Aldrei að gera neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn.

Þeir komu hérna strákarnir frá Viðlagatryggingu um daginn. Voru afar vandvirkir og tóku mynd af hverri hrukku og sprungu, skrifuðu allt niður sem ég sagði og sögðu mér svo að þeir myndu gera skýrslu um málið. Skýrslan yrði svo send mér til undirritunar. Annað hvort myndi ég undirrita eða gera athugasemdir og málið yrði þá skoðað aftur. Allt í lagi með það svo sem.

Ég spurði þá hvað yrði síðan og þeir sögðu mér að þegar málið væri í höfn fengi ég greiddar bætur í samræmi við skýrsluna. Það væri svo mitt að útvega mann/menn í að vinna lagfæringarnar eða gera þær sjálf................

Nú er ég betri í mörgu öðru en viðhaldi! Set það ekkert fyrir mig að bora og skrúfa eina og eina skrúfu og mála nokkur herbergi - það er til dæmis afskaplega stutt síðan ég málaði síðast á minn málarakvarða og faldafeykir að ég nenni því aftur strax!! Ég hefði viljað að þeir sendu menn í verkin og málið væri dautt!

Mig langar í hestaferð í óbyggðir! Ég þyrfti kannski smá undirbúning? Woundering Gæti hugsanlega farið með Ljónshjartað í göngutúr í hesthúsahverfið - bankað uppá þar og spurt hvort það þyrfti að hreyfa hrossin.....? 

Hey! Nú fæ ég glimrandi hugmynd.... Ég samræmi þetta tvennt! Viðgerðir og útreiðar... Það er að segja ég banka uppá í öllum hesthúsunum þangað til ég finn laghentan, hestakall. Væri ekki verra ef hann væri soldið gúddlúkking og ekki mjög gamall..... Tounge Býðst til að hreyfa hrossin hans gegn því að hann dytti að ýmsu smálegu hér heima við fyrir mig! Gætum kallað þetta vöruskipti og skuldajafnað í bókhaldinu.......

Er þetta ekki góð hugmynd? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér líst vel á þessa hugmynd, verst að ég get ekki hjálpað þér við að banka uppá, við mundum þá ná í marga kalla í heimastörfin og þú gætir svo riðið út um allann Flóann á meðan þeir púla heima.  Þú gætir nú líka staðið með snöru fyrir utan hús og snarað þreytta eiginmenn á jeppa með stóru hjólhýsi og frekri eiginkona og grenjandi börnum, sem er að versla í Bónus á leið í útlegu, sá vill örugglega frekar vera hjá þér og hundum. Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

æj nei - hef ekkert að gera við þreytta eiginmenn.........

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 16:46

3 Smámynd: Ragnheiður

Nei það er ekkert hægt að láta þreytta eiginmenn mála, það verður allt í helgidögum

Ragnheiður , 29.7.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Úff það er nú ekki á mann bætandi að fara að snara heim til sín þreyttum eiginmönnum.... maður er sko búin að fá nóg af þeirri tegund...... mætti ég þá biðja um þennan sem Hrönnslan var að lýsa frá hesthúsunum..... og svei mér þá það er ekki þverfótað fyrir svoleiðis týpum hér í Ásahreppi.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.7.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En þú getur ekki skrifað undir neitt hjá Tryggingunum fyrr en þú veist hvað það kostar í raun að fá iðnaðarmenn til verksins. -  Nú þarf aldeilis snör handtök og snögga snerpu við snörun. - Gangi þér vel.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.7.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nefnilega Ragga! Þá er nú betra að gera þetta sjálf ;)

Fanney! Skemmtileg tilviljun og ég á leiðinni þangað! Geturðu hóað þeim saman svo ég geti bara valið úr?

Takk Lilja Guðrún ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 20:57

7 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönnslan.... en gaman..... hvenær áttu leið um Hrepp allra hreppa....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.7.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég stefni á að koma og heimsækja þig og Bóndann - jafnvel um helgina.....? Ertu heima þá og ætlarðu að hafa gott veður?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 21:50

9 identicon

Hæhæ Mikið rosalega er gaman að lesa bloggið hjá þér 'Eg er ekki að skilja þá fyrrverandi yfirmenn að sjá ekki hvað þú ert mikil húmoristi og frábær að öllu leiti takk fyrir mig

Sigurlín (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:24

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir það Sigurlín ;) Hvenær ætlarðu að kíkja í kaffi til mín?

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 22:58

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Brilliant hugmynd!

Heiða Þórðar, 29.7.2008 kl. 23:25

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með Heiðu, brilliant hugmynd þetta með skiptimarkaðinn

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2008 kl. 23:32

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þetta er snilldarhugmynd hjá þér og ég trúi ekki öðru en að þú finnir einn Good looking hestamann sem væri til í svona skipti

Huld S. Ringsted, 29.7.2008 kl. 23:36

14 Smámynd: www.zordis.com

Harðduglegur með gott hjartalag myndi ég setja ofar öllu þar sem þið verðið hvort sem er ekki í sama rými né rúmi.  (not bed .. sko)

Svo vinnur hjartalagið á og Hr.Hestamaður verður allra manna hugljúfi þó aðallega þinn og ég sé fyrir mér rómantíska reiðtúra á sólbjörtum sumarkvöldum ....

Skiptihugmyndin er snilld.  Langar að vera meðiför þegar viðskiptadíllinn á sér stað.

www.zordis.com, 30.7.2008 kl. 09:31

15 identicon

Góð hugmynd og svo skuldajafna í bókhaldinu eða bara jafna sig

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 10:29

16 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta er frábær hugmynd hjá þér og ég er viss um að þér tekst að koma höndum yfir allavega einn svona kall.

Helga Magnúsdóttir, 30.7.2008 kl. 10:48

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góð hugmynd knús

Kristín Katla Árnadóttir, 30.7.2008 kl. 13:40

18 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég hef alltaf vitað þetta sko(síðan ég sá myndina) ég er að meina fyrirsögnina ..ég er ekki búin að lesa meira

Solla Guðjóns, 31.7.2008 kl. 03:19

19 Smámynd: Ólöf Anna

Du crazyyyyy!!

Ólöf Anna , 31.7.2008 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.