Þrælahald?

"Ég ætla að fá frelsi fyrir sex þúsund kall", sagði konan við hliðina á mér í búðinni áðan.

Ekki dýru verði keypt það frelsi - eða hvað finnst þér? Hugsa samt að þrælar fortíðarinnar hefðu verið lengi að kaupa sér frelsi fyrir þennan pening. Jafnvel þrælar nútíðarinnar líka.

 Vakti mig aðeins til umhugsunar.

Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ekki dýrkeypt frelsi, og þó maður getur keypt sér frelsi fyrir 500 kall líka ekki satt

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.10.2007 kl. 16:55

2 Smámynd: Dísa Dóra

jú sennilega yrðu þrælar nútímans einnig lengi að vinna sér inn 6000 kr og þá sérstaklega ef haft er í huga að nær helmingur jarðarbúa lifir á innan við 130 kr á dag. 

Við ættum að hugsa um það aðeins oftar hve heppin við erum ÞRÁTT fyrir að geta kannski ekki keypt 6 millu jeppan eða farið til útlanda 2 sinnum á ári

Dísa Dóra, 3.10.2007 kl. 16:57

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

 leit við hjá þér.

Marta B Helgadóttir, 3.10.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 3.10.2007 kl. 18:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko, ég þoli ekki þessa stöðugu misnotkun á orðinu frelsi.  Arg.  Eins og þessi fyrirframgreidda þjónusta hjá Símanum.  Meira frelsið.  Arg aftur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.10.2007 kl. 19:14

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mín fyrsta hugsun var nú bara sú að konan er eyðslukló, hægt að fá frelsi fyrir miklu minna.   

Ásdís Sigurðardóttir, 3.10.2007 kl. 19:29

7 Smámynd: Hugarfluga

Ég myndi allavega ekki tíma að kaupa mér hefti fyrir 6 þúsund kjell. Á bara einn heftara og nota hann nú ekki það mikið.

Hugarfluga, 3.10.2007 kl. 20:22

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ha, ha, ha! Innlitskveðjur og velfarnaðaróskir til þín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:24

9 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

knús .......

Fanney Björg Karlsdóttir, 3.10.2007 kl. 22:36

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég verð að muna eftir að tala íslensku þegar ég kem heim..á það til að renna í næstu lúgu og segja..Góðan dag..ég ætla að fá top up fyrir fimm pund takk fyrir!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.10.2007 kl. 08:19

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe ég þurfti að lesa tvisvar til að fatta  Kannski vegna þess að ég kaupi aldrei Frelsi.

Jóna Á. Gísladóttir, 5.10.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.