Skriðjökull á þaki!

Sjónvarpsloftnetið slútir niðurlútt í suðuátt, skammast sín líklega fyrir dagskrána sem boðið er uppá..... þannig að ég sá aumur á því sótti kúst niður og fór út að berja niður klaka. Skilyrðin hafa hinsvegar sjaldan verið betri Tounge 

Hjá mér slútir nefnilega myndarlegur skafl fram af þakinu. Hann hefur verið að smástækka undanfarna daga og safna í sig bleytu og frosti til skiptis. Á nóttunni vakna ég við skruðninga þegar hann skríður fram eins og stökkbreyttur skriðjökull. Þetta er fremur erfið staða því hann valdi að skríða fram af þakinu þar sem inngangurinn er.....eða útgangurinn ef þannig ber undir. W00t Þetta veldur því að ég þori ekki að hafa Stúf Stubbalings úti á daginn, eins og honum finnst nú gaman að liggja gáfulega á tröppuskaflinum og stúdera umferðina - er líklega að velta því fyrir sér hvaða bílategund væri skemmtilegast að elta Whistling svona ef ég ætti að skjóta algjörlega blint á hvað þetta krútt hugsar LoL - því ég óttast að skriðjökullinn ryðjist þá fram af þakinu og lendi á þeim eina sem nennir að búa með mér Tounge Mér er meira sama um aðra sem þurfa að nota innganginn.

Minn nýji yfirmaður tilkynnti mér það í morgun að þetta hlass (og hann var ekki að tala um mig....) mundi steinrota mig ef það legði af stað. Allavega er ég búin að létta á farginu - ekki mikið en samt....... slepp kannski bara með höfuðverk ef það leggur af stað um leið og ég.

Ég heyrði einhversstaðar að aldraðir og öryrkjar fengju aðstoð við að moka snjó af þaki og var sátt við að bíða - en svo fór ég að reikna......

Annars er ég afskaplega sátt við lífið og tilveruna þessa dagana. Við tókum því bara rólega í morgungöngunni, því það er föstudagur og ég var búin að vinna mér inn fyrir því að byrja ekki á "slaginu" í morgun. Við hnusuðum af allri lyktinni í snjónum, eltum slóð í gegnum djúpa skafla, heilsuðum uppá stelpuna sem er alltaf á leið í vinnu á þessum tíma og liðuðumst algjörlega sauðslök meðfram ánni.

Framundan er helgin í allri sinni dýrð InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Dúddelídú og bí, bí og blaka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.1.2008 kl. 22:01

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ábyggilega bara fyrir austan Dúa soldið langt fyrir hann að koma og moka..... varstu ekki annars að meina það?   Nei ég á ekki stiga!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2008 kl. 22:03

3 Smámynd: Hugarfluga

Fengju aldraðir aðstoð VIÐ að moka, eða geturðu fengið aldraða til að hjálpa þér að moka?? Eru aldraðir ekki orðnir svo virkir á vinnumarkaði? Maður veit aldrei.

Knús á þig.   

Hugarfluga, 18.1.2008 kl. 22:17

4 Smámynd: Dísa Dóra

Góða helgi.

Dísa Dóra, 18.1.2008 kl. 22:45

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Góða helgi elskan mín.

Heiða Þórðar, 18.1.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehehehe æj ekki má stúta sambýlingnum..hehe þessi færsla er yndisleg hjá þér Hrönn mín hahaha

Já ég segi það eins og fluga, eru ekki aldraðir virkir á vinnumarkaði ? Getur líka prófað að hringja í lögguna og tilkynna yfirvofandi líkamsárás ?

Ragnheiður , 18.1.2008 kl. 23:02

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er svo fyndin færsla að ég hefði viljað framhaldssögu, sé þetta allt ljóslifandi fyrir mér. Hundur í slóð, jökull á ferð og kona ein að reyna að tækla vandamálin. Þú hringir nú í mig ef þetta versnar, við öryrkjar kunnum alltaf ráð til að láta aðra gera hlutina :):)  Eigðu góða helgi elskið mitt.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 00:17

8 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Veistu......ég var einmitt að hugsa þetta sama og þú..um þetta ferlíki sem "lekur" niður þakið hjá þér...... var að spekulera í að banka hjá þér... og bjóða fram aðstoð bóndans...... sbr aldraðir og vinnumarkaðurinn.... en sá þá að klukkan var allveg að verða fréttir...... ég kíki á þig seinna......kanski ferlíkið verði enn á sínum stað........

lovejú.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 19.1.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Góðan daginn Selfoss! Hérna í Lejre skín sólin eins og henni væri borgað fyrir það, það er ca 7gc sunnanmegin og fyrstu vetrargosarnir eru byrjaðir að glenna sig. Fróðpir menn spá því að veðurfar í DK verði eins og í Normadí. Þaeas, sjaldan "vetur" og melló sumur. Best að byrja á þriðja kaffibollanum, sturtast og hella sér svo í það að smæla framan í heiminn. Ég sendi eina gráðu yfir til ykkar og skriðjökulsins á þakinu.

Kveðjur heim á Selfoss. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 08:56

10 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Góða helgi í snjónum

Ágúst H Bjarnason, 19.1.2008 kl. 10:21

11 Smámynd: www.zordis.com

Þú tæklar þetta.

Gætir búið til snjóbolta og hent upp á þak sem rúlla upp á sig, myndir heila snjókalla fjölskyldu og fortóinu hjá þér og allir sáttir!

Annars væri ég til í að renna mér niður á sleða og ryðja þessu niður fyrir þig .....

Njóttu helgarinnar meðfram Ölfusánni með litlum ljúfum Stúf stubbaling.

www.zordis.com, 19.1.2008 kl. 11:15

12 Smámynd: Rebbý

myndi styðja hugmyndinni að hringja í lögguna og tilkynna yfirvofandi líkamsárás ef ég vissi ekki að þér þykja þeir óspennó og myndir ekki daðra við þá.
en gættu vel að stubbaling, ekki má hann verða undir "hlassinu" og reyndar ekki þú heldur.
góða helgi !!

Rebbý, 19.1.2008 kl. 12:28

13 Smámynd: Heiða  Þórðar

Það eru 340 dagar til jóla Hrönnslan mín og komin tími á aðra færslu hjá þér...

Heiða Þórðar, 19.1.2008 kl. 13:55

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ég bara hlæ og hlæ að þessari frábæru fyndni..þvílíkur sjóðbullandi húmorinn í þér kona alveg dýrðleg og engri lík 

Í minni sveit (107 Rvik) var þorpslöggan (Sæmi Rokk) víst boðinn og búinn að hjálpa konum í ýmsum nauðum. Enda mörg börnin þar um slóðir einkennilega áþekk honum.  

Marta B Helgadóttir, 19.1.2008 kl. 14:53

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Eigðu góðan sunnudag Hrönn mín og takk fyrir skemmtilegt blogg.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.1.2008 kl. 15:15

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viltu gjöra svo vel að fara varlega stelpa, það er ekkert smámál að fá svona flykki í hausinn og ég er ekki að tala um þig Reyndar getur svona farg verið stórhættulegt, og við viljum ekki missa þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.1.2008 kl. 17:50

17 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þinn stökkbreytti skriðjökull er efni í fyrirtaksvísindarannsókn. Nú skrifar þú MS-ritgerð um hann og þar með er framtíðin ljós. Fyrirlestraferðir um allan heim og margt fleira skemmtilegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 20.1.2008 kl. 19:11

18 Smámynd: Huld S. Ringsted

Vonandi áttir þú góða helgi og fékkst engan skriðjökul í hausinn

Huld S. Ringsted, 20.1.2008 kl. 23:09

19 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband