Ég lenti í því um daginn....

.....svona eins og aðrir lenda í framhjáldi á leiðinni heim, að horfa á barnaefni á ruv. Eftir fimm mínútur var ég orðin úttauguð eins og hauslaus hæna á sterum. Þetta var endalaust áreiti, hávaði og gargan!

Muniði í gamla daga þegar "Afi" sagði sögur og spilaði á gítar í barnaefninu, maður gat keypt stöð tvö mánuð og mánuð án þess að velta því fyrir sér hvert væri eignarhald eða hlutur einhverra dólga. Maður gat líka verslað í Bónus ef maður átti leið í bæinn án þess að fyllast samviskubiti. Já krakkar mínir.....those  were the days!!

Með þessu er þó ekki endilega að segja að ég hafi verið hamingjusamari þá en nú, eða að lífið hafi verið eitthvað einfaldara - þvi fer fjarri. Enda hef ég losað mig við ýmsan óþarfa síðan þá Tounge

Ég er annars ótrúlega heppin. Ég mig til og húrraði á milli hæða á laugardaginn - án þess að nota stigann. Endaði þessa för á steyptu kjallaragólfinu - sannfærð um að ég væri annað hvort steindauð eða margbrotin.

Það kom nú reyndar upp úr kafinu í dag að ég er stórbrotin - allavega rifbrotin, ásamt því að vera blá og bólgin á flestum öðrum stöðum..... ;) en ég held að það taki því ekki að væla yfir því. 

Hann var ekkert að fara leynt með vantrú sína læknirinn sem ég hitti í dag þegar hann spurði "Og hvernig fórstu að því að detta á milli hæða?" um leið og hann skoðaði rispur og mar. Enda lít ég út eins og ég sé í afar ofbeldisfullu sambandi. Ég vona samt að mér hafi tekist að sannfæra hann um ég sé eingöngu í ofbeldisfullu sambandi við sjálfa mig Sideways

En ég er ekki frá því að Guð hafi hækkað innistæðu sína hjá mér þennan dag - og ég sem er alltaf að skuldajafna Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ó !  Ó !

Þú þarft ekki að taka það bókstaflega þótt margir segi þig stórbrotna.  Ég meina....þú getur verið stórbrotin óbrotin.

Anna Einarsdóttir, 3.5.2010 kl. 23:18

2 Smámynd: Ragnheiður

Þú ert mergjuð og stórbrotin.

Rifbrotin og marin

en konur á okkar aldri eiga að láta loftfimleika eiga sig - nema í huganum, jafnvel í draumi.

Knús !

Ragnheiður , 4.5.2010 kl. 12:17

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Úff Hrönn, eins gott að þú komst léttilega niður.  En þú ert nú stórbrotin ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2010 kl. 16:33

4 Smámynd: Garún

Hrönn mín farðu nú ekki í útrás með líkamann og andann í þér.  Farðu varlega og mundu - ef Guð hefði viljað að við værum að flakka milli hæða, þá hefði hann sett vökvakerfi í liðina á okkur.......sama má segja um að ef Guð hefði viljað að við löbbuðum útum allt þá hefði hann gefið okkur fleiri lappir...staðreynd.

Garún, 6.5.2010 kl. 11:41

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hóst!....... Góð hugmynd Garún

Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2010 kl. 00:43

6 Smámynd: www.zordis.com

Þetta var mjög fallegt mar !!!

www.zordis.com, 11.5.2010 kl. 13:46

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mjög fallegt mar ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2010 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.