Öskudagur og lífið gengur sinn gang

En komirðu, karl minn! nærri, 

kynleg er menjagná. 

Hún lyktar af ljótum svita

og lús skríður aftaná. 
 

Ég sofnaði óguðlega snemma í gær. Enda með eindæmum þreytt!

Vaknaði svo klukkan fjögur við að Stúfur Stubbalings, hélt það væri kominn dagur og vildi komast út að míga - enda ekki að furða - fyrir utan voru snjóruðningstæki að moka snjó og skafa í erg og gríð og birtan inn um gluggann var eins og um sumarbjartan dag......... Við skutumst út í skafl og fórum svo beint upp í rúm aftur.

Fórum svo í morgungönguna í rólegheitum. Í gegnum snjómugguna sá ég glitta í Fanney og Bóndann þegar þau renndu í gegn á sinni leið. Yndislegt að ganga úti í snjókomunni og stafalogni svona snemma dags og búa sig undir daginn. Birtan einhvernveginn svo undarlega rauðleit. InLove

Sit svo núna í þessum orðum töluðum og úða í mig AB mjólk með musli og ferskum ávöxtum. Keypti blöndu, frá Ferskt held ég, af fimm ávöxtum í pakka úti í búð - bara svona til að prófa og namm hvað þetta er gott! Melónur, vínber, bláber, ananas og klementínur. Spurning hvort ég fer og fæ mér meira?

Ég sé að fyrir utan gluggann fjölgar óðum litlum furðuverum með poka. Ég get leyft mér að hafa gaman af þeim úr svona öruggri fjarlægð en mikið svakalega er ég fegin að þurfa ekki að hlusta með stirðnað bros á vör á attikattinóa sungið 300 sinnum í dag og þykjast hafa gaman af því Tounge Ójá lífið er yndislegt InLove

Einhver sem getur sagt mér úr hvaða ljóði þetta er, hver samdi og hvað höfundur er að segja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn í austurbæinn.  Ég held að Atti katti sé grænlenskt barnaljóð.  Hér trufluðu engin moksturstæki væran svefn minn, hinsvegar kom hreyndýrið kl.8.30 og nú er allt að verða æðislega hreint og fínt hjá mér, held ég leggi mig svo aftur með kisu minni.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góðan daginn Vesturbær

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 09:53

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Komdu bara! Ég á köku.....

....hljóma ég nokkuð eins og perri?

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 10:00

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Svakalega kraftur er á þér alltaf að arka þetta í snjónum. Ég borðað líka AB mjólk í morgun. Eigðu góðan dag Hrönn mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.2.2008 kl. 11:03

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Attikattinóa var sungið hjá Rannveigu og Krumma, höfundinn þekki ég ekki enda eins gott hann hefur mikið á samviskunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.2.2008 kl. 11:31

6 Smámynd: Ragnheiður

Rannveig og Krummi aha...nostalgíukast !

Góðan daginn austur og vestur Selfoss town.

Held ég leggi mig aftur bara

Ragnheiður , 6.2.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hallgerður! Allir að syngja með sínu lagi

Katla! Það er svo gott að labba í snjónum

hehehehe Jenný! Það er rétt en það er ekki attikattinóafarginslagið sem ég er að vísa til ljóðsins!!  Þetta er gáta! Þið verðið að lesa betur.

Daginn Álftanes! Þetta er góður dagur til að sofa

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 12:06

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nú meira ljóðið Hrönn mín  lús og svitafýla úff.

En þeir byrja óguðlega snemma að moka snjómokstursliðið, svo það er von að stubbalingurinn hafi haldið að það væri kominn  hábjartur dagur.  En mikið hefur verið gott að skríða upp í aftur og vefja að sér sængina og sofna aftur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.2.2008 kl. 13:43

9 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þórbergur orti, Þórðarson...

Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 18:55

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Esjan er yndisfögur
utanúr Reykjavík.
Hún ljómar sem litfríð stúlka
í ljósgrænni sumarflík.

En komirðu, karl minn! nærri,
kynleg er menjagná.
Hún lyktar af ljótum svita
og lús skríður aftaná.

Markús frá Djúpalæk, 6.2.2008 kl. 19:07

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 ....og við höfum sigurvegara....

Ekki að þær hafi veitt þér einhverja samkeppni þessar tjeddlingar.....

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 19:16

12 Smámynd: Hugarfluga

Ég hef ekki hundsvit á svona gömlukalla ljóðum, ég svo ung, sko! Hmm hmm ...

Hugarfluga, 6.2.2008 kl. 20:05

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hef nú bara aldrei heyrt þetta ljóð! en það er bara ég, hef svo lítið gaman af ljóðum. Ég hefði hundskammað snjóruðningskallana ef þeir hefðu vakið mig svona snemma!!

Huld S. Ringsted, 6.2.2008 kl. 20:40

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sendi þeim eitt af mínum worldfamous illu auga Huld ;)

Fluva - fluva.......

Cesil! Það var obboslega gott

Takk sömuleiðis blá mín blá

Hrönn Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 20:44

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þekkti ekki ljóðið

Þessu gat hann lumað á karlinn, Þórbergur.

Marta B Helgadóttir, 6.2.2008 kl. 21:43

16 Smámynd: www.zordis.com

Væri til í að nálgast brakið í snjónum, heyra niðinn í ánni koma svo heim og drekka heitt kakó með rjóma og ekki verra að fá kökusneið!

Öskudagsknús ....

www.zordis.com, 6.2.2008 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband