Flóttamaður í eigin föðurlandi....

Ég skreið undir borð í dag! Maður er svo skilyrtur sjáðu til............. Krjúpa- skýla - eitthvað...... ég man ekki alveg hvað - en ábyggilega er það eitthvað rosa gáfulegt!

Ég á ekkert innbú lengur! EKKERT!! Allt ónýtt..... Jú jú ég er tryggð - en hvað færir mér aftur bollana hennar ömmu? Myndina frá Zordisi? Það opnaðist 90 gráðu heitur gosbrunnur í garðinum hjá mér - ég er stoltur eigandi fyrsta heita gosbrunnsins á Íslandi!

Ég er á lífi og ég er ekki lengur á Selfossi! Ég er komin langt upp í sveit og ég er langt komin með eina hvítvín - sem er það eina rétta í stöðunni.......

Var samt að hugsa þegar ég skreið undan borðinu í dag og stökk yfir glerbrot og hillur á leið minni út að það síðasta sem ég hefði skilið eftir mig á blogginu var: FOKK

Ekki gott..........

.... en fátt er svo með öllu illt! Mér datt nefnilega í hug, mitt í öllum hörmungunum, ný pikkupplína: Ég þori ekki að sofa ein í nótt! Má ég sofa hjá þér.......?

Hvernig finnst ykkur hún?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Skil þig alveg að þú hafir flúið. EN það er gott að heyra að það er allt í lagi hjá þér núna. Núna er bara að biðja fyrir því að þetta sé búið......

Núna færð þú bara frí í vinnunni á morgun og heldur þig í sveitinni, það ætlar hvort eð er enginn að kaupa sér skítadreifara eða traktor á morgun. Fólk hefur um allt annað að hugsa núna.

Farðu vel með þig í sveitinni.

Linda litla, 30.5.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Elsku kéllan mín...gott að heyra af þér þó frétirnar séu ekki góðar,þá ert þú þó heil.Mig tekur sárt eignatjónið þitt.

Sé samt skjálftinn hefur ekki hrist úr þér húmorinn.

Risa faðmlag til þín.

Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 06:39

3 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha þú ert yndi - pikköplínan er bara góð

Fyrir öllu að þú ert ómeidd þó að vissulega sé hræðilegt að missa allt sitt.

Knús á þig skvís - hugsa til þín

Dísa Dóra, 30.5.2008 kl. 08:06

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku stelpan, gott að þú komst ósködduð út úr þessu en mikið skelfing eru þetta rosalegir viðburðir.  Knús og milljón kossar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 08:55

5 identicon

Gott að þú ert ok .Það er sárt að missa sitt.Pikk-up línan er góð og virkar örugglega vel á suðurlandi..

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 09:26

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Gott að heyra að þú ert ok,og gott að þú ert bara í sveitinni...

Hugsa til ykkar fyrir austan. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 30.5.2008 kl. 09:33

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra frá þér Hrönn mín og gott að þú komst ómeidd út úr þessu

Sigrún Jónsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:16

8 Smámynd: Ragnheiður

Æj úff...minntu mig á að stríða þér aldrei aftur þegar það kemur BARA skjálfti upp á 3 á richter....shit hvað ég fór í kerfi.

Ég er svakalega fegin að sjá að húmorinn er í lagi elsku Hrönn, á ég að koma og hjálpa við tiltekt ?

Ragnheiður , 30.5.2008 kl. 10:17

9 identicon

Elsku Hrønnslan min,

er buin ad hugsa til tin i allan dag - og ykkar allra - fjølskyldunnar a Skjalftfossi.

Gott ad heyra i ter "hljodid" - tetta hlytur ad vera hrikalegt sjokk. Hafdu tad gott min kæra og reyndu ad taka "secret" a tetta.

 ast og kossar.

Erla sin.

Erla Bjørg (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 11:13

10 Smámynd: Rebbý

Gott að heyra að þú sjálf ert ok og sérð greinilega broslegu hliðarnar fyrst nýja pikkup línan er á tæru ..... svo er bara að fá sér fullt af fallegum nýjum hlutum þó það sé vissulega sárt að missa það sem hefur tilfinningalegt gildi.

Rebbý, 30.5.2008 kl. 11:22

11 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Halló halló - ég var einmitt að hugsa til þín í gær - eftir að hafa horft á samstarfsmenn mína dansa ósjálfrátt í nokkurskonar skrifstofustóladansi........  Það er fyrir öllu að þú sjálf sért í lagi - og þó það væru 2 hvítvín - breytir engu.  Við bloggvinirnir getum svo komið - rétt af myndir, raðað saman brotnu postulíni og síðan virkjað gosbrunninn og selt hann dýru verði til Landsvirkjunar eða eitthvað.  Bara kalla - ég mæti!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 30.5.2008 kl. 11:45

12 Smámynd: SigrúnSveitó

Þú ert alltaf jafn fyndin og yndisleg. Góð pikköpplína, hlakka til að heyra hvernig hún virkar

SigrúnSveitó, 30.5.2008 kl. 12:10

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Mikið er gott að heyra að þú ert Ok en ég veit það er líka skelfilegt að missa allt sitt! Gangi þér vel elsku kellingin mín

p.s. þessi pikköpplína er snilld og virkar örgla hrikalega vel

Huld S. Ringsted, 30.5.2008 kl. 12:45

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Mest er ég glöð fyrir þína hönd að lokaorðin voru ekki FOKK. 

En án gríns.......mikið gott að þú ert heil og ef enginn fellur fyrir pikköppinu, þá máttu sofa hjá mér. 

Anna Einarsdóttir, 30.5.2008 kl. 12:53

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

mikið er gott að heyra frá þér elskuvinkona....... það er fátt sem bætir bollana hennar ömmu þinnar...... en þú ert heil og það er fyrir mestu...... hugsa til þín ljúfust...... og hlakka til að sjá þig.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.5.2008 kl. 14:10

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Jess! svakalegar fréttir. Er búinn að vera í beinu sambandi við alla mína á Selfossi í dag. Gott að allir eru á lífi þó nokkrir hafa slasast. Það eru þrír Kínverjar að vinna hjá mér og þeim þykir með ólíkindum að allir séu á lífi. Jarðskjálftinn í Kína var aðeins sterkari og allt er í rúst + 80.000 látnir. Þeir biðja að heilsa til Íslands og "held og lykke" til allra Íslendinga. Gangi ykkur vel að hreinsa til eftir ólætin og vonandi koma ekki fleiri eftirskjálftar.

PS: Það eru engir skjálftar í Danmörku og við erum með gestaherbergi og Lappa þykir gaman að sofa hjá gestum okkar.

Gunnar Páll Gunnarsson, 30.5.2008 kl. 18:21

17 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú virðist sjá björtu hliðina á öllu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 21:26

18 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þessi pikköpplína er óbifanlega ótrúlega frábær. Óska þér til hamingju með hana og svo þann árangur sem hún á eftir að skila.

Gangi þér vel, heillakella.  

PS: Bollarnir hennar ömmu, æ, æ, æ, EN beinbrot og brjálæði eru verri .... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.5.2008 kl. 22:26

19 Smámynd: Hugarfluga

Æ, elskan mín ... ekki gott að heyra. Er samt glöðust að þú hefur húmorinn í lagi ennþá og að þú ert heil á húfi. Gangi þér vel, darling.  Knús og kossar.

Hugarfluga, 30.5.2008 kl. 22:27

20 Smámynd: www.zordis.com

Elsku kjéddlingin mín!

þú ert á beinu brautinni med hvítvín og edalpikköpplínu.

Ég aetla ad senda þér meil í kvöld.

knús á þig fallega rós!

www.zordis.com, 31.5.2008 kl. 09:16

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá er sko búin að hugsa mikið til þín

Heiða Þórðar, 31.5.2008 kl. 13:28

22 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já þetta er alveg hræðilegt !

hugsum til þín

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.5.2008 kl. 15:55

23 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Flott pikkopplína. Var að skoða myndirnar. Hrikalegt. Sendi þér stuðningskveðjur og vona að þú finnir hjásvæfu sem fyrst!

Guðríður Haraldsdóttir, 1.6.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband