Undarlegur dagur....

....er að kveldi kominn!!

Ég sat hálfsofandi yfir sjónvarpinu í gærkvöldi þegar það var bankað. Ég fór til dyra og úti stóð kona sem sér um Hvítasunnusöfnuðinn sem er í næsta húsi. Hún bauð mér að koma á það sem þau kalla Jesúkonur á Íslandi. Sagði mér að þarna hittust konur, borðuðu saman morgunmat og spjölluðu. Ég þakkaði fyrir boðið og hélt áfram að dotta yfir sjónvarpinu.

Í morgun vöknuðum við Labbakútur fyrir allar aldir í morgungönguna. Gengum úti í blíðskaparveðri í góðan klukkutíma. Alein í heiminum..... allavega til að byrja með. Rákumst á mann og annan á leiðinni heim. Yndislegur tími svona eldsnemma á morgnana þegar heimurinn sefur. Kom svo heim og steinsofnaði aftur þegar drengurinn var farinn af stað í vinnuna. Vaknaði svo rétt fyrir klukkan 10 og ákvað að skella mér á morgunverðarfundinn.

Gekk með hálfum huga upp stigann í salinn þar sem ég heyrði skvaldur og mas. Þegar ég var alveg að verða komin upp gekk Guðrún hjá, sú sem kom til mín í gærkvöldi. Afskaplega indæl stúlka, geislar af henni gæzkan. Hún bauð mig velkomna og ég settist og fékk mér rúnstykki og áður en ég vissi af var ég farin að spjalla við hinar konurnar við borðið. Þetta var afskaplega kærleiksrík stund svo ekki sé meira sagt. Mér varð eiginlega um og ó og ekki laust við að ég hugsaði - þó með smá skömmustuívafi - í hvað ég væri eiginlega komin...... Stundin endaði á því að ein konan dró upp gítar og söng og allar hinar sungu með og svo var sameinast í bæn. Það var þá sem ég hélt ég væri komin í eitthvað vafasamt. Ákvað samt að reyna að vera fordómalaus og tókst bara ágætlega held ég! Allavega - ekkert slæmt við kærleika og um að gera að innbyrða nóg af honum. Ekki satt?

Þegar ég fór, faðmaði kærleiksstúlkan mig að sér og bauð mér að koma endilega aftur.

Dagurinn hefur svo farið í að gera sem minnst á sem lengstum tíma - sem er jú það sem ég geri bezt.

LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góð færsla Hrönn.  Manni hættir til að vera jahhh... kannski ekki fordómafullur en allavega lokaður fyrir áhrifum frá svona sérklíkusöfnuðum og þeirra félagsstarfi. Stundum hverfur fólk inn i svona hópa, sést ekki meir, hverfur vinum sínum bara af því það er gengið í einhvern sérsöfnuð ... vona að þú haldir allavega kontakt við bloggvini þína Hrönnsa þótt/ef  þú haldir áfram á þessari braut  

Marta B Helgadóttir, 1.9.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er mjög góð færsla hjá þér Hrönn mín þú er frábær manneskja og mér þykir vænt um þig alltaf hrynskilinn þú ert ein af mínum bestu blogg vinkonum.  En ég er bara venjuleg manneskja bara með mína barnatrú.

Kristín Katla Árnadóttir, 1.9.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Það er sko aldrei nóg af kærleikanum.  Ég elska fundina mína þar sem samkenndin er til staðar, við þekkjumst öll án þess að þekkjast (í upphafi amk.), og ég elska að koma út eftir að hafa fengið fullt af kærleiksknúsum og finna hjartað vera af springa úr gleði og hamingju yfir fegurð lífsins. 

Knús&kærleikur... 

SigrúnSveitó, 1.9.2007 kl. 21:46

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er gott að spjalla við gott fólk og rétt er að kærleikurinn verður aldrei of mikill.  Gott hjá þér Hrönn mín að drífa þig. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Krúttiðitt....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.9.2007 kl. 01:11

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu að ég hef farið og fengið margt og mikið út úr alls konar fundum. Hef það fyrir reglu að festa mig ekki í neinu einu en vera opin fyrir öllu góðu og fallegu sama hvaðan það kemur eða hvaða merkimiði fylgir. Þess vegna hef ég verið í study group með baptistapresti sem var fróðlegt og konan hans bakaði einmitt svona kærleiksbrauð, farið á samkomu hjá krossinum þar sem ég fékk tár í auga vegna tónlistarinnar, sótt alls konar kirkjur bæði kaþósksar og spíritistakirkjur, verið í alls konar ólíkum grúppum og sótt ýmsa fundi og fyrirlestra. Allt þetta hefur bara gert mig ríkari og sýnt mér að kærleikurinn á sér mörg andlit og marga mismunandi búninga.

Gerðu bara það sem gerir þér gott og nærir þig. Líst vel á kærleiksbollur og morgungöngur með svona elskulegum hvutta. Bara allt gott til þín Hrönnsla mín

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.9.2007 kl. 19:52

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband