Ég held ég hafi sagt ykkur það áður...

...en ég stend mig að því að verða alltaf líkari og likari ömmu minni á Austurveginum. Ekki eingöngu vegna þess að ég bý líka við Austurveginn heldur í talsmáta. Hún talaði alltaf um að fara úteftir og inneftir. Í dag sagði ég Dúlludúsknum að ég gæti skutlað honum úteftir og deplaði ekki auga á meðan - en varð hugsað til ömmu..... 

Mér varð líka hugsað til hennar í sumar þegar ég í eitt skiptið var að skutlast á Grundarfjörð með Dúskinn og við höfðum keyrt fram á árekstur á Kjalarnesinu og síðan mætt líkbíl skömmu síðar og mér varð að orði að þetta væru tákn um að við hefðum átt að halda okkur heima. Dúskurinn svaraði mér að bragði og sagði: "Þú ættir þá kannski að byrja á því að hægja á þér þú ert að keyra fram á hraðamyndavél....." af tillitsemi við mömmu ætla ég ekki að tíunda hvað stóð á hraðamælinum. Ekki það að mamma gæti sagt mikið. Fræg er sagan af henni þegar hún sagði við pabba: "Bíllinn fer alltaf að titra svo mikið þegar ég er komin í 110.... "Cool Amma var nefnilega líka hörkubílstjóri, keyrði eins og herforingi um allar trissur. Fólk var samt ekki endilega æst í að verða samferða henni - í bíl allavega ;) Ég man til dæmis eftir einu skipti þegar við mamma vorum úti í Höfn - sem bæ þe vei er búð sem ekki er til lengur - ég man svo sem ekki lengur hvað við vorum að gera þar nákvæmlega enda kemur það sögunni í sjálfu sér ekkert við. Enívei vorum við þar fyrir utan og vorum á leið út í kirkjugarð. Átti þá ekki amma leið hjá og vildi endilega skutla okkur út í garð. Mamma var ekkert himinlifandi en ég sagði henni að hafa engar áhyggjur. Við gætum haft grafskriftina hennar: "Hún var á leið þangað hvort eð er."

Ó... og svona til öryggis ef löggan les þetta - þá er helmingur sem ég skrifa lygi og hinn helmingurinn uppspuni Sideways 

Lifið heil. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert dásamleg :) Takk fyrir þetta

Ragnheiður , 14.9.2012 kl. 19:59

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha   Annars er bara gott að líkjast ömmu sinni.. eða Þannig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.9.2012 kl. 00:25

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já Það er svosem ekki leiðum að líkjast ;)

Takk Ragga mín þú ert það líka :)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.9.2012 kl. 08:39

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Marta B Helgadóttir, 17.9.2012 kl. 10:55

5 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú ert semsagt af ökuníðingum komin ?  :)  Ekki veit ég af hverjum Ragnheiður er komin en ég er komin af vondu fólki. 

Anna Einarsdóttir, 22.9.2012 kl. 15:28

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahhaha já.... ábyggilega ertu komin af Húnvetningum - ef ég man rétt þá voru ekkert nema ódámir og sauðaþjófar í þeirri sýslu ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.9.2012 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.