Ekki er loku fyrir skotið....

Ég náði næstum því að láta skrúfu eyðileggja fyrir mér daginn!! Það munaði, svei mér þá, ekkert rosalega miklu..........

Sagan hefst á því að í jarðskjálftanum hér um daginn, þeyttist millihurðin í kjallaranum upp hjá mér og ég þarf að skipta um loku. Fór í gær, eins og heiðvirðri húsmóður sæmir, og keypti nýja loku sem samkvæmt vísindalegum útreikningum passaði á hurðina Wink Fór svo niður í dag eins og hver annar iðnaðarmaður og ætlaði að græja nýju lokuna á hurðina. Það reyndist öööörlítið flóknara en ég reiknaði með þannig að ég sendi mömmusinnardúlludúsk í verkið! Þegar hann hafði skilað af sér því sem hann  taldi vel unnu verki kom í ljós að ég gat ekki opnað hurðina og því síður lokað henni Pinch og gerðust þá konur fremur fúllyndar - að ekki sé nú meira sagt - þrátt fyrir að dúlludúskurinn teldi að ég kæmi til með að ráða ágætlega við þetta eftir ca. tuttuguogfimm ár eða svo.........

Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á því að fara út að skokka í klukkutíma. Kom til baka fallega fjólublá í framan og öllu minna geðstirð.

Mæli með skokki í stað geðshræringar - það er ólíkt betra fyrir þrýstinginn, fjölskyldulifið og útlitið! Þ.e. ef ykkur finnst fjólublátt fallegt........

Staðan er samt enn sú að það vantar fargins lokuna!

Þvottavélin er líka enn í úti í garði og leikur skrautmun - sem hún náttúrulega ekki er. Ég er búin að síkríta og síkríta einhvern til að flytja hana fyrir mig en ekkert gengur! Þetta endar með því að ég tek upp tólið og hringi eitt símtal....... Tounge

Hitti Krúsa krútt úti í búð í dag. Hann þekkti mig á töskunni......... Spáið í það - fólk tekur eftir töskunni en ekki mér Joyful Hvað segir það ykkur um töskuna mína?

Afrakstur dagsins! Ég á fallega rauða tösku og er lélegur iðnaðarmaður Joyful  Eins gott að ég vinn ekki fyrir mér sem slík Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú og dúlludúskur eigið að snúa ykkur að fjallgöngum ekki iðnaðarmennsku.

Af hverju þarf hurðin að vera lokuð, ég hélt að þú byggir uppi í sveit.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 22:56

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jenný! Það er alltaf hætta á aðkomufólki......

Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, hvað segir það um þann er eftir tekur? Mæli eiginlega meira með jarðhræringum en geðshræringu, ........ ellegar hvussu hvums...........???

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:26

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Bullandi bisness í þessu kona;

"Tek að mér að festa hurðir - mjög ákveðin vinnubrögð - fast verðtilboð."

 

Anna Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:48

5 identicon

greinilega flott taska sem þú átt

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:07

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert allavega ekki lengur með lausa skrúfu, er það nokkuð?

Sigrún Jónsdóttir, 15.6.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú Sigrún! ....og ekki bara eina ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 08:33

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það er alveg nóg að eiga fallega rauða tösku...

Heiða Þórðar, 15.6.2008 kl. 10:25

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er náttúrlega mesti munur að ráða við hurðina eftir 25 ár eða svo þú ert frábær

Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 10:44

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Krúsi krútt hefur greinilega verið hrifin af rauðu töskunni þinni

Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 11:48

11 Smámynd: Brattur

Ég mæli með framlengingarsnúru út í garð og í þvottavélina... fínt að þvo úti í góða verðrinu... mundu svo að hlaupa ekki af þér hnén, þú þarft að nota þau seinna...

Brattur, 15.6.2008 kl. 12:00

12 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

fjólublátt er flott, í smá stund...

Svala Erlendsdóttir, 15.6.2008 kl. 12:27

13 Smámynd: Rebbý

fjólublátt er með fallegustu litunum .... samt kannski ekki sem húðlitur

Rebbý, 15.6.2008 kl. 12:36

14 Smámynd: Ragnheiður

Settu blóm í þvottavélina bara -nýjasta tíska í garðskreytingum. Mömmusinnardúlludúskur er auðvitað ágætur, týpískur kall að færa vandann á þig en ekki hurðina.

Kveðja í skjálftasvæðið

Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 13:50

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það hefur hvarflað að mér Ragga - að stinga bara runnum í gatið á vélinni og láta hana standa.......... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:40

16 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....gæti kallað það skjálftaskraut!

Hrönn Sigurðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:51

17 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Ingibjörg í Hveragerði er með fulla búð af svona skjálftaskrauti......

Fanney Björg Karlsdóttir, 15.6.2008 kl. 15:16

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hrönn mín hér kem ég inn í mesta sakleysi til að kíkja á þig, og ég er nærri dauð úr hlátri, ekki bara út af innlegginu þínu heldur líka öllum svörunum.  Þú ert nú meiri kerlinginn, ættir að fara í skemmtanabransann og láta bæði skrifstofustörf símaöt og iðnað eiga sig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 17:50

19 Smámynd: www.zordis.com

Ég er alveg að koma og skal láta Fjallið horfa á okkur þegar við bifumst með hana í næsta garð  .....

Þú ertu nú meiri gormurinn í þessari hreyfingu ....  Passadu hnén á þér!

www.zordis.com, 15.6.2008 kl. 18:58

20 Smámynd: Solla Guðjóns

Jarðaðu maskínuna á lóðinni hjá þer og settu svofallleg grjót og og nokkra steinbrjóta ...eða bara þú mátt ráða......mundu að láta lokið snúa upp og vera opið.Þetta verður geðveikt töff og rauðtaska .....ég skima eftir heni .egar ég brenni upp eftir næst...þ.e.a.s. ef ég kemst útúr þessum golfballarskála einhverntíma .....mér er farið að líða eins og kokki í fangelsi en okey ég ætlaði víst að kommenta en ekki blogg

Eiga dyrnar hvort sen er ekki að vera lokaðar.....vertu ekkert ap reyna opna þá þarftu að fara að gera eithvað.......er hætt að  bulla og flissa

Solla Guðjóns, 15.6.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband