Bækur og tíðindi....

16Fór í bókasafnið í dag - Var ákveðin í að sækja mér lífsreglurnar fjórar og Tvíburana, stímaði inn einbeitt á svip og settist við leitartölvuna því eins og sönnum heimskonum sæmir leitar maður sér ekki aðstoðar hjá bókasafnskonunum (af hverju eru bara konur að vinna á bókasöfnum? Ekki að ég hafi neitt á móti þeim, sumar af mínum beztu konum eru vinir......)

Indíánabókin var ekki inni, sem kom mér svosem ekki á óvart, þetta er í þriðja sinn sem ég ætla að sækja mér þessa bók og hún er aldrei inni. Ég get sagt ykkur það í trúnaði að þegar ég næ henni, skila ég henni aldrei aftur...... heheheheheheeh - Verð bókaþjófurinn mikli.... kannski er bara einfaldara að kaupa bókina og fá ekki samvizkubit þegar ég lít hana í hillunni?

Fór svo að leita að Tvíburunum. Þegar ég var búin að skanna öll bókanúmer frá stjörnumerkjahillunni að ástarsöguvellunni, gafst ég upp og snéri mér að afgreiðsluborðinu. Konurnar höfðu aldrei heyrt minnst á þessa bók en lofuðu að kanna málið og láta mig vita.......

Hætti ekki fyrr en ég gefst upp!17


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Hvaða Indíanabók er þetta? Er líka með Tvíburabókina í staflanum hjá mér. Gengur ekki nógu hratt á staflann; vinnan slítur í sundur bóklestur. Og þvottar, og kaffihúsaferðir, og svona eitt og annað.....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:23

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Átti að vera Indíánabók....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:24

3 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 17.5.2007 kl. 00:29

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hún heitir lífsreglurnar fjórar og er byggð á fornri vizku tolteka indíána um að.....: 1. Vera flekklaus í orði. 2. Ekki taka neitt persónulega. 3. Ekki draga rangar ályktanir. 4. Gera alltaf sitt besta. 

Mynd af: Lífsreglurnar fjórar

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 00:30

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Tvíburarnir kom út fyrir stuttu síðan, situr ofarlega á metsölulistum á Íslandi. Þú þyrftir að búa á Skaganum, þá myndi ég flýta mér með Tvíburana og lána þér hana ... og indjánabókina líka ... strax á morgun. Bókasafn hvað!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.5.2007 kl. 00:35

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk Gurrí mín - en ég vil ekki taka frá þér alla mennina í lífi þínu, betra að við deilum geislandi fegurð okkar og gáfum á landshluta

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

Á einmitt Lífsreglurnar fjórar, ægigóð bók, Mæli með henni á "frummálinu".

Heiða Þórðar, 17.5.2007 kl. 10:45

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ok, er hún betri þannig? Er eitthvað sem ekki skilar sér í þýðingunni?

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 11:34

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Ég les þetta ekki spurning; bæði Indíanaspekina (sem ég hef reyndar lesið töluvert af...er svo ansi fróð og vel að mér, fyrir utan geigvænlega fegurð, svo ég blandi mér í fegurðartalið....) - og Tvíburana. Sú seinni bíður í staflanum, ásamt ýmsu gotteríi. Mikið rosalga finnst mér þið skemmtilegar.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.5.2007 kl. 14:12

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ditto Guðný Anna

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2007 kl. 18:18

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Raunveruleikasjónvarp er bara til að ergja sig á!

Gott þú komst í leitirnar

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 12:13

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvaða bók er Indíánabókin.  Er það þessi um lífsreglurnar 4.  Me want.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 14:06

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

jamm það er hún, forsíðan af henni er í raunstærð hér aðeins ofar

Mig langar í hana líka. En hér er bara engin almennileg bókabúð  Jú og þó, hvernig læt ég, ég kíki á Bjarna við minn laumukommúnista og framsóknarmann

Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband