Með fætur eins og veðhlaupahryssa.....

.....sagði amma mín eitt sinn þegar ég bauðst til að skondrast upp á háaloft fyrir hana að sækja eitthvað. 

Ég stend mig að því að líkjast ömmu æ meir með árunum! Ég er farin að hljóma ískyggilega mikið eins og hún - tala um að fara inneftir og úteftir...... Veðrið er alltaf betra í mínu hverfi...... -og svo þessi óendanlega þrjózka sem ágerist fremur en hitt, ef eitthvað er, nema í minni sveit heitir þetta ekki þrjózka heldur stolt...... Tounge

Amma fór aldrei út úr húsi nema vel tilhöfð - henni hefði aldrei dottið í hug að fara í Höfn með hárið út í allar áttir eins og Gilitrutt! Amma verzlaði aldrei í Kaupfélaginu - það var framsóknarbúðin, sjáðu til, og hún var sko sjálfstæðiskona fram í fingurgóma! Þar kannski skilur á milli, ég hef aldrei kosið sjálfstæðisflokkinn - held að það sé eini flokkurinn sem ég aldrei hef kosið!

Ég sé hana líka birtast í systrum mínum. Man þegar við Eygló vorum eitt sinn staddar í Hafnarfirði á sautjánda júní að horfa á einhver skemmtiatriði og skiptum um stellingu á nákvæmlega sömu sekúndunni og stóðum þá báðar eins og amma......  og flissuðum svo að því eins og hálfvitar Wink

Á eftir ætlum við Ljónshjartað út að skokka í góða veðrinu. Ég þarf ekkert að passa á mér hnén - ég hef nefnilega fætur eins og veðhlaupahryssa Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Huld S. Ringsted, 17.6.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þú verðir sérvtringur mikill með árunum.  Svona eins og Bob Dylan mínus söngur og spil.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 14:48

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Sko til...... ég hef líka kosið allt nema Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðubandalagið. 

Þar sem þú líkist ömmu þinni svona mikið, þá líkar mér verulega vel við ömmu þína.

Anna Einarsdóttir, 17.6.2008 kl. 15:31

4 Smámynd: Brattur

... ég er ekkert smá öfundsjúkur yfir því að þú skulir hlaupa út um allar trissur, ég hljóp nefnilega af mér hné fyrir nokkrum árum... nú skrönglast ég bara um eins og úreltur framsóknarmaður... sem hefur kosið allt nema Sjallanna og Flokk mannsins...

Brattur, 17.6.2008 kl. 15:38

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er þroskamerki þegar maður viðurkennir að maður líkist formæðrum sínum.  Ég var lengi í afneitun.

Þú ert síhlaupandi kona, dugleg ertu.

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Sigrún Jónsdóttir, 17.6.2008 kl. 16:03

6 Smámynd: Rebbý

njóttu skokksins á eftir - viss um að amma þín var yndisleg kona fyrst þú ert svona vel heppnuð
man núna í augnablikinu ekki hvernig öll vísan er sem afi skrifaði í bekkjabókina mína í "gamla" daga en hún endaði svona .... "því amma er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á"   datt þetta einhverra hluta vegna í hug núna við þennan lestur.

Rebbý, 17.6.2008 kl. 18:29

7 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Angry Horse Ég rétt náði mynd af fótunum á henni...

..en svo var hún hlaupin! Horse

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 17.6.2008 kl. 20:09

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Ömmur eru æðislegastar og þín hefur greinilega verið stútungskerla

Solla Guðjóns, 17.6.2008 kl. 21:21

9 Smámynd: Einar Indriðason

Þú hefur fullt leyfi frá mér, til að halda áfram að kjósa ekki sjálfstæðisflokkinn!

(annars er ég pínulítið að sjá fyrir mér ... veðhlaupahryssuna.......)

Einar Indriðason, 17.6.2008 kl. 21:23

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Huld

Jenný! Það er ekki sérvizka nema hún sjáist.....

Anna! Þú ert ekki sem verzt sjálf...

Brattur! Ég vissi það - umhyggjan fyrir hnjánum á mér var þá eftir allt saman afbrýðissemi

Segðu Sigrún!

Rebbý! Ekki svo vitlaust hugsað....

Takk sömuleiðis Gréta

Helga Guðrún! Hlaupastíllinn er miklu reistari hjá mér..... ertu viss um að þetta sé veðhlaupahryssa?

Solla

Einar! Takk..... vonandi er þín sýn fallegri en Helgu G.

Hrönn Sigurðardóttir, 17.6.2008 kl. 22:19

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ömmur eru bestar...vonandi var dagurinn þér extra ánægjulegur.

Heiða Þórðar, 17.6.2008 kl. 23:41

12 Smámynd: Tína

Knús í daginn til þín þín Hrönn mín og þú mátt skila innilegri kveðju til frænda þins fyrir mig (Aðalsteini). Takk fyrir kvittið

Tína, 18.6.2008 kl. 06:52

13 Smámynd: www.zordis.com

Krúttkerling ekki spurning, með afbragðs hné (kanski jarðaberjabragð) líkist ömmu sinni og bráðskemmtileg.  Gleðilegan gærdaginn ....

Byrjaði á myndinni í gær og kem til með að senda þér myndir svo þú sjáir gjörninginn.  Ég held að hún verði mjög svipuð, næ henni að sjálfsögðu ekki eins í litum né afbrigðum en tilfinningarnar eru með afbrigðum eins!

www.zordis.com, 18.6.2008 kl. 07:27

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Heiða

Tína! Ég skal gera það

Þórdís!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2008 kl. 08:40

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins og veðlhlaupahryssa, ekki amalegt það.  Knús á þig inn í daginn mín kæra Hrönn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.6.2008 kl. 09:36

16 identicon

Ég verð líka stoltari með aldrinum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 10:07

17 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fyndið að þú skulir hafa "skondrast". Þegar ég var send eitthvað af ömmu eða mömmu þá "skaufhalaðist" ég.

Helga Magnúsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:33

18 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

KNÚS

Kristín Katla Árnadóttir, 18.6.2008 kl. 19:43

19 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Sæl gamla..... sá áðan að þvottavélin "stendur"enn fyrir sínu.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.6.2008 kl. 19:50

20 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

hott, hott!

) - ég hef ekki grenjandi, gisnan grun um hví þetta varð svona stórt ... fyrr má nú vera fyndnn en stórfyndinn ... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.6.2008 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.