Pjúff.....

.....hvað það er klikkað veður úti. Var að koma úr morgungöngunni sem var óvenju stutt í þetta sinn. Ég varla stóð og hraktist eins og spörfugl á milli ljósastaura W00t Ég get alveg tekið undir orð Vegagerðarinnar um að það sé ekkert ferðaveður!!

Ég hef verið að undirbúa Lokharð Ljónshjarta undir Gamlárskvöld, með dyggri aðstoð bæjarbúa, sem sjá um verklega þáttinn. Ég segi honum hryllingssögur af litlum stríðshrjáðum hundum í Kosovo, þar sem hver dagur er Gamlársdagur! Hann lætur sem hann skilji ekki inntakið og heldur áfram að stara út um gluggann með eyrun aftur á hælum. Ég bæti þá við sögu um útilegumann sem varð úti vegna þess að hann borðaði snjó - ekki að það komi málinu neitt við þannig séð en sagan var góð -  það var þó ekki fyrr en ég bætti við sögu um hund sem bjó í Kína að hann sá að hann hafði það nú ekki svo skítt Tounge

Regnið lemur rúðurnar, vindurinn hvín og blæs, hundurinn er nýþurrkaður og steinsefur og nú ætla ég að skríða í rúmið aftur og njóta þess að hlusta á óveðrið úti á meðan ég les. Var að ljúka við bók sem heitir Undir yfirborðinu og er eftir Noru Roberts. Ágætis bók, góður stígandi í henni en á köflum dálítið fyrrisjáanleg. Bók sem gott er að lesa til afþreyingar. Nú er ég að lesa bók sem heitir Prinsessur eftir Leó Löve. Eins gott að átta sig á þeim líka þar sem ég er orðin nokkuð vel áttuð á Dramadrottningum Wink

Veriði inni í dag ef þið mögulega getið. Það er Sunnudagur og þá á maður alltaf að gera það sem mann lystir InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan daginn. Á svona dögum er ég svo fegin að eiga kött sem pissar inni.  Eyrun á henni eru nú komin ansi aftarlega líka vegna undanfara gamlárskvölds hér í bæ. Ég ætla sko að vera inni, þ.e.a.s. ef Bónus er opið á morgun, nenni ekki í búð í dag. Á alveg eftir að huga að steikinni annaðkvöld, kaup bara eitthvað þægilegt, læt ekki plata mig í stress og læti.  Kær kveðja úr vesturbænum

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætti kannski að koma yfir og segja henni nokkrar sögur?  

Ég er nokkuð viss um að það er opið í Bónus fyrir hádegi á morgun.

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 11:50

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

brrrrrr...... brjálað veður...... og ekki hundi út sigandi...... en samt verður maður.... þ.e.a.s. bóndinn..... þau eru nebbla í sveitinni Hekla og bóndinn..... en í Ásahreppi er hvort sem er alltaf logn...... það fer bara mis hratt yfir...

Fanney Björg Karlsdóttir, 30.12.2007 kl. 12:12

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahaha já einhvern tíma hef ég heyrt það.......

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 12:18

5 Smámynd: Ragnheiður

Úff hér er allt í voða og vitlausu veðri..hér fuku hundar um hérað (sjá blogg) og eigandinn þorir ekki út enn. Verð samt að fara bráðum enda margt að gera. Vinna líka og svoleiðis leiðindi.

Ragnheiður , 30.12.2007 kl. 12:31

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hljómar svo notalega kæra hrönn !

Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár

Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.

Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.

AlheimsKærleikur til þín

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:21

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek þig á orðinu darling.

Heiða Þórðar, 30.12.2007 kl. 15:08

8 Smámynd: SigrúnSveitó

Mér (okkur fjölskyldunni sko) var boðið í afmæli á Selfoss í dag...ákváðum að vera heima...enda ekkert ferðaveður, eins og þú komst að raun um í morgun.

Megi það sem eftir lifir dags verða þér ljúft og njóttu þín undir sænginni með prinsessurnar.

Kærleikur til mín frá þér. 

SigrúnSveitó, 30.12.2007 kl. 16:18

9 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú mátt koma og segja mínum voffum svona sögur, kannski fara þeir þá að hegða sér almennilega! Annars er ég búin að kaupa róandi á línuna, spurning að gefa þeim svoleiðis á hverri nóttu svo ég fái svefnfrið.

Ég tek þig á orðinu með að vera inni í dag, hér er hávaðarok og ég sting ekki einu sinni út litlu tá.

Huld S. Ringsted, 30.12.2007 kl. 17:25

10 Smámynd: Hugarfluga

Manns á barasta að vera inni í svona suddaveðri og kúra sig!!

Hugarfluga, 30.12.2007 kl. 19:30

11 identicon

Gleðilegt ár kæra Hrönn. Les stundum bloggið þitt og hef gaman af. Takk fyrir 2007 og megi 2008 færa þér gleði og gæfu.

sirrý (IP-tala skráð) 30.12.2007 kl. 21:57

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ragga! Vona að hundar hafi fokið aftur heim í hérað og ekki náð að fjölga sér eins og ruslatunnur hér um daginn.....

Hallgerður! Kannski var Guðmundur HANN í spörfuglalífi mínu, sbr. fuglastríðið í Lumbruskógi....

Takk Steina mín og sömuleiðis

Heiða mín! Farðu nú vel með þig

Flórens! Það runnu nú á mig tvær grímur við lestur Prinsessanna, en kannski er það háttur góðra bóka?

Huld! Ég skal segja þinum sögur næst þegar ég á leið um Norðurland! Þetta er loforð ekki hótun

Segðu Fluva mín Ef ekki í svona veðri, hvenær þá?

Sirrý! Nú er ég forvitin. Þekki ég þig? Gaman að "sjá" þig samt og vertu velkomin hvenær sem er 

Hrönn Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 22:29

13 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ha, var vont veður?? Ég horfði bara á danskar myndir og bjó til fullan pott af villibráðarsósu fyrir morgundaginn. Sko, eftir að ég hafði horft á þær dönsku.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 30.12.2007 kl. 23:37

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahhhh ég gleymdi að horfa á danskar myndir........ Það sem kona getur verið gleymin......

Hallgerður! Betra að vera

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 00:16

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk sömuleiðis Dúa litla og knúsaðu Völuskott frá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 31.12.2007 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.