Ég vaknaði óguðlega snemma

...eftir að hafa legið andvaka hálfa nóttina! Sem kom svosem ekki að sök - því ég er að lesa fantagóða bók......... Vatt mér bara í hana úr því að svefninn lét á sér standa!

Fór út að skokka eftir vinnu - á meðan maturinn mallaði í ofninum! Frábært veður til að skokka Joyful Fanney og Bóndinn gusuðust fram úr mér þegar ég var á leið á minn upphafsskokkpunkt og flautuðu ógurlega - nú leikur mér forvitni á að vita Fanney!! Hvort þekktuð þið afturendann á mér eða Ljónshjartað fyrr? Tounge Og það sem er kannski meira um vert! Hvort var flottara? LoL Umpottaði svo nokkrum blómum sem þjást af því sem ég kalla eftirskjálftasyndrom - þau fölna einarðlega upp og neita að lúkka vel - þrátt fyrir hótanir mínar um að því sem ekki líti vel út í minni sveit sé hent á haugana! Óþarfi að vera að púkka upp á eitthvað ljótt....... Nú standa þau úti á palli og velta því fyrir sér á hvaða leið þau séu. Ég er nefnilega að steingleyma að taka þau inn eftir extreme makeoverið.

Það var hringt frá Viðlagatryggingu í dag! Þau vilja koma og taka út skjálftaskemmdir í fyrramálið! Nú sit ég með sveittan skallan og útbý lista yfir skemmdir og tékka hann af líka! Það er ekki eins og ég muni þetta allt saman! Ég meina ég er með ótrúlega gott skammtímaminni........ Tounge

Eins gott að ég er ekki jólasveinninn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg hvað ég verð pirruð út í fólk eins og þig.  "Ég er að lesa fantagóða bók." En svo fylgir ekki hvað bókin heitir.  Er þetta hernaðarleyndarmál?

Upplýsa.  ARG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 22:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah ég hugsaði það einmitt - en gleymdi því svo strax aftur.... Skammtímaminnið sjáðu til...

Hún heitir: Þriðja táknið og er eftir Yrsu! Hana! Líður þér betur? 

Hrönn Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:24

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jebb, þriðja táknið það má alvega vaka með henni.  Henni þú varst jafn íðilfögur í dag sem endra með hundum þegar ég renndi hjá á minni rennireið.  Vertu góð við blómin og matsmennina, þeir bjóða þér kannski í mat á Krúsina.  Knús

Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Einar Indriðason

Og... (a la Jenny) Hvað var í matinn?

Og er pottaplantan að ná áttum, eða ... ÆTLARÐU að HENDA vesalings greyinu.  Varla nema von að hún fölni upp ef þú notar svona hótanir:  "ÆTLARÐU AÐ STÆKKA, ARMINGINN ÞINN!  SVONA!! DRÍFA SIG! HOTT HOTT!!" 

Einar Indriðason, 17.7.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: www.zordis.com

Gleðileg jól essskan ....

Ég er líka að lesa bók sem ég festist í  á milli þess sem ég gera annað! Ofurknús á þig bossalína!  Ooooog á þig litli fylgdarskokksveinn Ljónshjarta!

www.zordis.com, 17.7.2008 kl. 23:38

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þarna kom það...bókatitillinn þ.e.

Heiða Þórðar, 18.7.2008 kl. 01:07

7 identicon

ooo verð að fara að lesa hana Yrsu, alltaf að heyra gott af þessum bókum, en þú fyndna kona U bloody kill my!!!

En með listann...þarf maður ekki að hlusta eftir rörum og svona...bara smá hint...man eftir einhverju svoleiðis tjóni sem var að koma í skjálftanum 2000 og svoleiðis tjón var að koma upp seint og um síðir....

alva (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 03:01

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skal vera góð Ásdís ;)

Einar! Auðvitað hendi ég ekki blómunum! En.... það geta nú ekki allir verið í rauða krossinum..... :)

Knús á ykkur Þórdís, Heiða og AKÆ! 

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 08:47

9 Smámynd: Tína

Mín blóm fölna bara við að sjá mig nálgast, því ég held þau viti sem er að ég þekki ekki muninn á arfa og blómum !!

Hafðu það gott í dag yndislega kona.

Tína, 18.7.2008 kl. 09:19

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það drapst hjá mér kaktus um daginn, held það hafi ekkert með jarðhræringar að gera.  Gangi þér vel með tryggingarfólk og góða helgi frábæra kona

Sigrún Jónsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:01

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Gangi þér vel að díla við tryggingarnar.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.7.2008 kl. 11:17

12 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi elskuleg

Brynja skordal, 18.7.2008 kl. 11:44

13 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Afturendinn Hrönn...afturendinn..... og að sjálfsögðu er það hann sem er fallegri.... afturendinn sko....... með fullri virðingu fyrir Ljónshjartanu.......

er líka að lesa þessa frábæru bók..... mjöööög spennó.......

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.7.2008 kl. 14:18

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 18.7.2008 kl. 14:50

15 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.7.2008 kl. 17:02

16 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gangi þér vel. Tryggingamál finnst mér alltaf eins og rússibanareið, maður veit aldrei hvað verða skal þegar leita þarf til tryggingafélaganna með erindi.

Marta B Helgadóttir, 20.7.2008 kl. 20:08

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

takk fyrir það Marta Smarta! Það er rétt hjá þér. Tryggingamál eru svolítið, eins og box of chocolate.......... maður veit aldrei hvað maður fær ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.