Björn Bjarnason

Það er svo gaman í nýju vinnunni að ég gleymi að hætta, það er nefnilega ótrúlega skemmtilegt að gleyma sér innan um tölur. Hafiði ekki prófað það? Verðið að prufa....... Svo gengur allt upp, allar tölur rúlla á sinn stað og ég krullast upp af hamingju inni í mér - um stund allavega.  Spurning hvort ég láti klukkur hringja á hættutíma, fái kannski gamla KÁ smiðju lúðurinn til að þeyta mér inn í hversdaginn, eftir vinnutíma. Man einhver eftir þeim lúðri? Ég man ég fylltist spenningi, það þýddi að pabbi var búnn að vinna. Þá annað hvort skoppaði maður heim í mat, því þá var mamma alltaf tilbúin með matinn InLove eða faldi sig, fór eftir hvað ég hafði aðhafst þann daginn...... Joyful

Sofnaði klukkan sjö í gærkvöldi, ég held ég sé verri en gamla fólkið, það vakir þó yfirleitt fram yfir fréttir......Whistling Mér var kalt, ég var þreytt, önug og örg, þannig að ég ákvað að halla mér aðeins undir kodda Wink Vaknaði klukkan fjögur í nótt við að Stubbalingi var orðið mál að míga - og skyldi engan undra. Fór svo aftur upp í rúm og las þar til ég sofnaði - aftur Woundering

Er núna á leiðinni í leikfimi - hver sagði að sundleikfimi væri bara fyrir gamalt fólk? GetLost Ég er eldri en gamla fólkið - allavega í gær Tounge Í dag liggur betur á mér, ég hringdi nokkur símtöl svona prívat og persónulega, var dónaleg við þá sem voru ókurteisir við mig og kurteis við hina..... og sjá; Ég boða yður frið og fögnuð, stundum þarf að vera "ákveðinn" Halo

Á meðan ég man og er vakandi Devil Vitiði um einhvern sem á hornsófa með tauáklæði og vill losna við hann?

Bígúd doktor fílgúd InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Er einhver purrka í þér ????  Mér finst þú bara ógeðslega dugleg að skella þér í leikfimina .....

Mættu fleiri vera eins og þú, dugleg og hreinskilin!  Kostir sem eru aðdáunarverðir!

www.zordis.com, 23.1.2008 kl. 20:28

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

 Takk Þórdís! Geturðu mætt fyrir mig í næsta launaviðtal?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Rebbý

hallar þú þér UNDIR koddann kona?  ég sef alltaf á mínum

Rebbý, 23.1.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það fer soldið eftir hvað er undir koddanum

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 20:52

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég segi enn og aftur, þú mátt koma og kljást við mínar tölur, ég er farin að fá martraðir af tilhugsuninni um þær!  En ertu ennþá vakandi?

Huld S. Ringsted, 23.1.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er yndisleg Hrönn mín þú ert góð bloggvinkona.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.1.2008 kl. 21:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Huld! Ótrúlegt hvað maður lafir á þrjózkunni einni saman......

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:46

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Katla mín

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:47

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er eins og þú, elska tölur sem stemma ekki en svo skyndilega eins og fyrir kraftaverk tekst manni að láta allt falla saman.  Elska bókhald og vildi helst af öllu geta unnið við slíkt.  Hvað er annars undir koddanum hjá þér þarna í austurbænum?  ég hef aldrei búið nálægt svona lúðrum, nema þá brunalúðrinum heima á Húsavík og ég hataði hann þegar ég var  barn.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:47

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Ásdís og maður hreinlega krullast upp af hrifningu yfir sjálfum sér og tilverunni

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:48

11 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 23.1.2008 kl. 22:19

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Stundum fæ ég alveg nóg af tölum í vinnunni minni... Og svo eru það allar tölurnar á skyrtunni

Ágúst H Bjarnason, 23.1.2008 kl. 22:25

13 Smámynd: www.zordis.com

Nefndu stað og stund!  Æll bí ðer!    þarf bara peysuna þína og málið dautt!

www.zordis.com, 23.1.2008 kl. 23:19

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Skoppa heim eða fela sig...var búin að gleyma þessari stemningu úr uppeldinu  Takk Hrönnslan að rifja þetta upp.

Þrekið hjá flestu fólki er e-ð minna á þessum árstíma Hrönn mín þegar myrkrið ætlar mann lifandi að drepa. Það er bara allt í lagi að fara að sofa bara þegar maður er þreyttur, fyrir eða eftir fréttir  - eins og hver þarf. Við búum á mörkum hins byggilega heims. Eftir ca 3 vikur er dagurinn orðinn miklu lengri og allir orðnir léttstígari.

Marta B Helgadóttir, 23.1.2008 kl. 23:19

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

...já tölur eru stórskemmtilegar, myndrænar og lifa einhvernveginn sínu eigin lífi líka.

Marta B Helgadóttir, 23.1.2008 kl. 23:21

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tölur og ég: Olía og vatn.  En ég óska þér til hamingju með að ráða við þær.

Ætla að prufa að fara að sofa fyrir fréttir, þessa dagana örgla gott fyrir blóðþrýsinginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2008 kl. 10:37

17 Smámynd: SigrúnSveitó

Ég segi bara; það er gott að einhver hefur áhuga á þessum tölum...eins og tengdó segir við mig; það er gott að einhver hefur áhuga á að vinna við umönnun... 

Knús yfir fjöll og heiðar. 

SigrúnSveitó, 24.1.2008 kl. 10:45

18 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hef aldrei getað glaðst yfir tölum en þegar orð raðast fallega saman birtir í sinni mínu.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:27

19 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Takk fyrir að útskýra fyrir mér hvernig fólk meikar að vinna við bókhald

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2008 kl. 20:08

20 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Á hornsófa, en hann er úr leðri, brúnn. Fæst fyrir ekki neitt annað en að sækja hann. Má ekki bara yfirdekkja? 

Halldór Egill Guðnason, 25.1.2008 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband