Göngutúr í myrkri og dularfulla ljósið sem hvarf!!

Fórum út að ganga í myrkrinu í morgun.

Gengum upp með á eins og venjulega. Allt gekk eins og í sögu til að byrja með en þegar við vorum stödd fyrir aftan nýbyggingu sjúkrahússins stökk stúfurinn allt í einu fram fyrir mig, sperrti sig allan og ýfði og urraði í áttina að byggingunni. Ég beygði mig niður að honum og sagði honum að láta ekki svona, það væri enginn vaknaður nema við.......

Hann lét sér ekki segjast og hélt áfram að urra yfir óræktina. Allt í einu gekk hann tvö skref áfram og gjammaði illyrmislega! Um leið slökknaði á ljósi sem var þarna á bak við!!

Þá var mér nú nóg boðið. Setti hann í tauminn og teymdi hann burt. Hugrekkið náði nú ekki lengra hjá mér. Ég hugsaði sem svo að ef einhverjir væru þarna að stela verkfærum þá skyldu þeir allavega ekki ná að berja mig með hamri.......

Var svo að segja einkasyninum hamfarasöguna áðan þegar hann kom heim. Hann horfði á mig smástund alveg gáttaður og sagði svo: "Ég vissi ekki einu sinni að klukkan YRÐI hálfsex á morgnana........"

Ég flissaði og gleymdi hvað ég hafði verið í mikilli hættu í myrkrinu.

Pís plís InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

úfff...  ekki skemmtilegt að heyra........er nokkuð komið tæm á "meis" í vasann

En svo er það einkasonurinn.... sjaldan fellur eplið langt frá eikinni...hann er greinilega með sama húmor og móðirin...

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.9.2007 kl. 19:08

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Held það sé ekki pláss í vösunum fyrir meis..... verð líklega bara að halda áfram að æfa hlaup og vona að hinir séu reykingamenn

Já við erum fyndin mæðginin, ef við byggjum í Englandi væri eftirnafn okkar líklega Funny  

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 19:42

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Þú verður greinilega að vera vopnuð í þessum eldsnemmamorgungöngum þínum! Aldrei að vita hvað leynist.

Huld S. Ringsted, 11.9.2007 kl. 19:42

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Drengurinn er með mikla hæfileika í gamanmálum.  Krúttskí Djóns.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.9.2007 kl. 19:48

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

ÚFF ég hefði verið hrædd en ég gat ekki annað en farið að hlæja þið eru bæði fyndin mæðgin. knús

Kristín Katla Árnadóttir, 11.9.2007 kl. 20:27

6 Smámynd: Hugarfluga

Klukkan hálfsex í morgun staulaðist ég á klóið til að pissa og settist við hliðina á setunni og pompaði á gólfið. Það var mín morgunleikfimi.

Hugarfluga, 11.9.2007 kl. 20:45

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahah alveg sé ég þig fyrir mér litla fluga  Verulega smart

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2007 kl. 21:15

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Morgunleikfimi er ekki til í mínum reynsluheimi stelpur mínar, ég er morgunsvæf með eindæmum.

Sonurinn góður! 

Marta B Helgadóttir, 11.9.2007 kl. 23:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vissi ekki einu sinni að klukkan YRÐI hálf sex á morgnana hahahaha.... ótrúlega fyndinn.  Farðu nú varlega, það er aldrei að vita hver leynist i myrkrinu Hrönn mín.  Gæti verið að strákurinn hefði bjargað þér í þetta sinn, með geltinu sínu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.9.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þegar ég kem úr mínu labbirí-i ferð þú á stjá! Er ekki rigning hjá þér? Hvurslags.....spurning með hárlakk sem vopn.

Eigðu annars góðan dag mín kæra.

Heiða Þórðar, 12.9.2007 kl. 12:39

11 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ljósið sem hvarf?; Ég er hér enn......

Heiða Þórðar, 12.9.2007 kl. 12:42

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eru ekki bara einhverjir útlendingar sem vinna þarna og fá ekki aðra gistingu. Sonur þinn er mér að skapi, hálfsex er NÓTT og óþarfi að telja það í tímum

Ásdís Sigurðardóttir, 12.9.2007 kl. 22:12

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahaha feeeeerlega góður... BTW hvað eeeeertu að gera úti kl. hálfsex á morgnana??? Er það ekki óþarflega snemmt

Jóna Á. Gísladóttir, 12.9.2007 kl. 23:13

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þið hvutti á göngunum ykkar eru algerlega ómissandi þáttur bloggtilverunnar. Ég er að verða háð þessum sögum þínum.  Ég er nú sammála ofangreindum (greindu) konum, að hálfsex er nú eiginlega mið nótt og stundum nýbyrjuð nótt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.9.2007 kl. 23:23

15 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Ég vissi ekki einu sinni ad klukkan yrdi  half sex a morgnana"................"What can I say?  Ad eiga eitt svona eintak er bara !!!!!!! Ces´st la vive!!

Halldór Egill Guðnason, 14.9.2007 kl. 00:00

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

frábært svar, flottur og fljótur að hugsa eins og þú !

AlheimsLjós til þín og fallega helgi !

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:06

17 Smámynd: Rebbý

aldrei er ég á fótum kl hálf sex nema ég sé ekki farin að koma mér í svefninn ..... á að banna svona fótferðatíma

Rebbý, 16.9.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband