Vonin lífs er verndarengill

Ég hringdi sérstaklega í minn nýja yfirmann í dag til að segja honum hvað ég væri dugleg - ég meina hver á að segja honum það annars? Ég er líka ennþá að reyna að kenna honum að byrja hvert okkar samtal á að segja: "Mikið rosalega er ég heppinn að hafa þig í vinnu......" Tounge Gengur hægt - endar líklega með því að ég þarf að fara með hann á hlýðninámskeið!

Stúfur Stubbalings lærir hraðar. Ég er að kenna honum ýmis trix í skjóli myrkurs á okkar daglegu morgungöngum. Sagði honum í morgun að hann væri orðinn svo duglegur að næst lægi fyrir að selja hann í sirkus W00t Hann brosti til mín, fullur trausts. Veit líklega sem er að því mundi ég aldrei tíma. Ekki eftir að vera búin að leggja alla þessa vinnu í að kenna honum þessi brögð Wink

Á morgun eru tuttuguogtvö ár síðan ég gifti mig!! Spáið í því! Við erum næstum jafnaldra, ég og brúðkaupsafmælið.......Tounge

Ég ætla að halda upp á daginn! Ég er alveg ákveðin í því að fara út að borða með vinum mínum - báðum!! W00t Aldrei að láta gott tilefni til fagnaðar ónotað. Ég held líka upp á daginn sem ég uppgötvaði að hjónabandið var búið, daginn sem ég henti honum út og daginn sem skilnaðurinn tók formlega gildi LoL Ég held líka upp á afmælið mitt og páskana, bara svo það sé á hreinu...... Ég held svei mér þá að ég gæti verið ættuð úr Vestmannaeyjum, ég kem svo oft fagnandi.

Fékk alveg hrikalega góða heimsókn áðan. Fanney kom loksins í kaffi til mín! InLove Yndisleg kona hún Fanney og ég get svo svarið það að ef ég væri "þannig kona" mundi ég reyna að stela henni frá Bóndanum.

Einhver sem getur sagt mér úr hvaða ljóði fyrirsögnin er?

Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gátukona sem þú ert!  Sumar konur eru hreint yndislegar, haltu í þessa góðu vinkonu! 

, þú verður enga stund að kenna yfirmanninum þínum að bregðast rétt við! 

Á morgun segir sá lati.  Búið að pakka inn og merkja og allt reddý fyrir heimför ... Knús á þig rósin mín!

www.zordis.com, 31.1.2008 kl. 22:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Yndisleg ertu Þórdís!

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú ættir nú að vera í æfingu hvað varðar hlýðninámskeið eftir að hafa kennt Stúf Stubbaling virkar örugglega líka á yfirmanninn.

Ég þarf að fara að rifja upp alla "hátíðisdaga" þar sem ég á tvær sambúðir að baki með tilheyrandi uppgötvunum og slitum og alles en bara byrjun og giftingu á núverandi, Úff!! ég verð í hátíðarskapi allt árið

Huld S. Ringsted, 31.1.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 31.1.2008 kl. 22:40

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hrósaðu bossa ...meina bossinum, og þannig kennirðu honum best að hrósa þér

Þessi brúðkaups og skilnaðar afmæli fólks, ég á bara eitt af hvoru eins og þú, þau eru hreint undarlega greypt inn í líf manns, ekki viðlit að gleyma þessum afmælisdögum hversu mikið sem maður reynir og hversu skemmtilegt lífið annars er þegar þeir oförvarendes dúkka upp ár hvert.

Marta B Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 22:43

6 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Fanney á skilið góðan Bónda

Zordis og Hrönnslan eru tvær yndislegustu manneskjurnar á moggablogginu ...og nú er ég orðin svo væmin ..en þið lifið það af elskurnar, heldégkomimérbaraíbólið að klára Traktorinn  

Marta B Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 22:48

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Huld - Það er ekki slæmt!!

Katla mín - knús á þig.

Marta! Ég þarf að taka þig á námskeið að halda upp á þessa merkisdaga  Hver veit nema ég bjóði þér með næst? Sjálf geturðu verið yndisleg

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:11

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kristján Jónssona fjallaskáld er höfundur að þessari setningu veit ekki hvort þetta er heilt ljóð eða hvað.  Hrönn, ef þú bætir mér við í matarboðið þá ertu með öllum ekki bara báðum vinum þínum 

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég myndi nú bara vera ánægð á meðan viðkomandi yfirmaður borgaði mér brosandi.  Annars er ég mjög sár.  Fékk ekki svarsögn í kommentunum hér fyrir neðan þrátt fyrir að hafa gúgglað mér nánast til ólífis til að svara þýðingu á fyrirsögn.  Ég sendi þig í sirkus.  Með fyrrverandi bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.2.2008 kl. 01:14

10 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Hrönnslan mín takk fyrir síðast...... mér finnst það allveg glimrandi að þú haldir upp á þessa merkisdaga .... og þá sérstaklega þann síðarnefnda............ ég hef góða reynslu af hlyðninámskeið fyrir karlmenn......sbr bóndinn og Hekla..... Bóndinn hélt í alvöru að við værum að fara með tíkina á hlýðninámskeið...... æ þessir karlmenn.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 1.2.2008 kl. 09:14

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta eru sko alveg dagar til að halda upp á Hrönn mín.  Þýðir þetta ekki bara að vonin verndar, meðan maður hefur  von er maður verndaður.  Mér finnst það einhverveginn. 

Takk fyrir enn eina skemmtilega færslu elsku Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:41

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

vinir eru bestir, líka þegar þeir veðra óvinir.

góða helgi kæra hrönn

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 15:33

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ásdís og Dúa voru með rétt svar!! Í verðlaun eru kaffibolli og skúffukaka og þær mega bjóða með sér vin

Góða helgi sömuleiðis Steina mín

Takk - takk Cesel, Hallgerður og Fanney og Fanney komdu oftar........

Jenný mín! Plís ekki með honum.... Annars er þetta nákvæmlega það sama og einkasonurinn hótar mér þegar honum sárnar..... Nema hann segist ætla að láta okkur á sama elliheimilið

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 12:44

14 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

á elliheimilum er hjónum oftar en ekki stíað í sundur...... veit ekki með fráskilda...kannski þeim sé þjappað saman...

Fanney Björg Karlsdóttir, 2.2.2008 kl. 13:13

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Örugglega Fanney!  Óuppgerð karma og eitthvað fleira í þeim dúr......

Hrönn Sigurðardóttir, 2.2.2008 kl. 13:20

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Rosalega hefurðu verið ung þegar þú giftir þig Hrönn mín. Bara rétt um fimm ára

Jóna Á. Gísladóttir, 2.2.2008 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.