín og allra

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 15:42

21 identicon

 rabbarabaraþjófur að hlaupa í kringum ísland?Bændur passið rabbann ykkar

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:52

22 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hey...frændi minn á Selfossi er alveg niðurbrotinn...hann var búinn að safna rabbarbara í tólf rabbarbarapæ og svo einn morguninn var alllur rabbinn horfinn....

Getur verið....nei...eða...MÁ ÉG SJÁ Í KISTUNA ÞÍNA !

Bergljót Hreinsdóttir, 12.8.2008 kl. 23:09

23 Smámynd: Dísa Dóra

Já ég man leyniorðið - og lofa að kjafta sko alls ekki.

Gaman að sjá framan í þig í dag þó í örmynd væri - hittumst betur næst skvís

Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 23:12

24 Smámynd: SigrúnSveitó

segi það og skrifa; þú ert SNILLINGUR! Færð mig alltaf til að hlæja, yndið mitt. Hefði verið til í að vera með ykkur á Selfossi í dag...en kem bara seinna.

Kyss...

SigrúnSveitó, 12.8.2008 kl. 23:25

25 identicon

Rabbarbarinn vex villtur hérna á Blönduósi....

alva (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:37

26 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er nú allt svo villt á Blönduósi....

Hefði líka alveg verið til í að hafa þig með Flórens

Takk sömuleiðis Dísa skvísa

Úpps! Ég get sossum alveg gefið þessum frænda þínum bita af minni tertu.... sko ef hann er einhleypur og myndarlegur - en ég hef ekki grængolandi hugmynd um rabbarbarann hans   Svo á ég ekki einu sinni frystikistu.......

Birna Dís og Steinunn

Tína! Takk fyrir mig

Zordís! Hefætóldjúleitlíþatælovjú?

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 23:52

27 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég á gamalt rabbabarabeð neðan við raðhúsið Austurtún 5 í Bessastaðahreppi. Mér sýnist enginn vera neitt sérstaklega að hirða mitt gamla góss þarna, elsku farðu og fáðu þér nokkra. Ég nýt þá ennbetur sultunnar á pönnukökunum sem ég ætla að njóta hjá þér ásamt Fanneyju vinkonu minni og samferðamanni, síðar. Ég gæti vísað þér á fleiri berjalönd, en læt staðar numið að sinni.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:42

28 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hæ ljúfust og takk fyrir síðast...... gaman gaman...

Fanney Björg Karlsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:07

29 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gefðu okkur endilega uppskriftina að rabarbarapæinu góða.

Steingerður Steinarsdóttir, 13.8.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband