Ennfremur legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði

Ég er á því að það eigi að banna flugeldasölu til almennings!!

Nú verða einhverjir reiðir, en mér er bara sléttsama! Björgunarsveitir eiga að vera á fjárframlögum frá ríkinu en ekki þurfa að reiða sig á sölu flugelda um áramót og stuðla þar með að slysum. Íþróttafélög hafa tekjur annarsstaðar frá og um flugeldasölu á vegum einstaklinga ætla ég ekki einu sinni að fjölyrða.

Um hver einustu áramót verður slys af völdum flugelda og/eða blysa. Enda fólk í misgóðu standi í misjöfnum veðrum að skjóta upp. Í gærkvöldi horfði ég á hvar kveikt var í rakettu inni í bíl og henni síðan fleygt út um bílgluggann á ferð! Tilviljun ein réði því í hvaða átt þessi raketta sprakk. Þetta sá ég ekki bara einu sinni og ekki bara tvisvar. Börn og unglingar standa, eins og hverjir aðrir hryðuverkamenn, á hverju horni með kínverja og sprengjur og sprengja í erg og gríð.

Svo stærum við okkur af öllu saman og útlendingar flykkjast til landsins að horfa á ósköpin.

Hættum´essu, nú þegar strax!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Nei, hættu nú alveg! Ert'á túr, Hrönn mín? (híhíhí ... lovjú, vúman!)

Hugarfluga, 29.12.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahahahah illa stödd allavega.......... lovjútú

Hrönn Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Je minn þið eruð orðnar eikkað so persónulegar hérna í bloggheimum.... komnar með tíðahring hvor annarrar allveg á hreint og alles.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.12.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst að það eigi bara að vera leyfilegt að skjóta milli 22 á gamlársd. og til 2 um nóttina. Búið.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.12.2007 kl. 23:18

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála Hrönnslan mín enga flugelda í þéttbýli og ekki heldur í einkanotum. Hafa bara sömu reglur og í Danmörku, bara stjörnublys í hendina.

Marta B Helgadóttir, 30.12.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.