Af skjálftavaktinni.....

.... veit ekki hvar ég á að byrja!

Picture 047Picture 108

Svona lítur eldhúsið mitt út eftir 6.3 á richter!

Einhversstaðar þarna er rabbarabarapæið sem ég var að geyma mér til seinna kaffisins.... Þetta kennir manni að borða alltaf strax það sem maður gæti etið á morgun....................... 

Það er búið að moka mestu af glerbrotunum saman. Ég er heppin að eiga góða fjölskyldu sem er boðin og búin að aðstoða mig. Hér hefur verið her manns að skófla glerbrotum í bala, ryksuga og skúra.

Ég sef ekki heima því klósettið er óvirkt og sturtan er brotin. Ég meina það er óþarfi að lúkka eins og öreigi ;) En uppþvottavélin virkar og ég læt hana þvo aftur og aftur þessa þrjá diska sem ég á heila............

Picture 164Þvottavélin mín með alveg nýtt bros! Ég ætla ekki að leggja það á ykkur að sjá geymsluna mína......

Eitt sem mér finnst skrýtið! RÚV þessi "öryggis"fjölmiðill þessi með skylduáskriftina muniðið.....? Þegar ég sat og skalf - á föstudagskvöldinu...? - held ég - þá kveikti ég á útvarpinu og ætlaði að heyra hvort ég ætti að vera í viðbragðsstöðu - svona eins og skátarnir - en þá voru tveir menn að spjalla saman, gott ef það var ekki bara svolítið gaman hjá þeim.... Enginn kom í útvarp allra landsmanna og sagði mér að ég þyrfti ekkert að óttast - en þeir hlógu léttlyndislega gömlu karlarnir þannig að ég róaðist strax.... Woundering Til hvers er ég að borga afnotagjöld? Hvar er öryggið sem mér var lofað? Pinch Klukkan rúmlega fimm þegar ég hentist upp við næsta skjálfta - þá var, á sama miðli,  verið að tala um skjálftana fyrr um kvöldið...... Hvar kvartar maður? Veit það einhver?

Nú er staðan þannig að ég átta mig á því að það var líklega skjálfti þegar Ljónshjartað stekkur upp í rúm til mín.........  

Picture 001 Ingólfsfjall hefur breyst talsvert.......

Ástandið er ótrúlegt! Ég hangi þessa dagana í frasanum: Einnig þetta líður hjá.............

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já þetta líður vonandi hjá .... rosalegt að sjá myndir að austan og manni finnst þetta ótrúlegt að sjá því vissulega hristumst við aðeins í borginni en enginn skaði varð hér og er nú ekki langt á milli dags daglega

Rebbý, 1.6.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvernig þú getur fengið mann til að hlægja dátt á sama tíma og þú segir okkur frá broti af þeim hörmungum, sem þú hefur upplifað er alveg ótrúlegt.

Veit ekki hvar á að kvarta vegna þessara slælegu vinnubragða hjá RÚV, en kvartanir verða að koma fram, svo "hægt sé að læra af mistökunum" hjá þessu ofmetna öryggistæki okkar. 

Sigrún Jónsdóttir, 1.6.2008 kl. 14:41

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert frábær og ég biði ekki í þig ef þú hefðir ekki húmorinn ósmassaðan í farteskinu.  Þú átt alla mína aðdáun elsku Hrönnsla.

Reyndar hringdi ég í þig (fíbblið ég í afneitun) eftir stærri skjálftann til að athuga hvort þú værir í lagi.  Var voða hissa á að þú svaraðir ekki símanum.  Ég er biluð, ég veit það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 15:09

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Aðdáunar kveðjur til þín, hugrakka kona!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 1.6.2008 kl. 15:32

5 Smámynd: www.zordis.com

Þetta er ömurlegt og nokkuð ruslararlegt yfir að líta!  Elsku krúttið mitt vonandi að endirinn komi fljótt og að það verði hægt að laga allt sem fyrst! 

Allt annað leitar til þín aftur, þannig virkar það.

Knús á þig kjéddling

www.zordis.com, 1.6.2008 kl. 16:07

6 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 1.6.2008 kl. 16:35

7 identicon

OMG ég er orðlaus í fyrsta sinn held ég..Þú ert auðvitað frábær

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 17:25

8 Smámynd: Hugarfluga

Þú ert svoooo dásamleg, elsku Hrönn mín. Þessi húmor þinn er þannig að það ætti að vera hægt að stoppa hann upp eða klóna hann.  Gangi þér vel að koma öllu í samt lag aftur.

Hugarfluga, 1.6.2008 kl. 19:01

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ elskan.  Gott að sjá þig á fundinum áðan, en ósköp ertu sjokkeruð enn, hefurðu farið í áfallahjálp?? við ætlum á morgun, erum eitthvað svo freðin. Vonum svo bara að þetta gerist ekki aftur næstu 20 árin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2008 kl. 19:41

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þaðvar gott að hitta þig í gær og sjá að þér líður þolanlega miða við aðstæður.... en ég soldið inn á þessari sömu línu og Ásdís.... áfallahjálpin....hún gerir sitt gagn..... pældu í því kæra vinkona....

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.6.2008 kl. 19:50

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Öll él styttir upp um síðir, bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, og svo framvegis í það óendanlega (Guðminn, hvað slíkt hljómar "að ælu" í svona kringumstæðum ... ) Huggaðu þig við að þú ert þú og þú heldur þínum stórkostlega húmor, það er nefnilega ansi hreint góður fylgifiskur sem ekki allir hafa!! Gangi þér vel, elsku bloggvinkona.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.6.2008 kl. 23:04

12 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Úffff þetta er rosalegt.   Ótrúlegt að engin skyldi slasast alvarlega. 

Samt er gaman að sjá hvernig þú notar húmorinn í gegnum þetta allt.   Ekki veit ég hvað ég hefði gert ef ég hefði lent í svona áfalli eins og þið!! 

Marinó Már Marinósson, 2.6.2008 kl. 09:12

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur inn í þennan dag Hrönn mín

Sigrún Jónsdóttir, 2.6.2008 kl. 10:04

14 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta hefur verið rosalegt. Blessuð notfærðu þér áfallahjálpina það borgar sig upp á seinni tíma.

Helga Magnúsdóttir, 2.6.2008 kl. 11:57

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Æ elsku Hrönn mín, vona að þú hafir ekki orðið fyrir of miklu tjóni. Láttu þér líða sem allra best og notfærðu þér alla þá hjálp sem stendur til boða.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.6.2008 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.