Þú ert vel steikt dramadrottning

Ákvað að taka svona sjálfspróf af því að það er föstudagur Tounge Það munar svo miklu að fara vel undirbúin inn í helgina. Ótrúleg sannindi sem þarna eru falin!! Hvet alla til að fylgja óhrædd í mín fótspor og taka prófið. 

Svona kom ég út...........

Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust rare, medium eða well done værir þú well done. Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.

Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.  (ÞRJÓZK!!?? ÉG!!?? Þekki ekki hugtakið .....LoL Hinsvegar er allt hitt satt. Mér finnst samt aðeins gleymast að minnast á hina óumdeildu fegurð sem í mér býr!!!) Halo

Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.

Hversu mikil dramadrottning ert þú?

Nú er ég farin út í búð, því eins og Halldór minnir á er frídagur neytenda á morgun. Skömm að því að á meðan við veltum okkur upp úr allsnægtum, deyja 274 börn á hverju andartaki einhversstaðar í heiminum úr HUNGRI!!

Hvet alla til að vera með InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dísa Dóra

Eftir þessu að dæma þá er ég miðlungssteikt dramadrottning

Dísa Dóra, 23.11.2007 kl. 14:09

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég alveg hræðileg dramadrottning.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.11.2007 kl. 14:25

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er víst well done eins og þú Hrönn og passar megnið alveg ágætlega

Huld S. Ringsted, 23.11.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust „rare“, „medium rare“, „medium“ og „well done“ værir þú vægast sagt hrá. Jafnvel svo léttsteikt að heyra mætti hamborgarann baula þegar gafflinum væri stungið í hann. Þú ert drottning dramadrottninganna, tilfinningarík en fylgispök.

Hráar dramadrottningar lifa í afneitun. Þær viðurkenna ekki að þær séu dramadrottningar og telja sig búa yfir stóískri ró. Þegar bóla birtist á nefi, könguló sleppur inn um svefnherbergisgluggann eða hárið lætur ekki að stjórn er drottningin ekki lengi að reka upp óp, stökkvað upp á stól eða grýta hárburstanum út um gluggann. Ekki er því ráðlegt að vera í nærveru dramadrottningar er hún tekur köstin sín nema réttur útbúnaður sé hafður við höndina, þ.e. hjálmur, eyrnatappar og súkkulaði (eina lyfið sem virkar þegar kemur að því að róa niður drottninguna). En þrátt fyrir allt eru hráar dramadrottningar vænstu skinn og þegar allt leikur í lyndi hjá þeim (aðeins þegar tungl er fullt) eru þær sérlega hressar og skemmtilegar

hehe, that´s me allright

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.11.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

heheheh það eru nú NOKKRAR svona í minni fjölskyldu Jenný litla

Hrönn Sigurðardóttir, 23.11.2007 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband