Dúllerí og drukknuð mús!

Ég var eins og drukknuð mús þegar ég loks komst heim aftur í morgun klukkan rúmlega átta. Þá vorum við Lokharður Ljónshjarta búin að ganga út að kirkju, fá syndaaflausn og ganga til baka í svo miklu roki að ég stóð varla enda hálkan ekki smánarleg á svæðinu. Stúfurinn gekk hlésmegin....Whistling

Fór svo í leikfimi og komst að því að þakið á sundlauginni lekur!! How convenient is that?? Var í afspyrnulélegu skapi alveg fram í miðja leikfimi. Þá fann ég endorfínkippina kikka inn. Mæli með sundleikfimi hjá Betu! Svíkur engan - ótrúlega erfitt á köflum og þú kemur alltaf betri manneskja "uppúr"

Það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að kíkja á netið og sjá: "Óveður á Hellisheiði" hringdi strax í alla mína drengi og bannaði þeim að fara yfir Heiðina fyrr en ég segði: "má". Hringdi svo í minn nýja vinnuveitanda, sem er staddur erlendis, og sagði honum að ég hefði fyrirskipað að drengirnir dúlluðu sér  í smiðjunni fram að hádegi. Hann var samþykkur því að þeir færu ekki yfir Heiðina en vildi að þeir ynnu í stað þess að dúlla sér. Leggur líklega einhverja aðra merkingu í það en ég.........LoL

Þegar ég svo hringdi til að gefa grænt ljós á Heiðina síðar í morgun var mér sagt að það væru allir löööngu farnir sem hefðu á annað borð ætlað yfir............ Það ynnu sko engar kjéddlingar þarna...Gasp

Ég var afskaplega þakklát skelkuðu drengjunum tveimur, í gærkveldi, því þegar við Stúfur Stubbalings laumuðum okkur út í kvöldpissið ákvað hengjan sem eftir var, að falla - á mig!!! Það var hvorki þægilegt né notalegt svo maður snúi nú frasanum hans Binga við - sem einhverntíma um daginn sagðist vera bæði hryggur og leiður, ætti kannski að kíkja í samheitabók drengurinn sá - en sumsé ég var afskaplega þakklát fyrir að ég fékk bara afgangsjökul í hálsmál og höfuð.

Næst liggur fyrir að vinna Þjóðverja í Noregi. Heyrði Adolf Inga tala við Loga í hádeginu. Leikurinn leggst vel í mig! Hvað haldiði að við töpum stórt?

pís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Töpum? Af hverju helduru að við töpum?

Bryndís R (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

skilþaggi........... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 13:27

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Neiiiiiiiii ekki svona svartsýni nú vinnum við.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehehe Katla mín

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 14:11

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

hvaða hvaða..... ég fór yfir heiðina í morgun...... og það var sko pís of keik...... skil ekki þetta stress.......og Hrönnslan mín...auðvitað vinnum við í kvöld.... ekkert væl   vinnum þetta með léttum...

Fanney Björg Karlsdóttir, 22.1.2008 kl. 14:31

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

þú átt að bera meira traust til drengjanna þinna Hrönn mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2008 kl. 15:25

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

pís Hrönnsla

Jóna Á. Gísladóttir, 22.1.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: www.zordis.com

Bara hremmingar á Kjéddlingunni ... meiri starfsfélagarnir sem þú hefur  alltaf gott að hafa þá undir hælnum þ.e. starfsfélagana!  Vona að þú skriðjökullinn hafi ekki gert mikið mein.

www.zordis.com, 22.1.2008 kl. 15:50

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jú jú Fanney - það hefur verið þér léttur leikur.....

Cesil! Þetta er spurning um að þeir hlýði!!

Nei skriðjökullinn var orðinn næsta meinlaus en kaldur var hann

Hallgerður og Jóna

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 16:19

10 Smámynd: Dísa Dóra

Isssss enga svartsýni kella - við vinnum

Dísa Dóra, 22.1.2008 kl. 17:18

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Dísa mín - sagði konan hunangssætri röddu - við erum búin að tapa......

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 17:36

12 Smámynd: Hugarfluga

Ég er alvarlega að íhuga að flytja austur fyrir fjall bara til að upplifa þessa orku frá þér og myndi þá kannski drattast í leikfimi!! Vona að hengjan hafi ekki skaðað þig mikið. Hún hefur allavega ekki skert hnittnigenið í þér, kella mín. 

Hugarfluga, 22.1.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Rebbý

skelfing að heyra með skriðjökulinn en voðalega ertu sæt við vinnufélagana, mínir komu allir í bæinn (þ.e. bæði þeir sem búa fyrir austan og á öðrum undarlegum stöðum)

Rebbý, 22.1.2008 kl. 20:52

14 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú átt alltaf að stökkva eldsnöggt út þegar von er á ísjaka ofanfrá.  Við töpuðum helv. leiknum, ekki okkur að kenna. Farðu varlega í hláku og hálku elskið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2008 kl. 21:16

15 Smámynd: Marta B Helgadóttir

.."Þá fann ég endorfínkippina kikka inn"  

Það er góð styrking fyrir magavöðvana að lesa pistlana þín Hrönnslan mín, ég hlæ og hristist öll og hlæ svo enn meira

Marta B Helgadóttir, 22.1.2008 kl. 21:53

16 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Stundum saknar maður veðurfarsins á Íslandi og þá sérsaklega þegar stendur á ofan frá fjalli eins og Einar afi sagði í den. Og átti þá við norðanáttina.  Hér er von á stórblíðu og næstm því 9 stiga hita um helgina. Maður ætti bara að bregða sér niður á strönd! Ha! Með kippu og handklæði. Sé til. Sendi tvær gráður til ykkar á Selfoss.

Gunnar Páll Gunnarsson, 22.1.2008 kl. 22:02

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

smjúts á ykkur og Gunni Palli kokkur - ég skal senda þér norðannæðing í poka

Hrönn Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 08:06

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

knúsí til þín og ljónshjarta

Bless

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.